Færslur: 2008 Febrúar

28.02.2008 23:24

Námskeið í hestakúnstum :-)



Á dögunum var haldið námskeið í reiðhöllinni á Blönduósi í því sem kallað var "Hestakúnstir"
 
Þátttaka var góð um 20 manns bæði börn og fullorðnir. Námskeiðið byrjaði kl:10 með sýnikennslu
og bóklegu og svo var tekið til við kúnstirnar þ.e.a.s. verklegar æfingar og í hádegishlé var pizzuhlaðborð
og námskeiðinu lauk um kl.17.00





 
 

27.02.2008 13:11

Meira um ís-landsmótið 2008 á Svínavatni


Þórður Þorgeirsson og Ás frá Ármóti á Svínavatni 2007

Skráning

Fram þarf að koma, nafn hests, uppruni, aldur, litur, keppnisgrein og knapi.

Skráningar berist á netfangið [email protected]

fyrir kl 10. miðvikudagskvöldið 5. mars.

Skráningagjald.

Opinn flokkur tölt, A og B flokkur, 3.000 kr. á grein.

Best er að skráningagjöld séu greidd inn á reikning 0307- 13- 110496 kt.480269-7139 um leið og skráð er, þar sem nafn greiðanda er sett sem skýring greiðslu.

Einnig verður hægt að greiða skráningagjöld á staðnum ( með peningum, ekki korti).

Nú þegar er búið að bóka þó nokkuð í gistingu á Hótel Blönduósi, en hótelið hefur auk hótelherbergja, gistiheimili og smáhýsi til leigu. Einnig er góð gistiaðstaða fyrir menn og hross á Hofi í Vatnsdal og bændagisting er í boði víðar.

Þar sem vel hefur gengið að fá styrktaraðila hefur verið ákveðið að bæta við verðlaunaféð þannig að það verði, auk bikara fyrir átta efstu sætin í A og B flokkum og opnum flokki í tölti, 100.000. kr. fyrir fyrsta sæti, 40.000. kr. fyrir annað sæti og 20.000. kr. fyrir þriðja sæti.

Eftirtaldir eru í undirbúningsnefnd og geta þeir veitt nánari upplýsingar.

Tryggvi Björnsson s. 8981057 [email protected]

Ólafur Magnússon s. 8960705 s[email protected]

Jakob Víðir Kristjánsson s. 8940118 [email protected]

Jón Gíslason s. 4524077 [email protected]

Ægir Sigurgeirsson s. 8966011 [email protected]

27.02.2008 10:00

Ís-Landsmótið 2008 á Svínavatni


Baldvin Ari Guðlaugsson og Úði frá Húsavík á Svínavatni 2007

Svínavatn 2008

Eins og kunnugt er verður haldið "Ís-landsmót" á Svínavatni í A-Hún. laugardaginn 8. mars. Allar nauðsynlegar tilkynningar og upplýsingar þar um verður að finna á þessari síðu:
 
http://svinavatn-2008.blog.is/blog/svinavatn-2008/

Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með síðunni ef t.d. þarf að gera breytingar á dagskrá á síðustu stund.

Þar sem mótið í fyrra heppnaðist í alla staði mjög vel og þátttaka fór fram úr öllum væntingum hefur verið ákveðið að fækka keppnisflokkum niður í þrjá, þannig að nú verði einungis keppt í A og B flokki og opnum flokki í tölti, til þess að dagskráin verði aðeins styttri en snarpari og metnaðarfyllri.

Verðlaun, auk bikara fyrir átta efstu sætin í A og B flokkum og opnum flokki í tölti verða veittar 100.000. kr. fyrir fyrsta sæti, 25.000. kr. fyrir annað sæti og 10.000. kr. fyrir þriðja sæti.

Fyrirkomulag verður að öðru leiti með svipuðu sniði og í fyrra og verða nánari upplýsingar birtar hér á næstunni.

Úrslit og ýmsar aðrar upplýsingar frá því í fyrra má enn þá nálgast á svinavatn-2007.blog.is

Keppnisreglur

Allar greinar

Þrír í hóp í undanrásum

Átta í úrslit

Úrslit verða riðin strax á eftir forkeppni

Tölt

Ein ferð hægt tölt, tvær ferðir hraðabreytingar, ein ferð greitt tölt

B flokkur

Ein ferð hægt tölt, ein ferð greitt tölt, ein ferð brokk, ein ferð frjáls

A flokkur

Ein ferð brokk, ein ferð tölt frjáls hraði, ein ferð frjáls, ein ferð skeið

Úrslit

Tölt

Tvær ferðir á hverju atriði

B flokkur

Hægt tölt tvær ferðir, brokk tvær ferðir, greitt tölt tvær ferðir

A flokkur

Tvær ferðir tölt frjáls hraði, tvær ferðir brokk, tvær ferðir skeið

26.02.2008 23:22

Aðalfundur 2008

Minnt er á aðalfundinn í hestamannafélaginu Neista og verður hann haldinn miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl 20:00.

25.02.2008 21:44

Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði

Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði

Föstudagskvöldið 29.febrúar kl. 20:00 hefst fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í flokkum unglinga, áhugamanna og opnum flokki. Skráningu sé lokið á fimmtudagskvöldið á netfanginu [email protected] eða í síma 867-9785 eftir kl. 20:00. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur og aldur og upp á hvora hönd riðið er. Fjöldi skráninga ræður hvort röð gangtegunda verður frjáls eða bundin.

Skráningargjald hjá fullorðnum er kr. 1000 og kr. 500 hjá unglingum.
Áhorfendur athugið að það eru komnir nýir áhorfendapallar.

22.02.2008 23:23

Úrslit í fjórgangi í meistaradeild Norðurlands KS deildinni

 

Fyrsta mót í Meistaradeild Norðurlands KS deildinni var haldið í vikunni í reiðhöllinni að Svaðastöðum en þá var keppt í fjórgangi. Það var snilldarknapinn Sölvi Sigurðarson sem sigraði á Óða Blesa með 7.47. Í öðru sæti varð Bjarni Jónasson á Kommu með 7.27 og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Magnússon á Gáska með 7.20.

Úrslit í Meistaradeild Norðurlands, KS Deildin

1. Sölvi Sigurðarson  Óði-Blesi  7.47
2. Bjarni Jónasson  Komma 7.27
3. Ólafur Magnússon Gáski  7.20
4. Ísólfur Líndal Skáti 7.20
5. Mette Mannseth Happadís  7.20

Óla er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur í fyrsta mótinu en þarna voru gríðar sterkir knapar á ferð.

21.02.2008 23:29

Um meistaradeild Norðurlands - KS deildina

Meistaradeild Norðurlands - KS-deildin

Bestu knapar Norðurlands saman komnir

Meistaradeild Norðurlands, KS-deildin, rúllar af stað miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl: 20:00. Aðal skipuleggjendur mótsins eru þeir Guðmundur Sveinsson, Eyþór Jónasson og Ragnar Pálsson.

Hugmyndin á bak við mótið er að koma á keppni fyrir þá allra bestu á Norðurlandi sem hingað til hafa ekki haft mörg tækifæri til þess að sýna sig og hross sín yfir vetrarmánuðina án þess að leggja í löng og ströng ferðalög. ?Í Meistaradeildinni erum við að stíla upp á að safna saman í eina mótaröð öllum bestu knöpum Norðurlands en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti áður. Það verður byrjað á miðvikudagskvöld með keppni fjórgangi og síðan verður þann 12. mars keppt í tölti, 26. mars verður keppt í fimmgang og loks 9. apríl í smala og skeiði, segir Guðmundur.

Smali er ný keppnisgrein hér á Norðurlandi en í greininni er sett upp þrautabraut sem reynir á hraða og fimi hests og knapa. Engar kröfur eru gerðar um gangtegundir heldur aðeins að hesturinn fari á sem bestum tíma í gegnum þrautabrautina og það án þess að fella niður hindranir.

Hvernig hefur mótinu verið tekið? ?Mjög vel, knapar tala almennt um að þetta sé allri hestamennsku til framdráttar hér á svæðinu og eins eru menn ánægðir með þann stuðning sem KS veitir okkur með því að styrkja deildina peningalega, segir Ragnar sem hefur það ábyrgðarmikla hlutverk að halda utan um fjármál deildarinnar.

Hvert kvöld gefur sigurvegara og næstu sætum ákveðin stig sem síðan safnast upp mót eftir mót. Í lokin stendur sá einstaklingur uppi sem sigurvegari sem í heildina hefur hlotið flest stig og hlýtur hann auk þess að vera sigurvegari í Meistaradeild KS, vegleg peningaverðlaun. Eins verða veitt peningaverðlaun fyrir sigurvegara hvers kvölds.

Allar fréttir frá deildinni verður að finna í Feyki og eins á Skagafirði.com auk þess sem fréttir frá mótunum verða sendar inn á alla helstu hestamiðla landsins strax að mótum loknum.

Af www.skagafjordur.com

21.02.2008 20:11

Frá formanni Neista !

Nú er komið að aðalfundi í hestamannafélaginu Neista og verður hann haldinn miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl 20:00. 
Ávallt vantar skapandi og drífandi fólk í starfið hjá okkur en síðustu ár hafa verið viðburðarrík, unglingastarfið hefur farið mjög vaxandi og höfum við verið að byggja upp góða aðstöðu fyrir okkur félagsmennina. Það því vantar menn og konur sem vilja sitja í nefndum á vegum hestamannafélagsins en nefndirnar sem starfandi eru núna eru unglinga-, valla-, innanhúsmóta-, utanhúsmóta-, ferða-, vorferðar-, Svínavatnsmóts- og reiðveganefnd.
Einnig verður kosið um formann og 2 menn í stjórn á fundinum, svo ef einhver er áhugasamur um stjórnarsetu eða nefndarsetu endilega látið mig þá vita á netfangið mitt [email protected]

Það er ljóst að ég get ekki starfað lengur sem formaður félagsins en ég er fluttur til Reykjavíkur í nokkur ár til að stunda háskólanám.

Þessi tvö ár hafa gefið mér mjög mikið, hafa verið skemmtileg og einnig kennt mér mjög margt. Félagsstarfið gengur mjög vel og félagið hefur fullt af góðu og jákvæðu fólki innanborðs. Það hefur stækkað ört síðustu ár og er þar helst að þakka góðu unglingastarfi og alltaf virðast fleiri og fleiri börn og unglingar fara út í þessa hollu íþrótt. Ég vil svo að lokum þakka fyrir mig þessi 2 góðu ár sem ég hef setið sem formaður. Hvet ég félagsmenn til að standa saman og þétt við bakið á hvorum öðrum í framtíðinni og stunda skemmtilegt félagsstarf í hestamannafélaginu Neista.

Þorgils Magnússon formaður

17.02.2008 14:46

Myndir frá töltmótinu !


Töltmót var haldið sl.föstudag í reiðhöllinni á Blönduósi.  Áhorfendur voru margir og mótið skemmtilegt.  Hér koma myndir frá mótinu og úrslit.



A-ÚRSLIT . OPINN FLOKKUR.

Helga Una Björnsdóttir Samba Frá Miðhópi 6,33

Herdís Einarsdóttir Huldumey frá Grafarkoti 6,17

Tryggvi Björnsson Óratoría Syðri Sandhólum 6,17

Ólafur Magnússon Eðall frá Orrastöðum 5,83

Víðir Kristjánsson Djákni frá Stekkjardal 5,67 vann B úrslit.

B-ÚRSLIT.

Víðir Kristjánsson Djákni frá Stekkjardal 6,33

Ingunn Reynisdótttir Rakel frá Sigmundarstöðum 6,17

Jóhann Albertsson Tvistur frá Gauksmýri 5,83

Sigríður Lárusdóttir Erla frá Gauksmýri 5,67

Heimir Þór Gleði frá Sveinsstöðum 5,0



ÁHUGAMANNAFLOKKUR.

Þórólfur Óli Þokki frá Blönduósi 5,67

Steinbjörn Tryggvason spói frá Þorkellshóli 5,33

Hörður Ríkharðsson Knár frá Steinnesi 5,17

Geir Eyjólfsson Kall frá Dalvík 5,0

Ósvald Indriðason Valur frá Höskuldsstöðum 4,17





Unglingaflokkur.

Harpa Birgisdóttir Þróttur frá Húsavík 5,67

Rakel Rún Garðarsdóttir Lander frá Bergstöðum 5,50

Elísabet Steinbjörnsdóttir Kremi frá Galtanesi 5,0

Jónína Lilja Pálmadóttir Hending frá Sigmundarst. 4,67

Stefán Logi Grímsson Galdur frá Gilá 4,33

Fríða Marý Halldórsdóttir Krapi 4,17






 

 

12.02.2008 17:57

Fyrirlestur um frumtamningar - Taka tvö

Fyrirlestur um frumtamningar - Taka tvö
 
Fyrirlestur Antons Páls Níelssonar verður annaðkvöld miðvikudaginn 13.02 í reiðhöllinni á Blönduósi.  Fyrirlesturinn hefst kl.  20.30.  Mætum öll .  
 
Hestamannafélagið Neisti og félag hrossabænda

11.02.2008 23:13

*Hestakúnstir.*

*Hestakúnstir.*

Næstkomandi sunnudag, þann 17. febrúar, verður haldið námskeið í
Reiðhöllinni Arnargerði. Námskeiðið kallast hestakúnstir og kennari er
Tina Niewert. Á námskeiðinu er farið í hvernig hægt er að fá hestinn til
að gera ýmsar æfingar sem hann gerir í náttúrunni án þess að vera á
baki, t.d. að leggjast, hneigja sig, heilsa og spænska skrefið. Misjafnt
er hvað tekst að kenna hestunum en það fer að mestu eftir því hvað þeir
eru móttækilegir og námsfúsir. Byrjað verður á bóklegum tíma, síðan er
sýnikennsla og þá fá þeir sem koma með hesta að spreyta sig. Áætlað er
að hver hópur fái 2svar verklega kennslu.
Námskeiðið er opið öllum og mun kosta 2000 kr.

Skráning er hjá Sonju í síma 452 7174 / 616 7449 og Jóhönnu í síma 452
4012 / 868 1331 fyrir kl. 19 á laugardagskvöld

11.02.2008 14:40

Töltmótið reynt að nýju !

Frestaða töltmótið.

Föstudagskvöldið 15. feb. kl. 20:00. verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í unglingaflokki, áhugamannaflokki og 1. flokki.

Skráningu sé lokið á fimmtudagskvöldið á netfanginu flaga72@simnet .is eða í síma 8679785 eftir kl. 20:00. Staðfesta þarf fyrri skráningar. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur og aldur og upp á hvora hönd riðið er.

Skráningargjald hjá fullorðnum er kr. 1000 og kr. 500 hjá unglingum.

Áhorfendur athugið að það eru komnir nýir áhorfendapallar.

10.02.2008 23:30

Umsóknir í afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ

Auglýst er eftir umsóknum í Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ.
http://isi.is/?nwr_from_page=true&nwr_more=1365&ib_page=121&iw_language=is_I

Framundan er þriðja úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. Til
sjóðsins var stofnað með framlagi úr Menningarsjóði Glitnis og tilgangur
hans er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur
kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Frestur til að skila inn umsóknum fyrir þessa úthlutun rennur út föstudaginn
15. febrúar n.k. Hægt er að nálgast reglugerð um sjóðinn og umsóknareyðublöð
hér <http://isi.is/?ib_page=399&iw_language=is_IS>

Nánari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson, [email protected]. Hægt er að senda
umsóknir á rafrænu formi beint til hans.

07.02.2008 23:09

Töltmóti frestað !!

Töltmótinu frestað

Töltmótinu sem fyrirhugað var að halda í Reiðhöllinni í Arnargerði föstudagskvöldið 8. febrúar hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Fyrirhugað er að halda mótið eftir viku en það verður auglýst nánar síðar

06.02.2008 21:19

Áhugavert þriggja helga námskeið - Uppbygging kynbóta- og sýningarhrossa fyrir áhugafólk!



Námskeið í uppbyggingu kynbóta- og sýningahrossa fyrir áhugafólk. Skráningafrestur að renna út!
(fyrir kl. 24:00, 6. febrúar)

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands vill vekja sérstaka athygli á þessu gagnlega og skemmtilega námskeiði en nokkur pláss eru laus.
Þetta er áhugavert námskeið fyrir hestafólk sem vill sjálft geta undirbúið sín hross undir sýningar, t.d. kynbótasýningar en einnig að sjálfsögðu fyrir þá sem ætla sér að sýna og hafa árangur í sýningum á kynbóta- og keppnishrossum. Námskeiðið hentar því almennt hestafólki sem vill bæta sína reiðmennsku og sitt hross á ítarlegan hátt!

Í upphafi er farið í efni sem miðar að því að undirbúa hestinn og knapann fyrir átökin. Grunnatriði eins og að áseta og ábendingar séu réttar og virkar, að hesturinn sé jafn og samspora, að hann sé í jafnvægi andlega og líkamlega og að sátt sé um taumsamband. Á annari og þriðju helgi verður farið er yfir hvernig hinar ýmsu hlýðniæfingar sem ætlað er að mýkja og styrkja hestinn eru að lokum nýttar til þess að móta hinn heilsteypta sýningarhest. Einnig verður allar helgarnar fræðsla um afmarkað efni sem lýtur að kynbótahrossum, byggingu þeirra og hæfileikum, dómskalanum og reglum kynbótasýninga, járningum og að lokum sýningartækni.

Nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu Landbúnaðarháskólans, www.lbhi.is og þar undir Endurmenntun ? Hestamennska.

Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari, Þorvaldur Kristjánsson, kynbótadómari, Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og Daníel Jónsson, tamninga- og sýningamaður.
Staðsetning: Mið-Fossar í Borgarfirði
Tími: 8. ? 10. febrúar, 14. ? 16. mars og 18. ? 20. apríl kl.17:00, 09:00-17:00 (3x20 kennslustundir)
Verð: Verð: 79.500 kr. Innifalið í verði er öll kennsla, kennslugögn, einnig hesthúspláss, fóður og veitingar á meðan námskeiði stendur.
Skráningar: [email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimilisfang og sími) eða hafið samband í síma 433 5033/ 433 5000/ 843 5302

Hægt er að skrá sig á einstaka helgi sem áheyranda án hests en fá leiðsögn, kennslugögn og veitingar eins og aðrir þátttakendur á námskeiðinu ? hver helgi kostar þá 12.000.- kr

P.s. Þeir sem eru á biðlista á öðrum námskeiðum ættu að kíkja á lýsingu þessa námskeiðs. Minnum einnig á möguleikana er felast í Starfsmenntasjóði bænda til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum (www.bondi.is).

Flettingar í dag: 350
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409577
Samtals gestir: 49740
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:31:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere