Færslur: 2014 Janúar

31.01.2014 11:21

Frestun ísmóts

Góðan daginn.....
 
Nú höfum við tekið þá ákvörðun að fresta mótinu sömum slæmrar veðurspár.  Verður auglýst síðar.
 
Vaxandi norðaustanátt um hádegi, og él. Norðaustan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir síðdegis og á morgun. Hiti um og yfir frostmarki en 2 til 5 stig um tíma.
 
kv
Mótanefnd

29.01.2014 23:38

Ísmót

 

Eins og er þá er veðurspáin þannig að það er erfitt að ráða í hana. Gæti orðið hvasst og snjókoma og kannski ekki.  Ákvörðun verður tekin um hádegisbil á föstudag varðandi mótið.

Mótanefnd

25.01.2014 11:11

Fyrsta mót vetrarins - ístölt

 

 

Fyrsta mót vetrarins í Mótaröð Neista sem er ístölt, verður haldið á Hnjúkatjörn nk. laugardag 1 febrúar kl.11.00, ef að veður og færð leyfir. 

Keppt verður í 3 flokkum í mótaröðinni eins og verið hefur.

  • Flokkur 16 ára og yngri
  • Áhugamannaflokkur
  • Opinn flokkur.

2 keppendur eru inn á í einu. Riðinn er einn leggur hægt tölt og til baka tölt með hraðabreytingum. Aftur tölt með hraðabreytingum og svo yfirferðartölt til baka. Alls fjórar ferðir.  Úrslit eru riðin í hverjum flokki fyrir sig strax eftir forkeppni. Fimm knapar í úrslitum, með þeirri undantekningu þó ef að einhverjir eru jafnir að stigum.

Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir fyrstu skráningu og 1.000 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 1.000 fyrir hverja skráningu.

Skráning sendist á email 
[email protected] fyrir miðnætti fimmtudagskvöldið 30 janúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa líka.

Einnig verður bæjarkeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624
kt. 480269-7139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).


Sama fyrirkomulag verður á mótaröðinni eins og verið hefur varðandi stigasöfnun þ.e. 10 stig fyrir 1 sætið, 8 stig fyrir 2 sætið, 6 stig fyrir 3 sætið og svo 5,4,3,2,1 stig niður í 8 sætið.

Keppendur skrá sig í flokka í upphafi keppni og haldast í þeim flokkum út mótaröðina, með þeim möguleika þó að keppendur mega skrá sig upp um flokk hvenær sem er kjósi þeir það en þá er ekki heimilt að fara til baka og ekki taka þeir með sér þau stig sem að þeir hafi til unnið.  Annars gilda almennt reglur LH, og er bent sérstaklega á reglur um fóta,- og beislisbúnað !

Mótanefnd

23.01.2014 21:15

Tjarnartölt 2014

 

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 25. janúar nk og hefst mótið kl 12:30. Ísinn er spegilsléttur að sögn Jóhanns  svo nú er um að gera að skrá á fyrsta mót ársins.

 

Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit í öllum flokkum.


Riðið verður ein ferð á hægu tölti, 2 ferðir hraðabreytingar og 1 ferð hratt tölt.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 til 2010 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.

Skráning  á netfangið [email protected] . Lokaskráningardagur er  föstudagurinn 24. janúar, skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna hver skráning en 500 hver skráning fyrir börn og unglinga. Skráningargjald má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.

Ef fella þarf mótið niður vegna veðurs birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

04.01.2014 02:20

Frá æskulýðsnefnd

 

 

Pétur Örn Sveinsson og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir í Saurbæ ætla að sjá um reiðkennsluna hjá okkur í vetur. Þau munu byrja með bóklega tíma í Knapamerkjum 1,2,3 og 5 dagana 14. og 16. janúar. Áætlað er að verklegir tímar hefjist viku síðar. Því miður var ekki næg þátttaka í Knapamerki 4. 

Reiðnámskeið fyrir börn munu hefjast í lok mánaðar. 

Þátttakendur á námskeiðum munu fá tímaskipulag námskeiða sent í tölvupósti þegar nær dregur en öll kennsla mun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Eins og áður er sérstök áhersla lögð á að niðurgreiða námskeið fyrir börn og unglinga. Kostnaður fyrir hvern og einn mun liggja fyrir við námskeiðslok. 

Æskulýðsnefndin

  • 1
Flettingar í dag: 467
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 432044
Samtals gestir: 51083
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:08:36

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere