22.03.2012 22:06

Frábært færi á Svínavatni




Ægir stórbóndi sendi okkur þessa mynd í dag en þeir félagarnir tóku sprett á Svínavatni til að sýna okkur hinum hvað færið væri frábært. Þannig að allir að mæta á Vetraleika Neista sem verða á laugardaginn kl. 13.
Fyrir þá sem ekki ætla að keppa á hesti geta tekið skautana  með og þeir gætu t.d. keppt í skautahlaupi  emoticon

Skráning í tölt- og bæjarkeppnina er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 12.00 á hádegi  föstudaginn 23. mars.
 


22.03.2012 08:36

Ólafur og Gáski sigruðu töltið


Meistardeild Norðurlands Tölt

Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum sigruðu töltið í Meistardeild Norðurlands sem fram fór í kvöld í Svaðastaðahöllinni. Sigur þeirra var öruggur og sá fjórði í töltkeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Það var strax ljóst í forkeppninni að þeir félagar væru í fantaformi en eftir hana voru þeir efstir með 7,57 í einkunn. Næstir komu Bjarni Jónasson á Roða frá Garði með 7,17 og Sölvi Sigurðarson á Glað frá Grund með 7,07. Aðrir í A úrslitum voru Tryggvi Björnsson á Stórval frá Lundi með 7,0 og Baldvin Ari sem sigraði B úrslitin á Senjor frá Syðri - Ey með 7,22 í einkunn. Röð þriggja efstu manna breyttist ekki í A úrslitum en Tryggvi og Baldvin Ari höfðu sætaskipti. Ólafur og Gáski sýndu snildartilþrif í kvöld og yfirferðin á tölti er engu lík hjá þeim félögum. Ljósmynd / Rósberg Óttarsson

 

A úrslit

Ólafur Magnússon  Gáski frá Sveinsstöðum  7,89
Bjarni Jónasson  Roði frá Garði  7,67
Sölvi Sigurðarson  Glaður frá Grund  7,61
Baldvin Ari Guðlaugsson  Senjor frá Syðri - Ey  7,33
Tryggvi Björnsson  Stórval frá Lundi  7,0

 

Stigakeppni knapa

Bjarni Jónasson  22 stig
Sölvi Sigurðarson  21 stig
Ólafur Magnússon  18 stig
Ísólfur Líndal Þórisson  17 stig


fax.is


20.03.2012 17:08

Vetrarleikar Neista


Þar sem veðurspáin er frábær um helgina ætlum við að halda

Vetrarleika Neista

á Svínavatni   laugardaginn 24. mars kl. 13.00






Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 12.00 á hádegi  föstudaginn 23. mars.
Keppt verður í  tölti í opnum flokki, áhugamannaflokki, unglingaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi og  hestur.

Einnig verður bæjakeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139.




19.03.2012 15:07

Grunnskólamóti - Þrautabraut/Smali/Skeið


Þriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaga

á Norðurlandi vestra verður í
Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi


sunnudaginn 25. mars kl: 13:00.

 

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut
4 - 10. bekkur smali
8. - 10. bekkur skeið



Skráningar þurfa að hafa borist fyrir
miðnætti miðvikudaginn 21. mars  á
 netfangið:
    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa

nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              


smalabraut 4. - 10. bekkur



þrautabraut 1. - 3. bekkur




Reglur keppninnar eru:

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald  er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.       


Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.


19.03.2012 11:58

Úrslit Grunnskólamótsins


Annað mótið í grunnskólakeppni Norðurlands vestra var haldið i reiðhöllinni Svaðastöðum í gærdag. Er alltaf jafn gaman að sjá hve krakkarnir eru orðnir færir að stjórna og sitja hrossinum bæði í forkeppni og úrslitum þar sem fleiri eru inn á.Meira segja í einum b-úrslitum í gær voru átta keppendur inná þar sem fjórir voru með sömu einkunn eftir forkeppni. Þetta tafði mótið en krakkarnir láta það ekkert á sig fá. Sem sagt var góðum degi varið að horfa og fylgjast með upprennandi stórstjörnum hestamennskunnar.

Úrslit keppnarinnar eru eftirfarandi:

 

Fegurðarreið 1. - 3. Bekkur
1. Björg Ingólfsdóttir 3 Varmahlíðarskóli Hnokki f. Dýrfinnustöðum         7,0
2. Jón Hjálmar Ingimarsson 3 Varmahlíðarskóli Flæsa f. Fjalli                 6,5
3. Hafdís María Skúladóttir Grsk. Húnaþings vestra Funi f. Fremri Fitjum   5,8
4. Júlía Kristín Pálsdóttir Varmahlíðarskóli  Valur f.Ólafsvík                        5,5
5. Einar Pétursson 2 Húnavallaskóli Jarl f. Hjallalandi                                5,0
6. Viktoría Lind Björnsdóttir 2 Árskóla Fáni f. Hvítárholti                             4,5
 
 
Tvígangur 4. - 7. Bekkur B-Úrslit
5. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi 6,4
6.-7. Sæþór Már Hinriksson 6 Varmahlíðarskóli Roka f. Syðstu-Grund 5,9
6.-7. Guðný Rúna Vésteinsdóttir 4 Varmahlíðarskóli Snjall f. Hofsstaðaseli 5.9
8.-10. Ása Sóley Ásgeirsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Jarpblesa f. Djúpadal 5.6
8.-10. Lara Margrét Jónsdóttir 5 Húnavallaskóla Örvar f. Steinnesi 5,6
8.-10. Magnús Eyþór Magnússon 4 Árskóla Ágúst f. Skáney 5,6
11. Magnea Rut Gunnarsdóttir 7 Húnavallaskóla Fróði f. Litladal 5,25
12. Ásdís Brynja Jónsdóttir 7 Húnavallaskóla Kalsi f. Hofi 4,25
 
Tvígangur 4. - 7. Bekkur A-Úrslit
1. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi 6,38
2. Ingunn Ingólfsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Embla f.Dýrfinnustöðum 6,13
3.-4. Helgi Fannar Gestsson 7 Varmahlíðarskóli Stirnir f. Hallgeirseyjarhjáleigu 6,0
3.-4. Lilja Maria Suska 5 Húnavallaskóla Feykir f. Stekkjardal 6,0
5. Freydís Þóra Bergsdóttir 4 Grsk. austan vatna Gola f. Ytra-Vallholti 5,88
 
Sem sagt Sigurður Bjarni vann sig upp úr b-úrslitum  í sigur í a-úrslitum. Mikil seigla hjá þeim dreng.
 
 
Þrígangur 4. - 7. Bekkur B-úrslit
5. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum 6,33
6. Anna Herdís Sigurbjörnsdóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Fjöður f. Grund 6,17
7. Ásdís Freyja Grímsdóttir 4 Húnavallaskóli Neisti f. Bolungarvík 6,0
8.-9. Rakel Eir Ingimarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Sólfari f. Ytra-Skörðugili 5,92
8.-9. Guðmar Freyr Magnússon 6 Árskóla Brenna f. Sjávarborg 5,92
 
Þrígangur 4. - 7. Bekkur A-úrslit
1. Viktoría Eik Elvarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Máni f. Fremri-Hvestu 6,7
2. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum 6,5
3. Viktor Jóhannes Kristófersson 7 Grsk. Húnaþ. vestra Geisli f. Efri Þverá 6,4
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir 6 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli 6,2
5. Karítas Aradóttir 6 Grsk. Húnaþ. vestra Gyðja f. Miklagarði 6,0
 
Viktoría hafði sigur eftir harða keppni í þessum a-úrslitum þar sem Hólmar vann sig úr b-úrslitum í annað sætið.
 
Fjórgangur 8. - 10. Bekkur B-úrslit
5. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti 6,35
6. Ragnheiður Petra Óladóttir 10 Árskóli Píla f. Kirkjuhóli 6,3
7. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Glymur f. Hofsstaðaseli 6,2
8. Hákon Ari Grímsson 10 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli 5,7
9. Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir 8 Árskóla Fjóla f. Fagranesi 5,55


Fjórgangur 8. - 10. Bekkur A-úrslit
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Ópera f. Brautarholti 6,75
2.-3. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Kjarval f. Blönduósi 6,65
2.-3. Rósanna Valdimarsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Kjarni f. Varmalæk 6,65
4. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti 6,55
5. Fanndís Ósk Pálsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Ræll f. Hamraendum 6,50
Þær stöllur úr Varmahlíðarskóla röðuðu sér í þrjú efstu sætin eftir mjög spennandi og jafna keppni. En Ásdís hélt forrystu sinni úr forkeppninni.
 

Skeið 8. - 10. Bekkur úrslit
1. Kristófer Smári Gunnarsson 10 Grsk. Húnaþ. vestra Kofr f. Efri Þverá 5,69 sek
2. Helga Rún Jóhannsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Hvirfill f. Bessastöðum 6,12 sek
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Dreki frá Syðra-Skörðugili 6,19 sek
4. Haukur Marian Suska 10 Húnavallaskóli Tinna f. Hvammi 2 6,70 sek
5. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Boði f. Flugumýri 6,85 sek


17.03.2012 22:10

FEIF Youth Cup 2012


Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k.

Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:
   Reynsla í hestamennsku
   Enskukunnátta
   Keppnisreynsla í íþróttakeppni
   Sjálfstæði
   Geta unnið í hóp
   Reglusemi

Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á [email protected] eða [email protected]

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
         

17.03.2012 22:02

Grunnskólamót - Ráslisti

Grunnskólamót - Fegurðarreið - Tvígangur - Þrígangur - Fjórgangur - Skeið

Á sunnudaginn verður annað af þremur Grunnskólamótum vetrarins í reiðhöllinni Svaðastaðir.

Mótið hefst klukkan 13:00

Þar verður keppt í :

Fegurðarreið 1. - 3. bekkur =x= Tvígangi og Þrígangi 4. - 7. bekkur =x= Fjórgangi 8. - 10. bekkur og í Skeiði 8. - 10. bekkur (ef aðstæður leyfa).

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

Ef vantar skráningar á ráslistann, vinsamlega hafið þá samband á lettfetar (hjá) gmail.com eða í síma 847 2685


Ráslistann má sjá á  heimasíðu Léttfeta.

17.03.2012 09:16

Úrslit í fimmgangi og tölti í Húnvetnsku liðakeppninni


Úrslit í 1. flokki í fimmgangi.

Frábært kvöld að baki í fimmgangi og tölti í Húnvetnsku liðakeppninni. Lið 3 vann kvöldið með yfirburðum, fékk 73,5 stig í kvöld, lið 2 fékk 39,5 stig, lið 4 25 stig og lið 1 22 stig.

Lið 3 er því orðið langefst í keppninni fyrir lokamótið með 168 stig, næst kemur lið 2 með 135 stig, lið 1 í þriðja sæti með 121,5 stig og lið 4 með 109,5 stig.

Skemmtileg stemming var í höllinni og margir glæsilegir hestar og knapar sýndu frábærar sýningar.

Úrslit kvöldsins má sjá hér.


A-úrslit 1. flokkur fimmgangur
1. Ísólfur Líndal Þórisson / Kvaran frá Lækjamóti eink. 7,19
2. Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum eink. 7,12
3. Sölvi Sigurðarson / Dóri frá Melstað eink. 6,98
4. Elvar Logi Friðriksson / Alúð frá Lækjamóti eink. 6,48 (vann b-úrslit)
5. Sæmundur Sæmundsson / Mirra frá Vindheimum 6,12

B-úrslit 1. flokkur fimmgangur
5. Elvar Logi Friðriksson / Alúð frá Lækjamóti eink. 6,48
6. Magnús Bragi Magnússon / Ballerína frá Íbishóli eink. 6,45
7. Sveinn Brynjar Friðriksson / Glaumur frá Varmalæk 1 eink. 6,43
8. Tryggvi Björnsson / Kátína frá Steinnesi eink. 6,33
9. Sverrir Sigurðsson / Dröfn frá Höfðabakka eink. 6.00

A-úrslit 2. flokkur fimmgangur
1. Gréta B Karlsdóttir / Hula frá Efri Fitjum eink. 6,36
2. Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti eink. 6,36
3. Jóhann Albertsson / Ræll frá Gauksmýri eink. 6,26 (vann b-úrslit)
4. Fjóla Viktorsdóttir / Vestri frá Borgarnesi eink. 6,02
5. Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti eink. 5,86

B-úrslit 2. flokkur fimmgangur

5. Jóhann Albertsson / Ræll frá Gauksmýri eink. 5,86
6. Halldór Pálsson / Goði frá Súluvöllum ytri eink. 5,69
7. Elías Guðmundsson / Eljir frá Stóru-Ásgeirsá eink. 5,36
8. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir / Hrannar frá Galtanesi eink. 4,26
9. Sigríður Ása Guðmundsdóttir / Kveikur frá Sigmundarstöðum eink. 3,74

A-úrslit tölt unglingaflokkur
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti eink. 6,89
2. Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti eink. 6,56
3. Helga Rún Jóhannsdóttir / Unun frá Vatnshömrum eink. 6,50
4. Ingunn Ingólfsdóttir / Hágangur frá Narfastöðum eink. 6,39
5. Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga eink. 6,17

A-úrslit tölt T7 3. flokkur

1. Höskuldur B Erlingsson og Börkur frá Akurgerði eink. 6,58
2. Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið eink. 6,33
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík eink. 6,33
4. Hedvig Ahlsten og Sátt frá Grafarkoti eink. 6,00
5. Kjartan Sveinsson og Tangó frá Síðu eink. 6,00


Einstaklingskeppnin

1. flokkur


1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson 28 stig
2. sæti Elvar Logi Friðriksson 24 stig
3 -4. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 22 stig
3-4. sæti Líney María Hjálmarsdóttir 22 stig

2. flokkur

1.sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir 21 stig
2.sæti Vigdís Gunnarsdóttir 15 stig
3.sæti Gréta B Karlsdóttir 13 stig

4.sæti Halldór Pálsson 12 stig

5.sæti Jónína Lilja Pálmadóttir 11 stig


3.flokkur


1.sæti Rúnar Guðmundsson 12stig
2.sæti Höskuldur Birkir Erlingsson 6 stig

3-4.sæti Halldór Sigfússon 5 stig
3-4. sæti Irina Kamp 5 stig

Unglingar
1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir 12 stig
2. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir 8 stig
3. sæti Hákon Ari 6 stig

Mótanefnd vill þakka öllu því frábæra fólki sem kom að mótinu og liði 2 fyrir að taka til eftir mótið.

 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

15.03.2012 16:16

Ráslistar fyrir fimmganginn og tölt í Húnvetnsku liðakeppninni

Þriðja mót Húnvetnsku liðakeppninnar er á föstudaginn nk, mótið hefst kl 17.00 í Þytsheimum, Hvammstanga. Keppt verður í fimmgangi 1. og 2. flokki, tölti T7 í 3. flokki og tölti unglinga.

Viljum við minna knapa á að skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Einnig er gott að knapar lesi vel yfir ráslistana til að ath hvort þeir séu ekki skráir upp á rétta hönd.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Dagskrá fyrir föstudaginn komin, mótið hefst kl. 17.00. 

Forkeppni:
Unglingaflokkur
3. flokkur
2. flokkur

hlé
1. flokkur
hlé
Úrslit:
b-úrslit 2. flokkur
b-úrslit 1. flokkur
a-úrslit unglingar
hlé
a-úrslit 3. flokkur
a-úrslit 2. flokkur
a-úrslit 1. flokkur


Ráslista má sjá hér.


12.03.2012 17:49

Grunnskólamót 18. mars - skráning!


Sunnudaginn 18. mars verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00
 
Þar verður keppt í:
 
1. - 3. bekkur fegurðarreið
4. - 7. bekkur tví- eða þrígangur   (sjá grein nr. 6. í reglum)
8. - 10. bekkur fjórgangur
8. - 10. bekkur skeið (ef veður og aðstæður leyfa)
 
Æskilegt er að skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 14. mars á netfangið   [email protected]
 
Við skráningu skal koma fram:
 
Nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.
 
Taka skal skýrt fram hjá 4. - 7. bekk hvort keppa á í tví- eða þrígangi.
 
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.
 
Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort á brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta ogstjórnun dæmd.
 
Þrígangur             4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta ogstjórnun dæmd.
 
Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt,einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.



12.03.2012 12:19

Fundur um hrossarækt og hestamennsku

 



Almennur fundur um málefni hrossaræktar og hestamennsku verður haldinn
 
Miðvikudaginn 14. mars. í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi og hefst kl. 20:30.
 
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands
Mætum öll og ræðum um Landsmót, kynbótasýningar, stöðu hrossaræktar sem atvinnugreinar, sölumál reiðhrossa ofl.
Kaffi og kleinur.

Bændasamtök Íslands
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
Samtök Hrossabænda í Húnavatnssýslum


10.03.2012 20:29

Vetrarleikunum frestað


Þar sem veðurspáin er leiðinleg fyrir morgundaginn þá hefur mótanefnd ákveðið að fresta vetrarleikum á Svínavatni um óákveðinn tíma. Það verður auglýst hér á vefnum þegar þeir verða haldnir.


08.03.2012 23:08

Úrslit í fjórgangi


Góð þátttaka var á fjórgangsmótið í Reiðhöllinni í kvöld og skemmtilegt stemming.

Úrslit urðu þessi:

Unglingaflokkur:


1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli
2. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi
3. Haukur Marian Suska og Esja frá Hvammi 2
4. Lilja María Suska og Feykir frá Stekkjardal
5. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör frá Hvammi 1
6. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka


Áhugamannaflokkur:


1. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi
2. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi
3. Þórólfur Óli Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi
4. Hörður Ríkharðsson og Gleypnir frá Steinnes
5. Guðmundur Sigfússong og Þrymur frá Holti
6. Veronika og Stjarni frá Hálsi


Opinn flokkur:



1. Víðir Kristjánsson og Börkur frá Brekkukoti
2. Ólafur Magnússon og Heilladís frá Sveinsstöðum
3. Karen Ósk Guðmundsdóttir og Kjarkur frá Flögu
4. Ægir Sigurgeirsson og Hrókur frá Grænuhlíð
5. Valur K Valsson og Kládíus frá Kollaleiru


08.03.2012 15:36

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt





Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur í 1. og 2. flokki og tölt T7 í 3. flokki og tölt T3 í unglingaflokki, fædd 1995 og seinna (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) en það verður föstudaginn 16. mars nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 13. mars. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected]. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Töltið verður einnig stjórnað af þul og það verður ekki snúið við og er prógrammið í tölti T7 hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. Í tölti T3 er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.


Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.



Mótanefnd



08.03.2012 15:20

Ráslistar fyrir fjórganginn


Fjórgangur verður í kvöld fimmtudagskvöld 8. mars kl.20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.
Aðgangseyrir 500 kr.


Í unglinga- og áhugamannaflokki verða tveir inná í einu og þeim verður stórnað af þul.
Í opnum flokki verður einn inná í einu og þeir ráð sínu prógrammi sjálfir.








Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434451
Samtals gestir: 51288
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:40:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere