12.03.2012 17:49

Grunnskólamót 18. mars - skráning!


Sunnudaginn 18. mars verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00
 
Þar verður keppt í:
 
1. - 3. bekkur fegurðarreið
4. - 7. bekkur tví- eða þrígangur   (sjá grein nr. 6. í reglum)
8. - 10. bekkur fjórgangur
8. - 10. bekkur skeið (ef veður og aðstæður leyfa)
 
Æskilegt er að skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 14. mars á netfangið   [email protected]
 
Við skráningu skal koma fram:
 
Nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.
 
Taka skal skýrt fram hjá 4. - 7. bekk hvort keppa á í tví- eða þrígangi.
 
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.
 
Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort á brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta ogstjórnun dæmd.
 
Þrígangur             4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta ogstjórnun dæmd.
 
Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt,einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.



Flettingar í dag: 854
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 444334
Samtals gestir: 53490
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 14:14:12

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere