Færslur: 2007 Nóvember

30.11.2007 21:17

Uppskeruhátið hestamannafélagsins Neista

Húllum hæ hjá bændum og hestamönnum

Mikið stuð og mikið gaman verður í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 1. desember þegar búgreinafélögin í A-Hún og Hestamannafélagið Neisti halda sína árlegu uppskeruhátíð. Hátíðin hefst með fordrykk kl. 19:45 en borðhald kl. 20:30. Hátíðarmatur frá veitingahúsinu Pottinum og Pönnunni og um veislustjórn sjá félagarnir "Hundur í óskilum".

Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sjá um að allir skemmti sér vel fram eftir nóttu.

29.11.2007 21:33

Hvað eru hnjúskar ?

Umræða hefur verið um hnjúska í hrossum vegna tíðarfarsins undanfarið og heyrst hefur um hesta sem hefur orðið að taka á hús vegna þessa.  En hvað eru hnjúskar og hvers vegna myndast þeir? Eftirfarandi er tekið af einum hestavefnum:

"Á haustin auka fitukirtlar húðarinnar í hrossunum framleiðslu sína til að feldurinn hrindi betur frá sér vatni. Stundum eykst starfsemi fitukirtlana það hratt að þeir ná ekki að losa innihaldið á yfirborðið, heldur stíflast. Þá myndast hnjúskar. Þeir myndast sérstaklega mikið þegar hross lenda í mikilli rigningu og svo frosti strax á eftir. Þess vegna er meira um hnjúska á suðurlandi en annars staðar, enda vætumeira þar.

Út frá hnjúskunum geta komið sár og sýkingar í húðina. Þá eiga hrossin erfiðara með að halda á sér hita og leggja af, enda fer meiri bruni næringarefna í að halda þeim heitum. Besta ráðið er að koma hestum sem eru mikið hnjúskaðir á hús til að varna því að þeir leggi af. Yfirleitt myndast einn og einn hnjúski á hrossum á haustin og er það ekki til að hafa áhyggjur af, amk. ekki á meðan þeir eru mjög fáir. Til að losna við hnjúskana sem fljótlegast er hægt að þvo sárið með volgu soðvatni og losa smám saman um fituna. Þeir hverfa fljótlega sé það gert. Ekki er ráðlegt að ríða út á hesti sem er mikið hnjúskaður, því hnjúskarnir verða þá eins og litlir steinar á milli manns og hests."

27.11.2007 15:30

Námskeið á Hvanneyri

Hestamannafélaginu berast ýmsar tilkynningar og þar á meðal eru upplýsingar um ýmis námskeið fyrir hestamenn hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Bent er á heimasíðu skólans á http://www.lbhi.is/

HBE

26.11.2007 15:28

Enn af folaldasýningu

Um sl. helgi átti að reyna að blása á með folaldasýningu en enn féll hún niður vegna lítillrar þátttöku.  Það er miður þar sem að þetta eru skemmtilegar sýningar, en áhugi virðist vera dræmur hjá ræktendum.

HBE

16.11.2007 20:26

Folaldasýningu frestað

Folaldasýningin sem átti að vera á morgun laugardaginn 17.nóvember, er frestað vegna ónógrar þátttöku.  Fólk er hvatt til að hafa samband ef áhugi er fyrir hendi að reyna aftur síðar.
  • 1
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432370
Samtals gestir: 51105
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:55:54

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere