23.06.2017 08:46

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS BORGARNESI 28. júní til 2. júlí 2017


Miðvikudagur 28. júní

Aðalvöllur:

08:30                           Knapafundur
09:30-12:00                Ungmennaflokkur forkeppni
12:00-13:00                Hlé
13:00-14:00                Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni
14:00-                          B flokkur gæðinga forkeppni
                                   Hestar nr. 1-20
                                   Hlé í 15 mín.
                                   Hestar nr. 21-40
                                   Hlé í 15 mín
                                   Hestar nr. 41-

Félagsheimili Skugga:
20:00                          Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:
                                   Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                Hryssur 4 vetra
13:00-17:00                Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)
17:00-18:00                Hryssur 7 vetra og eldri

Fimmtudagur 29. júní

Aðalvöllur:

09:00-11:30                Unglingaflokkur forkeppni
11:30-12:30                Hlé
12:30-14:00                Barnaflokkur forkeppni
14:15                           Forkeppni A flokkur
                                   Hestar nr. 1-20
                                   Hlé í 15 mín
                                   Hestar nr. 21-40
                                   Hlé í 15 mín
                                   Hestar nr. 41-

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                Stóðhestar 4 vetra
12:00-13:00                Hlé
13:00-14:20                Stóðhestar 5 vetra
14:20-15:00                Stóðhestar 6 vetra
15:00-15:15                Hlé
15:15-16:00                Stóðhestar 6 vetra
16:00-17:00                Stóðhestar 7 vetra og eldri

 

Föstudagur 30. júní

Aðalvöllur:

09:00-11:30                Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni
12:30-13:00                Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)
13:00-14:30                Yfirlitssýning hryssur
14:30-14:50                Hlé
14:50-15:30                Barnaflokkur B úrslit
15:30-16:10                Unglingaflokkur B úrslit
16:10-16:50                Ungmennaflokkur B úrslit
16:50-19:00                Hlé
19:00-20:30                100 m fljúgandi skeið
20:30-21:00                B úrslit í tölti opinn flokkur

23:00-03:00                Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu

 

Laugardagur 1. júlí

Aðalvöllur:

10:00-12:00                Yfirlitssýning stóðhestar
13:00-13:40                Barnaflokkur A úrslit
13:40-14:20                Unglingaflokkur A úrslit
14:20-15:00                Ungmennaflokkur A úrslit
15:00-15:40                B úrslit í B flokk
16:00-17:00                Sýning ræktunarbúa
17:00-19:00                Hlé
19:00-19:40                A flokkur gæðinga B úrslit
19:40-20:20                Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit
20:20-21:20                Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00                Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)

 

Sunnudagur 2. júlí

Aðalvöllur:

10:00-11:30                Hryssur verðlaunaafhending
12:00-12:30                B flokkur gæðinga A úrslit
12:30-13:15                Stóðhestar verðlaunaafhending
13:30:14:10                A flokkur gæðinga A úrslit
14:10                          Mótsslit

16.06.2017 22:47

Úrslit úrtöku fyrir FM

Hestamannafélagið Neisti má senda fjóra fulltrúa á Fjórðungsmót í hverjum flokki. Úrslit kvöldsins urðu þessi:


Ungmennaflokkur

1. Ásdís Brynja og Keisari frá Hofi   8,04
2. Jón Ægir og Taktur frá Fagranesi  7,65


Unglingaflokkur

1. Ásdís Freyja og Pipar frá Reykjum  7,98
2. Lilja og Helena frá Hvammi 2   7,75
3. Sólrún Tinna og Grýla frá Reykjum  7,25


Barnaflokkur        

1.  Inga Rós og Feykir frá Stekkjardal  7,91


B flokkur

1. Ásdís Brynja og Þjónn frá Hofi   8,24
2. Lara M. og Króna frá Hofi  8,16
3. Berglind og Mirra frá Ytri - Löngumýri  8,12
4. Karen Ósk og Stika frá Blönduósi  8,11

5. Veronika og Rós frá Sveinsstöðum  8,10
6. Eline og Birta frá Kaldbak  7,99
7. Helgi og Hlynur frá Haukatungu  7,51

A flokkur

1. Ísólfur og Konungur frá Hofi  8,36
2. Ísólfur og Ólga frá Árholti  8,30
3. Elin Ros og Dofri frá Steinnesi  8,19
4. Valur og Birta frá Flögu  8,14
5. Ólafur og Abel frá Sveinsstöðum  8,13
6. Eline og Klaufi frá Hofi  8,11

15.06.2017 22:51

17. júní dagskrá á Blönduósi

 

08:00             Fánar dregnir að hún
10:00-20:00  Sundlaug Blönduóss opin
10:00-17:00  Heimilisiðnaðarsafnið opið
11:00             Guðþjónusta í Blönduóskirkju
11:00-12:00  Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33
12:30             Andlitsmálun fyrir framan leikskólann að Hólabraut 17
                      Helíumblöðrur og sælgæti til sölu á staðnum (ath enginn posi á staðnum).
13:30            Skrúðganga frá leikskólanum að félagsheimilinu
                      Hátíðardagskrá við félagsheimilið:
                      Hugvekja, fjallkona, hátíðarræða og tónlistaratriði
16:30 -17:15 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir)
17:15- 18:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu
20:00-20:50 Kvöldskemmtun Smábæjaleika Arion banka í íþróttahúsinu
                      Allir velkomnir


Boðið er upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli þann 17. júní. Einnig bjóðum við upp á flug síðdegis á föstudag og sunnudag. Allt flug fer þó eftir veðri.
Verð fyrir stutt flug kr. 2000 pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug kr.3000 pr. sæti. Æskilegt að 3 bóki sig saman en ekki skylda. Pantanir í síma 898 5695 Magnús.Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti

15.06.2017 15:54

Dagskrá og ráslistar - úrtaka fyrir FM

20:00 Ungmennaflokkur

Ásdís Brynja og Keisari frá Hofi
Jón Ægir og Taktur frá Fagranesi


20:10 Unglingaflokkur

Ásdís Freyja og Pipar frá Reykjum
Lilja og Helena frá Hvammi 2
Sólrún Tinna og Grýla frá Reykjum


20:25 Barnaflokkur        

Inga Rós og Feykir frá Stekkjardal


20:30 B flokkur

Veronika og Rós frá Sveinsstöðum
Lara M. og Króna frá Hofi
Ásdís Brynja og Þjónn frá Hofi
Sigurður og Hlynur frá Haukatungu
Eline og Birta frá Kaldbak
Karen Ósk og Stika frá Blönduósi
Berglind og Mirra frá Ytri - Löngumýri


21:00 A flokkur

Ísólfur og Konungur frá Hofi
Ólafur og Abel frá Sveinsstöðum
Eline og Klaufi frá Hofi
Elin Ros og Dofri frá Steinnesi
Valur og Birta frá Flögu
Ísólfur og Ólga frá Árholti

11.06.2017 09:20

Reiðkennsla hjá Fanneyju

Fanney kemur til okkar að kenna miðvikudaginn 14. júní klukkan 17:00. Þeir sem vilja taka þátt skulu skrá sig fyrir klukkan 21:00 þriðjudagskvöldið 13. júní á heneisti@gmail.com. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir keppni og þá sem vilja bæta reiðhestinn sinn. Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni eða á hringvellinum (eftir því hvað hentar).
Verð: - 2.000 kr fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr fyrir fullorðna.

 

 

08.06.2017 10:22

 

Úrtaka hestamannafélagsins Neista vegna fjórðungsmóts Vesturlands sem haldið verður 28. júní til 2. júlí.

 

Föstudaginn 16. júní kl. 20:00 verður haldin úrtaka vegna fjóðungsmóts á Skeiðvellinum Blönduósi. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Skráning fer fram á Sportfeng og skal lokið miðvikudagskvöldið 14. júní.

Skráningargjöld í fulloðins- og ungmennaflokki er kr. 3000 en 2.500 kr í unglinga og barnaflokki.

Mótanefnd Neista.

06.06.2017 13:27

Kvennareið 2017

Eftir allt of langa bið er komið að því !! Kvennareið okkar Austur-Húnvetnskra kvenna barnfæddum og aðfluttum verður haldin næstkomandi laugardag þann 10. júní. Víkingaþema! Farið verður í hnakkinn kl: 18:00 frá Meðalheimi, þaðan riðið í Reyki og endað á Mosfelli. Fjölmennum, skemmtum okkur og njótum samverunnar! Þàtttökugjald er 3.000.- Skráning fyrir miðvikudagskvöldið 7. júní í einkaskilaboðum á facebook, á svanaing@gmail.com eða í síma 692-9895. Beitarhólf er fyrir hross um nóttina!

No automatic alt text available.

02.06.2017 22:09

Karlareið!

 

Ákveðið er að árleg karlareið fari fram föstudaginn 09.06. næstkomandi. Beðið var lengi eftir nothæfum ís á vötnum til að þar gæti farið fram karlareið en nú á síðustu dögum hafa þær vonir algjörlega gefið upp öndina.  En karlareið verður engu að síður og sem sagt á föstudaginn ætlum við að safnast saman við Akur og ríða sem leið liggur að Húnsstöðum og síðan þar sem leið liggur í reiðhöllina. Þar grillum við að venju og höfum glaða stund.  Áætlað er að leggja af stað um kl.18:00 frá Akri.  Þátttökugjald er kr. 3000.  Komum með góða skapið og höfum af þessu gaman.  Þátttka tilkynnist fyrir 7. júní n.k. til Páls í síma 8484284, Jóns Geirs í síma 8972053 eða Kristján í síma 8921713.

Nefndin.

25.05.2017 19:20

Næsta námskeið hjá Fanneyju

 

Fanney kemur aftur til okkar á laugardaginn næsta.
Þeir sem vilja taka þátt skulu skrá sig fyrir klukkan 21:00 föstudagskvöldið 26. maí á heneisti@gmail.com
Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir keppni og þá sem vilja bæta reiðhestinn sinn.

Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni og á hringvellinum.
Verð: - 2.000 kr skiptið fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr skiptið fyrir fullorðna.

17.05.2017 21:59

Námskeið hjá Fanneyju!

 

Fanney Dögg ætlar að koma til okkar og vera með námskeið þar sem lögð verður áhersla á undirbúning fyrir keppni.
Þetta verða þrjú skipti fyrir úrtöku fyrir Fjórðungsmót sem stefnt er á að fari fram 16. júní á Blönduósvelli (nánar auglýst síðar).
Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni og á hringvellinum.

Dagsetningarnar eru sunnudagurinn 21. maí, laugardagurinn 27. maí og sunnudagurinn 4. júní.
Verð: - 2.000 kr skiptið fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr skiptið fyrir fullorðna.

Skráning á heneisti@gmail.com , hægt að skrá sig í 1, 2 eða 3 skipti. Síðasti skráningardagur er 20. maí.
 

 

17.05.2017 14:12

Belgískur meistari!

 

Lara Margrét Jónsdóttir stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum,  sem haldið verður í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu T4, (slaktaumatölt), og enduðu auk þess í þriðja sæti í fjórgangi. Þær stöllur munu taka þátt í fleiri mótum í Hollandi og Belgíu á næstunni á leið sinni að markmiðinu.

Ásdís Brynja Jónsdóttir stefnir einnig á að komast á Heimsmeistramótið í hestaíþróttum í fimmgangi á Sleipni frá Runnum.
 

12.05.2017 12:11

Fjórðungsmót Vesturlands

Tilkynning frá mótshöldurum

Eins og ykkur er kunnugt verður Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017.  Framkvæmdaaðilar mótsins eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt á mótinu félagsmenn í hestamannafélögunum á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.

Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar þ.e. A og B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki 

Þá verður tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri.  Þá er stefnt að keppni í 100 m fljúgandi skeiði, 150 og 250 m skeiði.  Vegleg verðlaun verða fyrir fyrsta sætið í tölti og 100 m skeiði.   

Keppendur skrá sig sjálfir í tölt opinn flokk, tölt 17 ára og yngri og skeiðgreinar. 

Stefnt er að því að sem flestir geti fengið pláss fyrir sín hross í hesthúsum í Borgarnesi en einhverjir geta þurft að vera í næsta nágrenni.  Þó verður mikilvægt að þau hross sem lokið hafa keppni fari strax að lokinni keppni frá Borgarnesi þannig að rými verði fyrir þá sem eftir eiga að keppa.  Tekið skal fram að stefnt er að því að hvert félag sem eigi keppnisrétt á fjórðungsmótinu fái ákveðin hesthús til umráða og það verði síðan þeirra að ákveða um nýtingu á viðkomandi húsi/húsum þannig að einstakir keppendur eiga ekki sjálfir að útvega sér hesthúspláss í Borgarnesi.  Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag hvað þetta varðar síðar.    

Vekja má athygli á því að aðgangseyri verður mjög í hóf stillt eða 2.500 kr. og síðan getur hver og einn ákveðið hvað hann verður lengi á mótinu t.d. einn dag eða allt mótið.  Tjaldstæði með rafmagni verða á Kárastaðatúni (milli þéttbýlisins í Borgarnesi og mótssvæðisins).  Selt verður sérstaklega inn á tjaldstæðið og fyrir afnot af rafmagni.

Sýning á kynbótahrossum verður í umsjá RML en fjöldi þeirra verður þessi:

Stóðhestar 4 v., 5 v. og 6 v. verða 8 í hverjum flokki en 6 í flokki 7 v. og eldri eða samtals 30 stóðhestar.

Hryssur 4 v. verða 8, 5 v. verða 14, 6 v. verða 10 og 7 v. og eldri verða 6 eða samtals 38.

Samtals munu því 68 kynbótahross eiga rétt til að mæta á fjórðungsmótið.

Miðað er við að kynbótahross verði að lágmarki að vera í 25% eigu aðila sem á lögheimili á svæði þeirra hestamannafélaga sem eiga keppnisrétt á mótinu (Vesturland, Vestfirðir, Húnavatnssýslur og Skagafjörður). 

  • 1
Flettingar í dag: 503
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 103
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1888984
Samtals gestir: 276304
Tölur uppfærðar: 28.6.2017 08:50:51

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere