14.11.2012 09:14

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún.

og Hestamannafélagsins Neista


verður haldin laugardaginn 24. nóvember n.k.
í Félagsheimilinu á Blönduósi.


Veislustjóri verður Gísli Einarsson.

Húsið opnað kl. 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða
.
Glæsilegur 4ra rétta kvöldverður.

Hljómsveitin Í sjöunda himni

mun síðan leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Miðaverð kr. 6.500.

Miðapantanir hjá:

Rannveigu og Rúnari    s: 452 4527 / 695 3363
Stefaníu og Bjarka       s: 4524338  / 862 2993
Janine og Pálma           s: 452 4284 / 897 4761
Þórunni og Birgi           s: 452 4572 / 893 2196


Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. nóvember.

13.11.2012 08:31

Almennur félagsfundur


Almennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði, kaffistofu,  miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20.30.

11.11.2012 21:07

Námskeið í vetur


Æskulýðsnefnd Neista er að hefja sitt 12. starfsár í Reiðhöllinni Arnargerði.


Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á.
Mikil þátttaka var á námskeiðin strax á 1. vetri. Helga Thoroddsen og Herdís Reynisdóttir kenndu eldri krökkunum á laugardögum en nefndarmenn voru með yngri krakkana milli 16-18 nokkra daga í viku. Þá gaf Lionsklúbburinn á Blönduósi krökkunum 10 hjálma að gjöf.


Námskeiðin nú í vetur verða öll á sínum stað ef næg þátttaka fæst.

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga:

   byrjendur
   minna vana
   meira vana
   knapamerki 1, 2, 3 og 4 - lágmarks fjöldi í hóp í knapamerkjum eru 4

Bókleg og verkleg kennsla í knapamerkjum hefst snemma í janúar en önnur námskeið byrja í lok janúar.
Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari.

Vinsamlegast skráið ykkur á þau námskeið sem þið hafið áhuga á netfang Neista  fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins. 


Önnur námskeið:

Einnig er fyrirhugað að vera með námskeið fyrir fullorðna í knapamerkjum 1, 2, 3 og 4 ef næg þátttaka fæst.
Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari.
Vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins.

Ef einhverjar óskir eru um önnur námskeið endilega látið vita um það á netfang Neista.


Sonja Noack útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum sl. vor og hefur áhuga á að kenna allt það sem okkur dettur í hug. Ef einhver hefur t.d. misst kjarkinn og á erfitt með að fara aftur á hestbak þá getur hún verið með námskeið fyrir þá. 




Æskulýðsnefnd

24.10.2012 09:55

Naflaskoðun nauðsynleg


Flýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi?
Gunnar Steinn Pálsson almannatengill hélt afar eftirtektarvert erindi á Landsþingi LH, þar hvatti hann til endurskoðunar á stefnunni. Þeir sem halda um valdataumana og eiga að vera ábyrgir fyrir samstöðu meðal hestamanna þurfi að finna leiðir til lausnar.

Sjá má myndband frá erindinu hér:

21.10.2012 10:29

Landsþingið


Mjög góðu Landsþingi lauk í gær og á Neisti nú fulltrúa í varastjórn LH, Sigurð Örn Ágústsson, til hamingju með það.

Mörg góð erindi voru flutt á þinginu.
Gunnar Steinn Pálsson var með mjög þarft erindi um hvert við hestamenn stefnum: Flýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi?

Freyja Imsland flutti afar áhugavert erindi um erfðaþætti sem hafa afdrifarík áhrif á hreyfimynstur og gangtegundir hjá hrossum. Sjá líka í ágúst tölublaði Nature.

Vilhjálmur Skúlason kynnti nýja keppnisgrein fyrir hinn almenna hestamann TREC. Eitthvað sem við hér hjá Neista ættum að prófa, við erum orðin svo góð í smala emoticon  

Trausti Þór Guðmundsson
kynnti nýja keppnisgrein Töltfimi, líka mjög áhugaverð keppnisgrein sem við gætum auðveldlega keppt í.

Íslandsmótsstaðir 2013 og 2014.

Ferða-og samgöngunefnd fór vel yfir reiðvegamál og kynnti kortasjána sem er inná LH vefnum. Frábærlega góðar upplýsingar þar inná.

Mikil umræða var í æskulýðsnefnd og keppnisnefnd um þingskjal 43, Stökk í barnaflokki en þingið felldi tillöguna.

Í lok þings urðu umræður um að leyfa aftur skáreim í gæðinga- og íþróttakeppni en tillagan var ekki þingtæk og því ekki afgreidd.

Þingtillögur sem lágu fyrir þinginu voru 46 og voru þær afgreiddar með mismikilli umræðu. Inná vef LH Landsþing er hægt að finna skýrslur þingnefnda og niðurstöður þingsins. Um að gera að kynna sér það.


17.10.2012 12:27

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 24. nóvember n.k.

Takið daginn frá.
Nánar auglýst síðar.

Nefndin.

27.09.2012 09:10

Hestamenn hugi vel að hesthúsum sínum um helgina


Laufskálarétt í Skagafirði fer fram um helgina.
Hestamenn í Húnaþingi ættu að huga vel að hesthúsum sínum því reynslan hefur sýnt að síðastliðin ár hefur verið brotist inn í hesthús hér á svæðinu og verðmætum stolið á sama tíma og Laufskálarétt er haldin.

13.09.2012 17:48

Ævintýri norðursins 2012 ***ATH. BREYTT DAGSKRÁ***


Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt

Laugardaginn 15. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Skrapatungurétt kl. 11:00. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt kl. 13:00 og haldið þaðan kl. 15:00. Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson.  

 

Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag í Skrapatungurétt. Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.

 

Um kvöldið verða veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Stórdansleikur með Pöpum verður í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar kl. 23:00. Barinn opinn og er aldurstakmark 18 ár.

 

Sunnudaginn 16. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt kl. 11:00. Skemmtileg alíslensk stemning. Veitingasala í réttarskála.


04.09.2012 08:36

Ævintýri norðursins 2012


Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt.



Laugardaginn 15. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal klukkan 10. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt klukkan 14 og haldið þaðan klukkan 16. Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson.  

 

Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag á Strjúgsstöðum, við sandnámu (norðan afleggjara).

Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.

 

Um kvöldið verða veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Stórdansleikur með Pöpum verður í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar klukkan 23. Barinn opinn og er aldurstakmark 18 ár.

 

Sunnudaginn 16. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt klukkan 11. Skemmtileg alíslensk stemning. Veitingasala í réttarskála.


01.09.2012 09:04

Söluhross


Elka Guðmundsdóttir verður á ferð um miðjan september til að taka upp myndband af söluhrossum. Sem síðan birtast á sölusíðunum www.icehorse.is og www.hest.is

Áhugasamir hafi samband við Elku í netfangið [email protected] eða í síma 8638813.


Samtök hrossabænda.


08.08.2012 09:04

Kynbótasýning 8. og 9. ágúst á Hvammstanga


Kynbótasýning verður haldin á Hvammstanga 8. og 9. ágúst nk. Dómar hefjast kl. 8.30 á miðvikudaginn 8. ágúst og yfirlitssýning hefst fimmtudaginn 9. ágúst kl. 9.30.

08.08.2012 09:02

Opið íþróttamót Þyts 18 - 19 ágúst 2012



Skráning fer fram á [email protected] og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 14. ágúst. Við skráningu skal koma fram IS númer hests, kennitala knapa, í hvaða grein og uppá hvora höndina skal riðið. Fyrsta skráning kostar 3.000 kr. og 2.000 kr eftir það. Skráning fyrir börn og unglinga er 1.500 kr. Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 16. ágúst, annars ógildist skráningin.

Mótanefnd áskilar sér rétt til þess að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka

Greinar:
4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur
4-gangur og tölt unglingaflokkur
4-gangur og tölt barnaflokkur
5-gangur 1.flokkur
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið
300 metra Brokk
300 metra Stökk

Verðlaunafé verður fyrir þrjú efstu sætin í 100 m skeiði, brokki og stökki

Sjá nánar á heimasíðu Þyts: http://thytur.123.is/

Mótanefnd

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

27.07.2012 09:08

Móti frestað


Vegna dræmrar þátttöku er mótinu, sem vera átti nk. laugardag, frestað um óákveðinn tíma.

Mótanefnd


25.07.2012 18:12

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga

Kynbótasýning hrossa verður á Hvammstanga 8. - 10. ágúst 2012.

Dagafjöldi ræðst af þáttöku


Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má skrá í síma 451 -2602  miðvikudaginn 1. ágúst og fimmtudag 2. ágúst.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 2. ágúst.


Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem reikningur á að stílast á og óskir um tíma ef einhverjar eru.
Gjald er 18.500 fyrir fullnaðardóm en 13.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar.

Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Síðasti greiðsludagur er föstudagur 3. ágúst og ekkert hross verður dæmt sem ekki hefur verið greitt fyrir.

Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll eigi síðar en degi fyrir sýningu.

Minnum á DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda


23.07.2012 19:48

Opið hestaíþróttamót


Héraðsmót USAH í hestaíþróttum  verður haldið 28. júlí nk. á Neistavelli.

Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2, gæðingaskeiði og 100 m skeiði, fjórgangi ungmenna, unglinga og barna.
Mótið er opið fyrir alla.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.

Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 22.00 fimmtudagskvöldið 26. júlí.

Skráningargjöld verða 1.500 kr fyrir fyrstu skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða knapa/hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.


Mótanefnd

Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434381
Samtals gestir: 51280
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:33:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere