16.10.2024 20:17Reiðnámskeið fyrir lengra komna unglingaReiðtímar á kennsluhestum Á námskeiðinu fá nemendur vel þjálfaða kennsluhesta sem að reiðkennarinn úthlutar.
Um námskeiðið: Hestamannafélagið Neisti ætlar í samstarfi við Sigríði Vöku að bjóða uppá námskeið á kennsluhestum
Námskeiðið er dagana 21. október (sýnikennsla), 22. október,
Námskeiðið er eingöngu hugsað fyrir lengra komna unglinga.
Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið og einnig Skrifað af Hafrún 14.10.2024 18:42Fundur með æskulýðsnefndÆskulýðsnefnd Neista boðar börn, foreldra og alla þá sem hafa áhuga á barnastarfi hjá hestamannafélaginu á pizzufund kl 18:00 mánudaginn 28. Oktober í reiðhöllinni þar sem verður farið yfir vetrastarfið og öllum gefinn kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þarna verða ýmis mál tekin fyrir eins og kaffisala á mótum, starfsemi félagshesthússins og þátttaka á sýningunni „æskan og hesturinn“. Við ætlum að bjóða uppá pizzu og djús og því viljum við biðja fólk um að skrá sig (bæði börn og fullorðnir) í ummælum á facebook síðu félagsins eða í facebookhópnum "Félagsmenn Neista" Hlökkum til að sjá ykkur og skipuleggja vetrarstarfið með ykkur. Æskulýðsnefnd Neista Heiða, Kristín Birna, Guðný Ósk, Kristín J og Auður Skrifað af Hafrún 02.10.2024 18:16Reiðnámskeið - haust 2024Ásetuæfingar: Áseta knapa og virkni hans í hnakknum hefur mikil áhrif á jafnvægi, líkamsbeitingu Í ásetuæfingum er það reiðkennarinn sem stjórnar hestinum í hringtaum
Um námskeiðið: Hestamannafélagið Neisti býður uppá tvö, 2ja daga námskeið fyrir
Námskeið 1: Dagana 7. og 10 október Námskeið 2: Dagana 14. og 17. október
Kennslufyrirkomulagið verða einkatímar, 20 mín hver tími. Reiðkennari er Sigríður Vaka Verð 10.000 kr fyrir félagsmenn
Skrifað af Hafrún 19.09.2024 12:59Haustfundur NeistaHaustfundur Hestamannafélagsins Neista verður haldinn Fimmtudaginn 26. september kl 20:00 í reiðhöllinni Arnargerði Hvetjum alla félagsmenn til að mæta Stjórnin Skrifað af Hafrún 17.07.2024 21:23Torfæra í KleifarhorniTorfæra í Kleifarhorni Laugardaginn 20. júlí klukkan 11:00 - 17:00 fer fram torfæra í Námunni við keppnisvöllinn okkar. Ekki má ríða á keppnisvellinum á meðan. Pössum uppá öryggið! Skrifað af Hafrún 08.07.2024 12:19Landsmót hestamanna 2024Þá er landsmóti hestamanna í Reykjavík lokið að þessu sinni. Við hjá hestamannafélaginu Neista áttum flotta fulltrúa á mótinu og erum við virkilega stolt af þeim! Í öllum flokkum voru virkilega sterkir hestar sem gerðu mótið spennandi og skemmtilegt
Í A flokki áttum við tvo fulltrúa, Viðar frá Hvammi og Hátíð frá Söðulsholti. Lilja Maria Suska keppti á Viðari og hlutu þau 8.35 í einunn. Ásdís Brynja Jónsdóttir keppti á Hátíð og hlutu þær 8.26 í einkunn.
Í B flokki áttum við líka tvo fulltrúa, Húnu frá Kagaðarhóli og Mídas frá Köldukinn 2. Glódís Rún Sigurðardóttir keppti á Húnu og hlutu þær 8.51 í einkunn. Egill Þórir Bjarnason keppti á Mídasi og hlutu þeir 8.26 í einkunn.
Fyrir okkar hönd fór eitt ungmenni á mótið, hún Inga Rós Suska Hauksdóttir. Hún keppti á merinni Freistingu frá Miðsitju og hlutu þær 8.04 í einkunn.
Systurnar Sunna Margrét og Salka Kristín Ólafsdætur kepptu í unglingaflokk. Sunna keppti á Topp frá Litlu-Reykjum og hlutu þau 8.27 í einkunn. Salka keppti á Gleði frá Skagaströnd og hlutu þær 8.21 í einkunn
Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu fulltrúum okkar, í sömu röð og þau eru talin upp hér að ofan.
Skrifað af Hafrún 22.06.2024 13:01Frjálslegt gæðingamót - Sunnudaginn 23. JúníDagskrá á frjálslegu gæðingamóti Sunnudaginn23. Júní
Kl. 13:00 stundvíslega hefst keppni - B-flokkur gæðinga - forkeppni. - Barnaflokkur og Polli – forkeppni - A-flokkur úrslitakeppni - Gæðingatölt 4 holl í forkeppni og úrslitakeppnií beinu framhaldi. - Börn og Polli, úrslitakeppni - Hlé, grillaðar pylsur og drykkur. ( um kl. 15:30). - B-flokkur úrslitakeppni Mótsslit og almennur fögnuður. Ráslistar.
Athugasemdir og fyrirspurnir berist Sigga eðaHödda. Skrifað af Hafrún 13.06.2024 11:14Gæðingamót - Sunnudaginn 23. júníGæðingamót Sunnudaginn 23. júní verður haldin gæðingakeppni með frjálslegu sniði á skeiðvellinum í Kleifarhornsnámu. Keppt verður í : - Barnaflokki - Unglingaflokki - B - flokki gæðinga - A - flokki gæðinga - Gæðingatölti. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir börn og unglinga en 2.500 kr. fyrir fullorðna. Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 21. júní og berist skráningar á netfangið [email protected] en greiðslur inn á reikning 0307 - 26 - 055624. Mótið verður ekki á Horseday appinu og árangur ekki skráður á hross. Mótið hefst kl. 13:00 en ráslistar og dagskrá birtist á laugardaginn 22. júní. Stefni í líflegt mót og gott veður verða mögulega grillaðar pylsur í boði. Hafi fólk ábendingar eða skorti upplýsingar má hafa samband við Sigga í síma 8882050 eða Hödda í síma 8940081. Skrifað af Hafrún 02.06.2024 11:38Gæðingamót Þyts, Neista og Snarfara / Úrtaka fyrir Landsmót í Reykjavík 2024Úrtaka og félagsmót hestamannafélaganna Þyts, Neista og Snarfara fer fram dagana 8 - 9 júní. Mótið verður haldið á vellinum á Hvammstanga. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. júní inn á skráningakerfi Sportfengs Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Í Gæðingatölti verður opinn flokkur Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343
Skrifað af Hafrún 21.03.2024 19:35SmalamótÞann 29. Mars ætlum við að halda smalamót. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Skrifað af Guðrún 14.03.2024 12:38Fræðslukvöld með Vali ValssyniFræðslukvöld með Vali Valssyni Þriðjudaginn 19. Mars kl 20:00 býður Neisti félagsmönnum sínum á fyrirlestur með Vali gæðingadómara í reiðhöllinni Arnargerði. Valur verður með almenna kynningu á reglum gæðingakeppninnar og keppnisformi. Hvort sem þú stefnir á að keppa eða hefur áhuga á gæðingakeppni almennt hvetjum við alla til að mæta og fræðast um hvað það er sem dómarar eru að skoða þegar hestur er í keppnisbraut. Frítt fyrir félagsmenn, 500 kr fyrir aðra. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Stjórn Neista Skrifað af Hafrún 08.03.2024 17:03Úrslit í fjórgang
Unglingaflokkur 2. Flokkur 1. Flokkur Skrifað af Guðrún 27.02.2024 17:50Vilko mótaröð Neista - Fjórgangur
Þann 7. Mars kl. 18:00 verður haldið annað mót vetrarins. Keppt verður í V1 í 1. og 2. flokk, og V5 í unglingaflokk. Barnaflokkur keppir í tvígang (skráð sem þrígangur á sportfeng). Ef skráð er eftir að skráningafresti lýkur er gjaldið 4000 kr. Skráningargjald verður að greiða svo skráning sé gild, og þarf að senda kvittun á [email protected] skráningarfresti lýkur 4.Mars kl. 23:59 skráning fer í gegnum sportfengur.com Skrifað af Guðrún 11.02.2024 07:17Aðalfundur Hestamannafélagsins NeistaBoðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Neista þann 19.2.2023. Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Neista,
Hafrún Ýr Halldórsdóttir,
formaður
Skrifað af selma 02.02.2024 21:35Þrígangur - úrslit
Fyrsta mót vetrarins var í gær og tókst frábærlega, margt um mann og hesta í höllinni.
Pollarnir Sveinbjörn Óskar á Tangó og Camilla Líndal á Hriflu hófu mótaröð vetrarins með nokkrum góðum hringjum, aldeilis vel ríðandi.
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
2. flokkur: 1. Guðrún Tinna- Toppur frá Litlu-Reykjum - 6.333
2-3. Katharina- Dadda frá Leysingjastöðum- 6.167
2-3. Hafrún Ýr- Gjöf frá Steinnesi - 6.167
4. Kristín Jósteinsdóttir- Garri frá Sveinstöðum- 5.667
5. Kristín Birna- Sóldögg frá Naustum III - 5.333
1. flokkur:
Skrifað af Selma Flettingar í dag: 447 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 869 Gestir í gær: 59 Samtals flettingar: 705559 Samtals gestir: 76256 Tölur uppfærðar: 5.11.2024 04:52:55 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is