18.02.2019 21:36

Aðalfundur 2019

Aðalfundur hestamannafélagsins Neista verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði mánudagskvöldið 25. febrúar.

Dagskrá og nánari tímasetning auglýst síðar í vikunni.

Við hvetjum áhugasama til að mæta og koma málefnum sínum á framfæri.

Stjórn hestamannafélagsins Neista

15.02.2019 10:13

Ráslistar- SAH mótaröðin

Forkeppni hefst 19:30 

Fjórgangur 13 ára og yngri

Opinn flokkur

T7 13 ára og yngri & 14-17 ára

T7 Opinn flokkur 

 

Fjórgangur


13 ára og yngri-Börn

Inga Rós Suska Hauksdóttir, Feykir frá Stekkjadal-13 vetra, rauðstjörnóttur


Opinn flokkur

Á    Hjördís Jónsdóttir, Hríma frá Leysingjastöðum 2- 14 vetra, rauðnösótt

Lara Jónsdóttir, Burkni frá Enni-12 vetra, brúnn

Valur Valsson, Birta frá Flögu- 8 vetra, grá

Á    Berglind Bjarnadóttir, Ósk frá Steinnesi- brún  

Ægir Sigurgeirsson, Gítar frá Stekkjadal-15 vetra, rauður

Bergrún Ingólfsdóttir, Bikar frá Feti- 8 vetra,brúnn

Ásdís Brynja Jónsdóttir, Straumur frá Steinnesi- 8 vetra, rauðblesóttur

Guðjón Gunnarsson, Bassi frá Litla-Laxholti- 6 vetra, brúnn    

Jón K. Sigmarsson, Lyfting frá Hæli- 8 vetra, brún 

Á    Hjördís Jónsdóttir, Snædís frá Brún-8 vetra, leirljósblesótt


T7


13 ára og yngri-Börn & 14-17 ára- Unglingar


Kristín Erla Sævarsdóttir , Fengur frá Höfnum- 21 vetra, brúnn

Inga Rós Suska Hauksdóttir, Feykir frá Stekkjadal- 13 vetra, rauðstjörnóttur

U    Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Glófaxi- 13 vetra

U    Una Ósk Guðmundsdóttir, Bikar frá Skinnastöðum- 10 vetra, rauður

Salka Kristín Ólafsdóttir, Frigg- 18 vetra, rauðblesótt

Magnús Ólafsson, Píla frá Sveinsstöðum- 12 vetra, rauðblesótt 


Opinn flokkur

Á    Hjördís Jónsdóttir, Snædís frá Brún- 8 vetra, leirljósblesótt

Guðjón Gunnarsson, Bassi frá Litla-Laxholti- 6 vetra, brúnn 

Jón K. Sigmarsson, Leikur frá Hæli- 7 vetra, jarpur

Bergrún Ingólfsdóttir, Gustur frá Kálfholti- 8 vetra, jarpur 

Á    Berglind Bjarnadóttir, Dís frá Steinnesi- Bleik

Ólafur Magnússon, Silfurtoppa- 9 vetra, grá 

Á    Björn Ingi Ólafsson, Myrkvi frá Geitaskarði- 9 vetra, brúnn 

Ægir Sigurgeirsson, Hel frá Finnstungu- 7 vetra, grá

Á    Kristín Björk Jónsdóttir, Blakkur frá Leysingjastöðum 2-10 vetra brúnn

Á    Juli Heizer, Hríma frá Leysingjastöðum 2- 14 vetra, rauðnösótt

14.02.2019 10:47

Reiðnámskeið með Benna Líndal


Benedikt Líndal Tamningameistari verður með 2ja daga reiðnámskeið helgina 23.-24.febrúar næstkomandi í reiðhöllinni Arnargerði, Blönduósi.
Hámark 8 þátttakendur.

Kennslufyrirkomulag: Fyrri daginn er kennt þannig að tveir og tveir eru saman í tíma, tvisvar sinnum auk eins bóklegs tíma.
Hver tími 50 mín. Seinni daginn eru einkatímar og einn bóklegur tími, 40 mínútur hver.


Verð: 28.000 kr. alls (með aðstöðu) 
 

Valur Valsson sér um skráningu í síma 8679785 eða  valur@gamar.is

 

 

 

 

 

 

12.02.2019 21:20

SAH - Mótaröðin

 
 

SAH – Mótaröðin

Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði. Föstudagskvöldið 15. febrúar kl. 19:30 verður Fjórgangur og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði.
Keppt verður í flokkum 13 ára og yngri, 14 til 17 ára, áhugamannaflokk og opnum flokki.
Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Um er að ræða fyrsta mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum og verða pizzur í boði eftir mót í þeirra boði.

Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á greiðara tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti.
Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet. Í T7 er riðinn einn hringur á hægu tölti og einn hringur fegurðartölt.

Skráningar berist á netfangið: beri@mail.holar.is eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir kl. 23:00 fimmtudaginn 14. febrúar.
Skráningargjald í yngri flokkum er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum.
Fram komi nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.

Nefndin

 

 

 
 
 
 

06.02.2019 13:00

Mót vetrarins

Mótaröð Neista veturinn 2019

Fjórgangur 15. febrúar
Tölt 8. mars
Ístölt 22. mars
Fimmgangur 5. apríl


Nánar auglýst síðar
Mótanefnd Neista 

 
 
 

22.01.2019 13:36

Námskeið á vegum æskulýðsnefndar

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga eru að hefjast í reiðhöllinni. Boðið er upp á knapamerki 1, almennt reiðnámskeið og pollanámskeið og eru tæplega 30 krakkar skráðir á námskeiðin. Kennt verður á mánudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

 

Pollanámskeið er kennt á sunnudögum frá 13:00-14:00 (2 hópar)

 

Almennt reiðnámskeið er kennt á mánudögum frá 17:00-19:00 (2 hópar)

 

Knapamerki 1 (1 hópur) er kennt á mánudögum og fimmtudögum. Á fimmtudögum eru verklegir tímar frá 17:15-18:00 og á mánudögum eru ýmist bóklegir eða
verklegir tímar frá 19:00-20:30 (sjá nánar á dagatali í reiðhöll).

 

Sigrún Rós kennir knapamerki 1 og Guðrún Rut kennir pollanámskeið og almennt reiðnámskeið.

 

Mynd frá Sonja Suska.

20.01.2019 22:53

Járninganámskeið

Hestamannafélagið Neisti stóð fyrir járninganámskeiði helgina 12.-13. janúar. Kennari var Kristján Elvar Gíslason járningameistari og núverandi íslandsmeistari í járningum. Þátttakendur komu víða af og voru bæði vanir og óvanir. 

Það var gott hljóð í þátttakendum eftir námskeiðið og þykir það hafa tekist vel. Fleiri svipmyndir frá námskeiðinu má sjá í myndaalbumi.


04.01.2019 10:15

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

 

Veturinn 2019 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Guðrúnu Rut á gudrunrut@hotmail.com eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum og þriðjudögum

Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í lok apríl

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr. (að hámarki, verður lækkað ef vel gengur og tekið tillit til þess ef börn hætta eftir hluta annarinnar)

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Námskeið hefst sunnudaginn 3. febrúar

Kennt þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði

Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir Verð: 5.000 kr.

 

Knapamerki

Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið í knapamerkjum. Áhugasamir sendi tölvupóst á solvabakki@simnet.is fyrir 15. janúar með upplýsingum um aldur og fyrri knapamerkjamenntun.

 

  • 1
Flettingar í dag: 599
Gestir í dag: 166
Flettingar í gær: 332
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 2236733
Samtals gestir: 324687
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 22:46:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere