10.01.2010 23:49

Kynbótasýningar 2010

Fagráð í hrossarækt hefur ákveðið tímasetningar kynbótasýninga árið 2010. Alls verða sýningarnar 19 talsins og verður sú fyrsta á Sauðárkróki dagana 22. og 23.apríl og síðasta sýningin verður svo dagana 18. - 20. ágúst í Skagafirði/Eyjafirði.

Tími    Staður    Sími
22.4 - 23.4    Sauðárkrókur    455-7100
10.5 - 14.5    Reykjavík    480-1800
12.5 - 14.5    Eyjafjörður    460-4477
17.5 - 21.5    Hafnarfjörður    480-1800
24.5 - 28.5    Hafnarfjörður    480-1800
24.5 - 28.5    Sauðárkrókur    455-7100
31.5 - 4.6    Hella    480-1800
7.6 - 11.6    Hella    480-1800
31.5 - 4.6    Blönduós    451-2601
1.6 - 2.6    Hornafjörður    480-1800
3.6 - 4.6    Hérað    471-1161
7.6 - 11.6    Eyjafjörður    460-4477
7.6 - 11.6    Borgarfjörður    437-1215
27.6 - 4.7    Landsmót   
3.8 - 6.8    Borgarfjörður    437-1215
11.8 - 13.8    Blönduós    451-2601
9.8 - 13.8    Hella    480-1800
16.8 - 20.8    Hella    480-1800
18.8 - 20.8    Skagafjörður/Eyjafjörður    460-4477


hestafrettir.is

09.01.2010 09:57

Mikill áhugi


Gaman var að sjá hve margir komu á kynningarfund um Knapamerkin
sem Helga Thoroddsen var með sl. fimmtudagskvöld.
Mjög áhugaverður fundur og greinilegt að það er mikill áhugi hjá fólki
að kynnst því hvað felst í því að fara í Knapamerkin.

                      


                     

04.01.2010 10:34

Skráningar á reiðnámskeiðin

Þeir sem hafa hug á og hafa ekki skráð sig á námskeið
(sjá fréttir frá 30. nóv og 1. des)
þurfa að skrá sig á netfang Neista [email protected]
fyrir föstudaginn 8. janúar

svo hægt sé að fara að skipuleggja vetrarstarfið.


Þeir sem eru með Knapamerkjabækur vinsamlegast skilið þeim til Sillu eða Selmu.

02.01.2010 22:51

Kynningarfundur um Knapamerkin




Fimmtudaginn 7. janúar mun Helga Thoroddsen halda 
almennan kynningarfund (fyrirlestur) um Knapamerkin.

Fundurinn er öllum ætlaður sem vilja afla sér upplýsinga
um Knapamerkin, markmið þeirra og framkvæmd.


Fundurinn verður haldinn
í Grunnskólanum á Blönduósi og hefst kl. 20:00.

24.12.2009 08:35

Jólakveðja


Hestamannafélagið Neisti óskar Húnvetningum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.




14.12.2009 22:28

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: "Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta...."  

Á hátíðinni  verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki íslenska hestsins og því viðamikla og blómlega starfi sem honum tengist, bæði hér á landi og erlendis.  Hestamennska er atvinna margra sprottin af þeirri íþrótt og lífsstíl fjölda fólks á öllum aldri sem nýtur margbreytilegra eðliskosta íslenska hestsins í leik og keppni. Staða íslenska hestsins er sterk í menningu þjóðarinnar og sérstæðir eiginleikar hans hafa vakið verðskuldaða athygli víða um lönd það hefur reynst dýrmætt kynning landi og þjóð.

Afmælishátíðin hefst á fánareið úrvalsknapa á öðlingsgæðingum, sem koma ríðandi að Iðnó klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskrá þar sem fjallað verður  um fjölþætt hlutverk íslenska hestsins og það viðamikla og blómlega starf sem honum tengist, bæði hér heima og erlendis:  Kári Arnórsson flytur inngang um sögu LH, Þorvaldur Kristjánsson fjallar um íslenska hestinn og vísindasamfélagið, Ásta Möller ræðir lykilþætti í markaðssetningu íslenska hestsins, Benedikt Erlingsson fjallar um hestinn í listum og menningu, Pétur Behrens flytur erindi um tamningu og reiðlist og Hjörný Snorradóttir fjallar um stefnumótun varðandi framtíð Landsmóts hestamanna. Dísella Lárusdóttir syngur  og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri hátíðarinnar verður Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Landsamband hestamannafélaga er aðili að Íþróttasambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að sambandinu og er formaður þess Haraldur Þórarinsson. Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar er það, samkvæmt lögum Íþróttasambands Íslands, í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Árið 2010, 60 ára starfsár Landssambands hestamannafélaga, verður nýtt til þess að kynna enn betur íslenska hestinn og mikilvægi hans fyrir íslensku þjóðinni.  Landsmótið á Vindheimamelum verður hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna.

F.h. afmælisnefndar LH

Hallmar Sigurðsson síma 8960779

[email protected]


07.12.2009 18:41

Hýruspor

  

Hýruspor, samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra, sem stofnuð voru í janúar sl. hafa nú opnað heimasíðu www.icehorse.is. Þar er m.a. að finna flokka yfir þá þjónustu sem meðlimirnir Hýruspors bjóða upp á. Hýruspor eru samtök sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni til að efla hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra með samtakamætti sínum.

Jón Þór Bjarnason á Sauðárkróki hefur starfað fyrir samtökin og er heimasíðan m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Þá hafa samtökin ráðið Halldór Þorvaldsson til að vinna að markaðstarfi o.fl.


Stjórn Hýruspors skipa: Páll Dagbjartsson Varmahlíð formaður, Jón Gíslason Hofi gjaldkeri, Jóhann Albertsson Gauksmýri ritari og meðstjórnendur eru Hjörtur Karl Einarsson Blönduósi og Arna Björk Bjarnadóttir Ásgeirsbrekku.

01.12.2009 16:26

Dagskrá vetrarins


Dagskrá vetrarins er komin inn á tengil hér til hliðar.
Þetta eru drög og eru dagsetningar settar inn með fyrirvara um breytingar.

Ef breytingar verða verða þær auglýstar bæði hér og í dagskránni sjálfri.

01.12.2009 09:47

Og strákar.......


Knapamerki 1 fyrir karla, á öllum aldri, verður í boði eftir áramót og mun Sandra Marin sjá um kennslu. Áhugasamar vinsamlegast skrái sig á  netfang Neista  eða hafi samband við Selmu í síma 661 9961.

Upplýsingar um knapamerkin má lesa hér.

30.11.2009 21:19

Stelpur þá er komið að því ....


Knapamerki 1 fyrir konur, á öllum aldri, verður í boði eftir áramót og mun Ólafur Magnússon sjá um kennslu. Áhugasamar vinsamlegast skrái sig á  netfang Neista  eða hafi samband við Selmu í síma 661 9961.

Upplýsingar um knapamerkin má lesa hér.

30.11.2009 21:06

Frá Æskulýðsnefnd Neista


Í vetur mun æskulýðsnefnd Neista standa fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga eins og undanfarin ár ef næg þátttaka fæst. Fyrirhugað er að þau verði með svipuðu sniði og í fyrra, þ.e. fyrir byrjendur og lengra komna og knapamerki 1, 2 og 3 (3 tekið á tveim vetrum).
Það væri gott ef áhugasamir myndu skrá sig á  netfang Neista,  hjá Sillu í síma 6918228 eða hjá Selmu í síma 6619961 til að hægt sé að fara að skipuleggja vetrarstarfið.
Fram þarf að koma nafn og aldur viðkomandi, einnig í hvaða hóp hann vill skrá sig í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára og forkröfur í knapamerki 2  er að hafa lokið knapamerki 1 og það sama gildir um knapamerki 3, forkröfur að hafa lokið knapamerki 2. 


Æskulýðsnefnd Neista

24.11.2009 08:14

Lotning frá Þúfum


Þau leiðu mistök urðu við verðlaunaveitingu kynbótahrossa á uppskeruhátíð að Klóra frá Hofi, 10 v., var sögð hæst í flokki 7. vetra og eldri  með aðaleinkunn 8,06. Hið rétta er að Lotning frá Þúfum, 8 v.,  er aðeins hærri, eða með aðaleinkunina  8,08.
Hefur þetta verið leiðrétt við Ragnar og Söndru á Efri-Mýrum eigendur Lotningar.

Lotning frá Þúfum

F: Hróður frá Refsstöðum M: Rósamunda frá Kleifum
B: 8,14 H: 8,03 A: 8,08
Ræktandi Gísli Gíslason. Eigendur Ragnar Stefánsson og Sandra Marin
Sýnandi Mette Mannseth


 
Lotning og Raggi á Félagsmóti Neista í júní 2009

22.11.2009 23:08

Góð uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð bænda og hestamann var í gærkvöldi og tókst vel í alla staði.
Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur....
         


Knapi ársins 2009 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon. Hann gerði það afar gott á keppnisvellinum í ár ........



hann varð í 1. sæti í tölti í KS-Deildinni á Gáska frá Sveinsstöðum með 7,72
í 4. sæti í fjórgangi í KS-Deildinni á Gáska með 7.00
í 4. sæti í tölti á Ís-Landsmóti á Svínavatni á Gáska með 7,67
í 2. stæti  í Stjörnutölti 2009 á Gáska með 7,54
í 4. sæti í A-flokki í Húnvetnsku liðakeppninni á Fregn frá Gýgjarhóli m5,3

í 1. sæti í tölti á Félagsmóti Neista
 á Gleði frá Sveinsstöðum með  6,44

í 3. sæti í A-flokki á Félagsmóti Neista á Fregn með 8,33

í 1. sæti í B-flokki á Félagsmóti Neista á Gáska  með  8,70

Hann var valinn knapi Félagsmóts Neista og Gáski glæsilegasti hesturinn enda afar flott par þar á ferð. 


Á Fjórðungsmóti á Kaldármelum varð hann í 5. sæti í B-flokki
á Gáska með 8,61


Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Smáralind frá Skagaströnd
F: Smári frá Skagaströnd  M: Sól frá Litla Kambi
B; 8,00  H; 8,06 A 8,04
Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi Erlingur Erlingsson

5 vetra
Gangskör frá Geitaskarði
F: Gustur frá Hóli M: Bylgja frá Svignaskarði
B: 8,09 H: 8.08 A: 8.09
Ræktendur og eigendur Sigurður Ágústsson og Sigurður Levy
Sýnandi Daníel Jónsson

6 vetra
Sif frá Brekku
F: Kveikur frá Miðsitju M: Laufa frá Brekku
B: 7.90 H: 8,30 A: 8,14
Ræktandi og eigandi Haukur Magnússon
Sýnandi Jakob Sigurðsson

7  vetra og eldri
Klóra frá Hofi
F: Kormákur frá Flugumýri M: Flóra frá Hofi
B: 8,16 H: 7,99 A: 8,06
Ræktendur og eigendur Jón Gíslason og Eline Schrijver
Sýnandi Sigurður Sigurðarson


Stóðhestar

4 vetra
Dofri frá Steinnesi
F: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu M: Dáð frá Steinnesi
B: 8,16 H: 8,26 A: 8,22
Ræktandi og eigandi Magnús Jósefsson
Sýnandi Agnar Þór Magnússon

5 vetra
Tryggvi Geir frá Steinnesi
F: Parker frá Sólheimum M: Dimma frá Sigríðarstöðum
B: 7,93 H: 8,10 A: 8,03
Ræktandi Magnús Jósefsson. Eigendur Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
Sýnandi Artemisia Bertus

6 vetra
Prímus frá Brekkukoti
F: Parker frá Sólheimum M: Drottning frá Hemlu
B: 8,11 H: 7,95 A: 8,02
Eigendur Pétur Snær Sæmundsson og Magnús Ágústsson
Sýnandi Þórður Þorgeirsson

7 vetra og eldri
Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Farandbikarar eru fyrir hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

Sölufélagsbikarinn fékk hæst dæmda hryssa á héraðssýningu



Lotning frá Þúfum

F: Hróður frá Refsstöðum M: Rósamunda frá Kleifum
B: 8,14 H: 8,03 A: 8,08
Ræktandi Gísli Gíslason. Eigendur Ragnar Stefánsson og Sandra Marin
Sýnandi Mette Mannseth.

Búnaðarbankabikarinn fékk hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu.



Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns en sama hvar það er sýnt.



Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Nýr farandbikar var gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti í Austur-Húnavatnssýslu.


Dofri frá Steinnesi

F: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu M: Dáð frá Steinnesi
B: 8,16 H: 8,23 A: 8,22
Ræktandi og eigandi Magnús Jósefsson
Sýnandi Agnar Þór Magnússon


Ræktunarbú ársins 2009 er Steinnes



Frá Steinnesi voru sýndir 5 stóðhestar og fóru 4 þeirra í 1. verðlaun
Glettingur 8.v.  A: 8,26
Tryggvi Geir 5.v. A: 8,03
Kiljan 5. v. A: 8,59
Dofri 4.v. A: 8,22
Gleypnir 4.v. A: 7.71

Sýndar voru 9 hryssur frá Steinnesi og þar af fóru 4 í 1. verðlaun.



19.11.2009 16:09

KS-Deildin byrjar á þorra


Deildin, verður haldin í þriðja sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki. Eyþór Jónasson, framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar og einn af eigendum KS-Deildarinnar, segir að hvergi verði slakað á í vetur. Kaupfélag Skagfirðinga standi sterkt að baki deildarinnar og fullur byr sé í seglunum. Eyþór segir að mikill áhugi sé á meðal knapa á svæðinu og býst við töluvert meiri þátttöku í úrtöku en í fyrra. Úrtakan fer fram í janúar á nýju ári og fyrsta mótið seinni partinn í febrúar. Árni Gunnarsson hjá kvikmyndagerðinni Skottu ehf. mun gera sjónvarpsþætti um mótaröðina eins og í fyrra.



heimild: www.vb.is

19.11.2009 16:06

Dagskrá Landsmóts

Dagskrá Landsmótsins komin á netið! Hana má finna á heimasíðu okkar Landsmót.is undir dagskrárhlutanum.
Athugul augu taka eflaust eftir því að dagskrá mótsins hefur verið lengd um einn dag, en keppni hefst nú á sunnudegi en ekki mánudegi eins og fyrri ár. Það er því meira af móti í boði fyrir alla sanna hestaunnendur!
Netmiðasala fer í gang í janúar og það er vel hægt að láta sér hlakka til þess að tryggja sér miða á mótið. Við setjum markið hátt og hlökkum til stórkostlegrar fjölskylduhátíðar með söng, gleði og bestu gæðingum landsins.

Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434174
Samtals gestir: 51251
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 07:42:18

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere