09.04.2019 22:10

SAH Mótaröðin - Lokamót

 
 

Lokamót SAH mótaraðarinnar verður haldið , laugadaginn 13 apríl - mótið hefst 13:00

Mótið hefst á pollaflokki, en pollaflokkurinn (teymingarflokkur) og barnaflokkurinn(13 ára og yngri) verða riðnir inni (tölt T7)

Aðrir flokkar keppa úti !

Keppt verður úti á beinni braut, þar sem hver knapi hefur tvær ferðir fram og til baka til að sýna þær gangtegundir sem að hann vill
Keppt verður í eftirfarandi flokkum,  17 ára og yngri, áhugamannaflokk og opnum flokki


Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Um er að ræða síðasta mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum


Skráningar berist á netfangið: beri@mail.holar.is eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir

kl. 23:00 föstudaginn  12 apríl


Skráningargjald: fullorðinsflokkur kr. 2.000

Skráningargjald þarf að greiða til þess að skráning sé tekin gild !


Fram komi nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.

Mótanefnd

04.04.2019 14:24

Neistafélagi sigraði B-úrslitin í fjórgangi í KS deildinni í gær.

 

Sigurvegari B-úrslita var Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu og hlutu þau 7,17 í einkunn. Þess má geta að Þórbjörn var yngsti keppandi kvöldins en hann er einungis 6 vetra.

 

Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu

Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu

03.04.2019 15:31

Stórsýning

Breytt dagsetning - 24.apríl klukkan 18:00

 

Þann 24. apríl 2019 fer fram Stórsýning A-Húnvetnskra hestamanna í reiðhöllinni Arnargerði. Hestamenn/eigendur eru hvattir til að taka þátt í þessum viðburði og gleðjast saman eins og hestamönnum einum er lagið.

Hross af öllum toga og á öllum aldri velkomin.

 

Skráningargjald er 2000 kr. fyrir hvert atriði óháð fjölda hrossa.

 

Skráningar berist í tölvupósti á storsyning@gmail.com, en skráningarfrestur er til miðnættis 21.apríl.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja skráningu eru 

IS númer 

Nafn hests og litur

Eigandi

Aðrar upplýsingar um hrossið sé þess óskað 

 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Gunnarsson í síma 8948332

03.04.2019 09:53

Frá Farskólanum

Við í Farskólanum ætlum að bjóða upp á raunfærnimat á móti hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra -FNV  nú í vor ef næg þátttaka fæst (8 -10 manns). 

Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk, sem unnið hefur við tamningar í a.m.k 3 ár og er orðið 23 ára, til að fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga á framhaldsskólastigi. Þessi leið getur stytt námstíma á hestabraut, verulega.

Biðjum ykkur að auglýsa þetta meðal ykkar félaga og við í Farskólanum munum svara öllum spurningum sem upp koma varðandi þetta. Getum einnig komið og kynnt fyrir áhugasömum eða þeir komið við í Farskólanum og fengið nánari upplýsingar.

Einnig má gjarnan senda tölvupóst á heida@farskolinn.is eða johann@farskolinn.is 

ATH. - Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu ef viðkomandi hefur ekki lokið öðru námi en grunnskóla.

27.03.2019 16:04

Styrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið, þar á meðal í Húnavatnssýslum. Markmiðið er halda áfram þeirri miklu uppbyggingu innviða sem hafin er til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.

Saman tilkynntu ráðherrarnir um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum. Á sama tíma er áætlað að verja 1,3 milljörðum króna sérstaklega til landvörslu.

Hestamannafélagið Neisti fær tæplega 1,8 milljón krónur í styrk til að koma upp áningarstað á krossgötum við Vatnsdalshóla.

Glæsilegt og vill stjórn þakka Reiðveganefndinni fyrir þetta.

25.03.2019 09:57

Úrslit Svínavatn

Töltmót og bæjarkeppni á Svínavatni – niðurstöður

 

17 ára og yngri

 1. Inga Rós Suska Feykir frá Stekkjardal 6,0
 2. Ásdís Freyja Grímsdóttir Þruma frá Þingeyrum 3,3

 

Áhugamannaflokkur

 1. Þóranna Másdóttir Ganti frá Dalbæ 6,7
 2. Sólrún Tinna Grímsdóttir Eldborg frá Þjóðólfshaga 6,3
 3. Frosti Richardsson Myrkvi frá Geitaskarði 6,2
 4. Jón Gíslason Vaki frá Hofi 5,0
 5. Guðmundur Sigfússon Spenna frá Blönduósi 4,8

 

Opinn flokkur

 1. Ægir Sigurgeirsson Gítar frá Stekkjardal 7,0
 2. Bergrún Ingólfsdóttir Bikar frá Feti 6,8
 3. Jónína Lílja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri Völlum 6,0
 4. Jón Kristófer Sigmarsson Leikur frá Hæli 5,8
 5. Ásdís Brynja Jónsdóttir Konungur frá Hofi 5,2

 

Bæjarkeppni

 1. Haukur Suska Garðarsson Viðar frá Hvammi 2 7,1  keppti fyrir Syðri Brekku
 2. Bergrún Ingólfsdóttir Katla frá Blönduhlíð 7,0 keppti fyrir Hof
 3. Davíð Jónsson Brimar frá Varmadal 6,3 keppti fyrir Steinnes
 4. Ásdís Freyja Grímsdóttir Þruma frá Þingeyrum 6,2 keppti fyrir Ása
 5. Lara Margrét Jónsdótttir Klaufi frá Hofi 5,8 keppti fyrir Litlu Sveinsstaði

Neisti vill þakka öllum fyrir þátttökuna og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins og þeim bæjum sem styrktu.

 • 1
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 377
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2290800
Samtals gestir: 334713
Tölur uppfærðar: 25.5.2019 11:34:55

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere