Námskeið vetur 2018Veturinn 2018 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið. Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir ætlar að kenna hjá okkur í vetur og skráning fer fram hjá henni á [email protected] eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 6. janúar.
Pollanámskeið – teymdir- 9 skipti (framhaldsnámskeið í boði) Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Foreldrar/aðstoðarmenn nemanda teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri. Námskeið hefst sunnudaginn 4.febrúar Kennt þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir Verð: 5.000 kr. Utan félags, verð: 5.000 kr.
Pollanámskeið – ekki teymdir – 9 skipti (framhaldnámskeið í boði) Fyrir þau sem eru tilbúin að stjórna sjálf. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegnum leik og þrautir. Ætlað fyrir 7 ára og yngri. Námskeið hefst sunnudaginn 4.febrúar Kennt þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir Verð: 5.000 kr. Utan félags, verð: 5.000 kr.
Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára - 8 skipti (framhaldsnámskeið í boði) Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki. Kennt verður einu sinni í viku Kennt á miðvikudögum Námskeiðið hefst 17. janúar Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð: 14.000 kr. Utan félags, verð: 20.000 kr.
Almennt reiðnámskeið 11 – 14 ára, 8 skipti (framhaldsnámskeið í boði) Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka 11.-14. ára. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki. Kennt verður einu sinni í viku Kennt á miðvikudögum Námskeiðið hefst 17. janúar Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð: 14.000 kr. Utan félags, verð: 20.000 kr.
Knapamerki 1 Verklegi hlutinn:
Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða. Kennt verður einu sinni í viku 14 verklegir og 6 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára Verkleg kennsla er á mánudögum og bókleg kennsla er annan hvern mánudag Námskeiðið hefst 15. janúar Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð: 37.000 kr. með prófi og skírteini Utan félags, verð 45.000 kr. með prófi og skírteini
Knapamerki 2 Verklegi hlutinn:
Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða Kennt verður einu sinni í viku 16 verklegir og 8 bóklegir tímar Verkleg kennsla er á mánudögum og bókleg kennsla er annan hvern mánudag Námskeiðið hefst 15. janúar Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð: 44.400 kr. með prófi og skírteini Utan félags, verð 54.000 kr. með prófi og skírteini
Knapamerki 3 og 4 Mögulega verða knapamerki 3 og 4 kennd ef áhugi er fyrir hendi. Fjöldi tíma, tímasetningar og verð verður gefið upp að loknum síðasta skráningardegi. Þeir sem hafa áhuga mega endilega skrá sig sem fyrst svo hægt sé að ákveða hvort nægar forsendur séu fyrir námskeiðunum.
Einka- eða parakennsla fyrir fullorðna Einstaklingsmiðaðir reiðtímar sem fela í sér að aðstoða nemendur í að ná þeim raunhæfu markmiðum sem þeir setja sér með sjálfan sig og sinn hest jafnt byrjendur sem lengra komna. Kennt verður í formi einka- eða paratíma 45 mínútur í senn. Stefnt á að kenna á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð 6000 kr. fyrir hvert skipti
Einnig er stefnt að því að fá til okkar gestakennara ef áhugi er fyrir hendi og myndi sú kennsla fara fram um helgi. Tvo til þrjá daga í röð.
Frekari upplýsingar um öll námskeiðin gefa:
Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umUm hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is