02.10.2024 20:16

Reiðnámskeið - haust 2024

Ásetuæfingar:

Áseta knapa og virkni hans í hnakknum hefur mikil áhrif á jafnvægi, líkamsbeitingu 
og hreyfingar hestsins.

Í ásetuæfingum er það reiðkennarinn sem stjórnar hestinum í hringtaum
en knapinn getur einbeitt sér alfarið að sinni ásetu og unnið í því að 
bæta jafnvægi sitt, líkamsstöðu og tilfinningu.

 

Um námskeiðið:

Hestamannafélagið Neisti býður uppá tvö, 2ja daga námskeið fyrir
börn, unglinga og ungmenni. Það eina sem nemendurnir þurfa að mæta með er hjálmur.
Hestar og búnaður fyrir þau er á staðnum en þó mega nemendur mæta með sinn hnakk.

 

Námskeið 1: Dagana 7. og 10 október

Námskeið 2: Dagana 14. og 17. október

 

Kennslufyrirkomulagið verða einkatímar, 20 mín hver tími.
Það eru takmörkuð pláss í boði á námskeiðin. Hægt er að senda
tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið.

Reiðkennari er Sigríður Vaka

Verð 10.000 kr fyrir félagsmenn
Verð 12.000 kr fyrir utanfélagsmenn
Félagsmenn Neista ganga fyrir

 

19.09.2024 12:59

Haustfundur Neista

Haustfundur Hestamannafélagsins Neista verður haldinn

Fimmtudaginn 26. september kl 20:00 í reiðhöllinni Arnargerði

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta

Stjórnin

 

17.07.2024 21:23

Torfæra í Kleifarhorni

? Torfæra í Kleifarhorni ?

Laugardaginn 20. júlí klukkan 11:00 - 17:00 fer fram torfæra í Námunni við keppnisvöllinn okkar.

Ekki má ríða á keppnisvellinum á meðan.

Pössum uppá öryggið!

08.07.2024 12:19

Landsmót hestamanna 2024

Þá er landsmóti hestamanna í Reykjavík lokið að þessu sinni. Við hjá hestamannafélaginu Neista áttum flotta fulltrúa á mótinu og erum við virkilega stolt af þeim! Í öllum flokkum voru virkilega sterkir hestar sem gerðu mótið spennandi og skemmtilegt

 

Í A flokki áttum við tvo fulltrúa, Viðar frá Hvammi og Hátíð frá Söðulsholti. Lilja Maria Suska keppti á Viðari og hlutu þau 8.35 í einunn. Ásdís Brynja Jónsdóttir keppti á Hátíð og hlutu þær 8.26 í einkunn.

 

Í B flokki áttum við líka tvo fulltrúa, Húnu frá Kagaðarhóli og Mídas frá Köldukinn 2. Glódís Rún Sigurðardóttir keppti á Húnu og hlutu þær 8.51 í einkunn. Egill Þórir Bjarnason keppti á Mídasi og hlutu þeir 8.26 í einkunn.

 

Fyrir okkar hönd fór eitt ungmenni á mótið, hún Inga Rós Suska Hauksdóttir. Hún keppti á merinni Freistingu frá Miðsitju og hlutu þær 8.04 í einkunn.

 

Systurnar Sunna Margrét og Salka Kristín Ólafsdætur kepptu í unglingaflokk. Sunna keppti á Topp frá Litlu-Reykjum og hlutu þau 8.27 í einkunn. Salka keppti á Gleði frá Skagaströnd og hlutu þær 8.21 í einkunn

 

Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu fulltrúum okkar, í sömu röð og þau eru talin upp hér að ofan.

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.06.2024 13:01

Frjálslegt gæðingamót - Sunnudaginn 23. Júní

Dagskrá á frjálslegu gæðingamóti Sunnudaginn23. Júní

 

Kl. 13:00 stundvíslega hefst keppni

- B-flokkur gæðinga - forkeppni.

- Barnaflokkur og Polli – forkeppni

- A-flokkur úrslitakeppni

- Gæðingatölt 4 holl í forkeppni og úrslitakeppnií beinu framhaldi.

- Börn og Polli, úrslitakeppni

- Hlé, grillaðar pylsur og drykkur.  ( um kl. 15:30).

- B-flokkur úrslitakeppni

Mótsslit og almennur fögnuður.

Ráslistar.

 

 

 

 

 

B - flokkur

 

 

 

1

Gjöf frá Steinnesi

Aron Halldórsson

 

2

Aðalsteinn frá Geitaskarði

Pétur Ari Pétursson

 

3

Glóð frá Stóra-Hofi

Frosti Richardsson

 

4

Framtíð frá Hæli

Sara Bönlykke

 

5

Júpíter frá Stóradal

Camilla Johanna Czichowsky

 

6

Spenna frá Blönduósi

Guðmundur Sigfússon

 

7

Aragon frá Fremri-Gufudal

Aron Halldórsson

 

8

Óskastjarna frá Blönduósi

Hörður Ríkharðsson 

 

 

 

 

 

Barna - Pollaflokkur

 

 

 

1

Henrý frá Kjalarlandi

Halldóra Líndal Magnúsdóttir

 

2

Erla frá Kjalarlandi

Katrín Sara Reynisdóttir

 

3

Börkur frá Brekkukoti

Margrét Viðja Jakobsdóttir

 

4

Harpa frá Kjalarlandi

Camilla Líndal Magnúsdóttir

 

5

Elddór frá Kjalarlandi

Halldóra Líndal Magnúsdóttir

 

 

 

 

 

A- flokkur

 

 

 

1

Kolsá frá Kirkjubæ

Jón Kristófer Sigmarsson 

 

2

Þrá frá Þingeyrum

Hörður Ríkharðsson 

 

 

 

 

 

 

 

Gæðingatölt

 

 

 

1

Ljósfari frá Grænhlíð

Hera Rakel Blöndal

 

1

Garpur frá Lækjardal

Anna Knak

 

2

Dimma frá Geitaskarði

Frosti Richardsson

 

2

Púma frá Grænuhlíð

Sara Bönlykke

 

3

Fylkir frá Hæli

Kira Knak

 

3

Aðalsteinn frá Geitaskarði

Pétur Ari Pétursson

 

4

Júpíter frá Stóradal

Camilla Johanna Czichowsky

 

4

Jarpur frá Reykjavík

Guðrún Tinna Rúnarsdóttir

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir og fyrirspurnir berist Sigga eðaHödda.

13.06.2024 11:14

Gæðingamót - Sunnudaginn 23. júní

? Gæðingamót ?

Sunnudaginn 23. júní verður haldin gæðingakeppni með frjálslegu sniði á skeiðvellinum í Kleifarhornsnámu.

Keppt verður í :

- Barnaflokki

- Unglingaflokki

- B - flokki gæðinga

- A - flokki gæðinga

- Gæðingatölti.

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir börn og unglinga en 2.500 kr. fyrir fullorðna.

Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 21. júní og berist skráningar á netfangið [email protected] en greiðslur inn á reikning 0307 - 26 - 055624. Mótið verður ekki á Horseday appinu og árangur ekki skráður á hross.

Mótið hefst kl. 13:00 en ráslistar og dagskrá birtist á laugardaginn 22. júní.

Stefni í líflegt mót og gott veður verða mögulega grillaðar pylsur í boði.

Hafi fólk ábendingar eða skorti upplýsingar má hafa samband við Sigga í síma 8882050 eða Hödda í síma 8940081.

02.06.2024 11:38

Gæðingamót Þyts, Neista og Snarfara / Úrtaka fyrir Landsmót í Reykjavík 2024

Úrtaka og félagsmót hestamannafélaganna Þyts, Neista og Snarfara fer fram dagana 8 - 9 júní.

Mótið verður haldið á vellinum á Hvammstanga.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. júní inn á skráningakerfi Sportfengs 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka.

Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest.

Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Í Gæðingatölti verður opinn flokkur

Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið 

[email protected].

Kt: 550180-0499

Rnr: 0159 - 15 - 200343

 

 
 
 

 

21.03.2024 19:35

Smalamót

 

Þann 29. Mars ætlum við að halda smalamót.
Keppt verður í barnaflokk, unglingaflokk og fullorðinsflokk. Einnig fá pollar að vera með.
Mótið hefst klukkan 16:00.
Skráningu skal senda á messenger á Guðrúnu Tinnu eða á netfangið [email protected] 
Skráningargjald er 1500 kr í alla flokka og skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða það. 
Kt. 480269-7139.      Rn. 0307-26-055624
Skráningar frestur rennur út Þriðjudaginn 26. Mars.

Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280 stig, 270 og svo framvegis. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s. Allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig.
Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig. 
Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska, úr leik.

14.03.2024 12:38

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Þriðjudaginn 19. Mars kl 20:00 býður Neisti félagsmönnum sínum á fyrirlestur með Vali gæðingadómara í reiðhöllinni Arnargerði.

Valur verður með almenna kynningu á reglum gæðingakeppninnar og keppnisformi.

Hvort sem þú stefnir á að keppa eða hefur áhuga á gæðingakeppni almennt hvetjum við alla til að mæta og fræðast um hvað það er sem dómarar eru að skoða þegar hestur er í keppnisbraut.

Frítt fyrir félagsmenn, 500 kr fyrir aðra.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn Neista

 

08.03.2024 17:03

Úrslit í fjórgang

 

Pollaflokkur

Ágúst Ingi - Hryða

Sveinbjörn Óskar - Tangó 

Helena Kristín - Sóldögg

Camilla Líndal - Hrifla

 

Barnaflokkur 

1. Halldóra Líndal Magnúsdóttir- Regína frá Kjalarlandi- 6.00
2. Thelma Rún Sigurbjörnsdóttir- Eldur frá Hnausum ll- 5.83
3-4. Sveinn Óli Þorgilsson- Sædís frá Sveinsstöðum- 5.50
3-4. Katrín Sara Reynisdóttir- Kólfur frá Reykjum- 5.50
5. Rakel Ósk Kristófersdóttir- Órator frá Blönduósi- 4.83

 

 

Unglingaflokkur
1. Salka Kristín Ólafsdóttir- Gleði frá Skagaströnd- 5.63
2-3. Kristín Erla Sævarsdóttir- Lukt frá Kagaðarhóli- 5.13
2-3. Hera Rakel Blönduósi- Ljósfari frá Grænuhlíð- 5.13
4. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir- Prinsessa frá Sveinsstöðum- 5.00

 

2. Flokkur 
1. Katharina Sophia Dietz- Dadda frá Leysingjastöðum ll- 6.20
2-3. Hafrún Ýr Halldórsdóttir- Gjöf frá Steinnesi- 6.10
2-3. Hrafnhildur Björnsdóttir- Fákur frá Árholti- 6.10 
4. Patrik Snær Bjarnason- Hvöt frá Árholti- 6.00
5. Halldór Þorvaldsson- Aragon frá Fremri-Gufudal- 5.90

 

1. Flokkur 
1. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir- Rebekka frá Skagaströnd- 6.20
2. Sigríður Vaka Víkingsdóttir- Áttaviti frá Kagaðarhóli- 5.90
3. Hjördís Jónsdóttir- Tristan frá Leysingjastöðum ll- 5.60
4. Kristín Björk Jónsdóttir- Aría frá Leysingjastöðum- 5.20
5. Frosti Richardsson- Aðalsteinn frá Geitaskarði- 4.40

27.02.2024 17:50

Vilko mótaröð Neista - Fjórgangur

 

Þann 7. Mars kl. 18:00 verður haldið annað mót vetrarins.

Keppt verður í V1 í 1. og 2. flokk, og V5 í unglingaflokk.

Barnaflokkur keppir í tvígang (skráð sem þrígangur á sportfeng).
Einnig verður pollaflokkur.
skráningargjöld eru 3000 kr fyrir fullorðna og 1500 kr fyrir börn.

Ef skráð er eftir að skráningafresti lýkur er gjaldið 4000 kr.

Skráningargjald verður að greiða svo skráning sé gild, og þarf að senda kvittun á [email protected]

skráningarfresti lýkur 4.Mars kl. 23:59

skráning fer í gegnum sportfengur.com

11.02.2024 07:17

Aðalfundur Hestamannafélagsins Neista

 
Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Neista þann 19.2.2023. Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
  1. Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Afgreiðsla reikninga félagsins
  4. Ákvörðun árgjalds
  5. Kosningar skv. 5. gr.
  6. Önnur mál
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Neista,
Hafrún Ýr Halldórsdóttir,
formaður

02.02.2024 21:35

Þrígangur - úrslit

 

Fyrsta mót vetrarins var í gær og tókst frábærlega, margt um mann og hesta í höllinni.

 

Pollarnir Sveinbjörn Óskar á Tangó og Camilla Líndal á Hriflu hófu mótaröð vetrarins með nokkrum góðum hringjum, aldeilis vel ríðandi.

 

 

Barnaflokkur:

 

1. Halldóra Líndal- Regína frá Kjalarlandi - 6
2. Thelma Rún- Eldur frá Hnausum II - 5.833
3. Katrín Sara- Kólfur frá Reykjum - 5.333
4. Margrét Viðja- Roland frá Gýgjarhóli 2- 5.167
5. Rakel Ósk- Órator frá Blönduósi - 5

 

 

Unglingaflokkur:

 
1. Salka Kristín- Gleði frá Blönduósi - 6.5
2. Þórey Helga- Prinsessa frá Sveinsstöðum - 6.167
3. Þóranna Martha- Fákur frá Árholti - 5.333
4. Kristín Erla- Sónata frá Sauðanesi - 5.167
5. Hera Rakel- Ljósfari frá Grænuhlíð - 3.333

 

2. flokkur:

 
1. Guðrún Tinna- Toppur frá Litlu-Reykjum - 6.333
2-3. Katharina- Dadda frá Leysingjastöðum- 6.167
2-3. Hafrún Ýr- Gjöf frá Steinnesi - 6.167
4. Kristín Jósteinsdóttir- Garri frá Sveinstöðum- 5.667
5. Kristín Birna- Sóldögg frá Naustum III - 5.333

 

 

1. flokkur:

1. Elvar Logi- Magdalena frá Lundi - 7.167
2. Guðrún Rut- Rebekka frá Skagaströnd - 6.5
3. Hjördís Jónsd- Tristan frá Leysingjastöðum- 5.667
4. Halla María- Henrý frá Kjalarlandi - 5.333
 

23.01.2024 10:22

1. mót vetrarins

VILKÓ MÓTARÖÐ NEISTA ÞRÍGANGUR

Þann 1. febrúar kl. 18:00 verður fyrsta mót vetrarins haldið og ætlum við að halda þrígang.

Keppt verður í:

Fullorðinsflokk- 1. flokk

Fullorðinsflokk- 2. flokk

Unglingaflokk

Barnaflokk- tvígangur

Pollaflokk

Í þrígangsprógrammi verður sýnt tölt, brokk og stökk.

Í barnaflokki verður keppt í tvígang sem er tölt eða brokk, og fet.

Pollaflokkurinn verður svo eins og vant er.

Skráning fer í gegnum https://www.sportfengur.com/#/home

Ákveðið hefur verið að hafa fyrsta mót vetrarins frítt og hvetjum við alla til þess að koma og vera með.

 

 

 

09.01.2024 12:30

Námskeið með Bjarka Þór

 

 

 

Þann 17. febrúar ætlar Bjarki Þór Gunnarsson að koma til okkar og vera með einkatíma fyrir félagsmenn. Það eru ekki endalaus pláss svo fyrstur kemur fyrstur fær.

Tíminn kostar 8000kr og er 45 mínútur.

Skráninga frestur er til 1. febrúar.

Skráningu þarf að senda á [email protected]

Flettingar í dag: 2623
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 975
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 670647
Samtals gestir: 74275
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 22:50:22

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere