04.01.2019 10:15

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

 

Veturinn 2019 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Guðrúnu Rut á gudrunrut@hotmail.com eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum og þriðjudögum

Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í lok apríl

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr. (að hámarki, verður lækkað ef vel gengur og tekið tillit til þess ef börn hætta eftir hluta annarinnar)

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Námskeið hefst sunnudaginn 3. febrúar

Kennt þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði

Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir Verð: 5.000 kr.

 

Knapamerki

Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið í knapamerkjum. Áhugasamir sendi tölvupóst á solvabakki@simnet.is fyrir 15. janúar með upplýsingum um aldur og fyrri knapamerkjamenntun.

 

22.11.2018 19:19

Búgreinahátíð 2018

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 17. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur. 


Knapi ársins 2018 hjá Hestamannafélaginu Neista er Bergrún Ingólfsdóttir.
 

 
 

Bergrún stóð sig vel á liðnu keppnistímabili. Hún tók þátt í vetrarmótum með góðum árangri og á sameiginleigu úrtökumóti Neista, Snarfara og Þyts stóð hún sig vel og reið til úrslita í A- flokki, B-flokki og tölti.Hún er mikil fagmanneskja og til fyrirmyndar þegar kemur að þjálfun og umhirðu hrossa. Bergrún er fyrirmyndar knapi innan vallar sem utan og erum við stolt að veita henni þessa viðurkenningu.

Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin og ræktunarbú ársins.  


Viðurkenningar 2018:

Ræktunarbú 2018 
Steinnes 

Hryssur 4. vetra
Stikla frá Síðu, a.e. 7.52

Hryssur 5. vetra
Krækja frá Sauðanesi, a.e. 7.89
 

Hryssur 6. vetra
Kúnst frá Steinnesi, a.e. 8.23

 

Hryssur 7. vetra og eldri
Þyrnirós frá Skagaströnd, a.e. 8.36

 


Stóðhestar 4. vetra
Korpur frá Steinnesi, a.e. 8.23
Hlaut einnig Blöndalsbikarinn

 
 

Stóðhestar 5. vetra
Kleó frá Hofi, a.e. 8.27

 

Stóðhestar 6. vetra
Mugison frá Hæli, a.e. 8.55
Hlaut einnig Fengsbikarinn fyrir hæst dæmda Kynbótahrossið í A-Hún. 

 

Stóðhestar 7. vetra og eldri
Vegur frá Kagaðarhóli, a.e. 8.53

 
 
  

  • 1
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 2062
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 2212855
Samtals gestir: 320973
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 19:40:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere