Færslur: 2020 Febrúar

19.02.2020 08:38

Líf og fjör hjá Neista

Vetrarstarf Neista hefur farið vel af stað og eru meðal annars fjölmörg börn á námskeiðum á vegum félagsins. Bæði eru kennd knapamerki 1 og 2 ásamt almennum reiðnámskeiðum og keppnisnámskeiði. Síðast en ekki síst þá hafa yngstu börnin fjölmennt í reiðhöllina en alls eru þrjú pollanámskeið í gangi. Reiðkennari Neista í vetur er Jónína Lilja Pálmadóttir en keppnisnámskeiðið er í höndum Bergrúnar Ingólfsdóttur.


Það var líf og fjör á pollanámskeiði í reiðhöllinni síðasta sunnudag eins og þessar myndir bera með sér. 








15.02.2020 22:58

Tökum höndum saman - Endurbætur á reiðhöll og sal í tilefni að 20 ára afmæli reiðhallarinnar



Það styttist í 20 ára afmæli reiðhallarinnar í Arnargerði en hún var formlega tekin í notkun þann 11. mars árið 2000. Að því tilefni stendur til að bjóða félagsmönnum að koma saman og eiga saman góða stund á afmælinu. Þann dag standa einnig vonir til að hægt verði að taka formlega í notkun endurbættan sal reiðhallarinnar.

Stórsýning Austur Húnvetnskra hestamanna verður einnig haldin með pompi og prakt þann 22. apríl og standa vonir til að reiðhöllin verði þá búin að fá nauðsynlegt viðhald og endurbætur. Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu, að stuðla að endingu hennar.

Stjórn Neista vinnur nú að skipulagningu þessa verkefnis og óskum við eftir aðstoð frá okkar félagsmönnum, sem og öðrum, sem eru tilbúin að aðstoða við að koma reiðhöllinni í betra horf. Það er mikið verk fyrir höndum og verður fyrsta vinnuhelgi í reiðhöllinni 29. febrúar - 1. mars.

Félagsmenn eru beðnir að hafa samband við stjórnarmeðlimi til að bjóða fram krafta sína. Það verður séð til þess að vinnuhelgin verði ekki síður skemmtileg en gagnleg!

Þar sem hestamannafélagið hefur lítið fjármagn þá leitum við eftir styrkjum til að fjármagna verkefnið. Ef félagsmenn hafa hugmyndir að því hvert sé hægt að sækja styrki, eða geta aðstoðað við að afla styrkja, þá má gjarnan hafa samband við stjórn Neista.

Einnig vantar umtalsvert af húsgögnum og húsbúnaði í salinn okkar. Ef einhverjir eru að skipta út og mega sjá af slíku (eða láta fyrir lítið) þá þiggur Neisti það með þökkum. Það sem helst vantar er:

·        Sófi

·        Sófaborð

·        Sjónvarp

·        Hitablásari

·        Borð og stólar

·        Bókahillur

·        Lokaðir skápar/hirslur

·        Skóhillur

·        Fatahengi

·        Ísskápur

·        Uppþvottavél

·        Vegghillur

·        Ýmis eldhúsbúnaður s.s. eldhúsföt, kökudiskar, vatnskönnur, kökuspaðar og fl.

·        Ryksuga

·        Skúringa- og hreingerningabúnaður

·        Handlaugar

·        Salerni

·        Speglar

 

Tökum höndum saman og færum reiðhöllina í betra horf og njótum samveru á sama tíma!

Með kveðju,

Stjórn Neista

06.02.2020 14:08

Aðalfundur í dag klukkan 18:00

  • 1
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 433997
Samtals gestir: 51235
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:04:28

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere