11.11.2012 21:07

Námskeið í vetur


Æskulýðsnefnd Neista er að hefja sitt 12. starfsár í Reiðhöllinni Arnargerði.


Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á.
Mikil þátttaka var á námskeiðin strax á 1. vetri. Helga Thoroddsen og Herdís Reynisdóttir kenndu eldri krökkunum á laugardögum en nefndarmenn voru með yngri krakkana milli 16-18 nokkra daga í viku. Þá gaf Lionsklúbburinn á Blönduósi krökkunum 10 hjálma að gjöf.


Námskeiðin nú í vetur verða öll á sínum stað ef næg þátttaka fæst.

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga:

   byrjendur
   minna vana
   meira vana
   knapamerki 1, 2, 3 og 4 - lágmarks fjöldi í hóp í knapamerkjum eru 4

Bókleg og verkleg kennsla í knapamerkjum hefst snemma í janúar en önnur námskeið byrja í lok janúar.
Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari.

Vinsamlegast skráið ykkur á þau námskeið sem þið hafið áhuga á netfang Neista  fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins. 


Önnur námskeið:

Einnig er fyrirhugað að vera með námskeið fyrir fullorðna í knapamerkjum 1, 2, 3 og 4 ef næg þátttaka fæst.
Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari.
Vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins.

Ef einhverjar óskir eru um önnur námskeið endilega látið vita um það á netfang Neista.


Sonja Noack útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum sl. vor og hefur áhuga á að kenna allt það sem okkur dettur í hug. Ef einhver hefur t.d. misst kjarkinn og á erfitt með að fara aftur á hestbak þá getur hún verið með námskeið fyrir þá. 




Æskulýðsnefnd

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 426280
Samtals gestir: 50896
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:52:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere