14.08.2011 12:12

Opið Stórmót á Melgerðismelum

Opið Stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 19.-21. ágúst.

Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki i og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.

Tölt, með tvo inni á velli í forkeppni
100m skeið, 150m skeið og 250m skeið
300m stökk og 300m brokk

Félögin áskilja sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka verður ekki næg.

Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum 1. verðlaun 15 þús. - 2. verðlaun 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Skráning er á [email protected] og lýkur skráningu miðvikudaginn 17. ágúst. Fram þarf að koma IS númer hests og nafn, kt. og nafn eiganda og kt. og nafn knapa ásamt í hvaða keppnisgrein er verið að skrá í. Í Tölti þarf að taka fram uppá hvora hönd riðið verður.

Skráningargjald kr. 2.000- fyrir hverja grein greiðist inn á bankar. 0302-26-15841, kt. 430269-6749 og greiða þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 17. ágúst.

Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélaganna Funa og Léttis.

Funi og Léttir.

07.08.2011 23:36

Tamningamenn - hestamenn


Reiðhöllin Arnargerði á Blönduósi er nú laus til leigu. Um er að ræða 20 hesta hesthús með aðgengi að 20x40 metra sambyggðri reiðhöll. Hér er um að ræða frábæra tamningaaðstöðu auk þess sem útreiðaleiðir á svæðinu eru mjög góðar allt í kring og um 300 metrar á skeiðvöll Hestamannafélagsins Neista.

Allar frekari upplýsingar veita Magnús Jósefsson í síma 8973486 eða Hörður í 8940081.


03.08.2011 08:48

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga


Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga þriðjudaginn 23. ágúst nk. að er fram kemur í tilkynningu frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda.

"Dómar verða þriðjudag og miðvikudag og yfirlitssýning fimmtudag 25.ágúst. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má hringja í síma 451 -2602. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 18. ágúst.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.

Gjald er 15.000 fyrir fullnaðardóm en 10.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar. Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl.

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur."


01.08.2011 19:40

Úrslit á Fákaflugi


Það var góð skráning hjá krökkunum úr Neista á Fákaflug og stóðu þau sig öll frábærlega vel. Alveg nauðsynlegt að mæta og æfa sig í keppnum og skemmtilegast auðvitað að komast í úrslit en það gerðu ungmennin Agnar Logi og Harpa og Lilja María í barnaflokki. Til hamingju öll sem tókuð þátt.


Barnaflokkur - A úrslit 
Sæti    Keppandi Einkunn
1    Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Lárus frá Syðra-Skörðugili 8,68 
2    Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,62 
3    Ingunn Ingólfsdóttir / Morri frá Hjarðarhaga 8,47 
4    Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir / Fjóla frá Fagranesi 8,15 
5    Magnús Eyþór Magnússon / Dögg frá Íbishóli 8,08 
6    Rakel Eir Ingimarsdóttir / Birkir frá Fjalli 8,03 
7    Lilja Maria Suska / Ívar frá Húsavík  7,91 
8    Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 7,77 





Ungmennaflokkur - A úrslit
Sæti    Keppandi Einkunn
1    Rósa Líf Darradóttir / Ægir frá Móbergi 8,55 
2    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Ræll frá Varmalæk 8,32 
3    Sigríður María Egilsdóttir / Garpur frá Dallandi 8,29 
4     Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 8,13 
5    Harpa Birgisdóttir / Dynur frá Sveinsstöðum 7,92 
6    Hilda Sól Darradóttir / Saga frá Sandhólaferju 7,88 
7    Jónína Lilja Pálmadóttir / Hildur frá Sigmundarstöðum 7,66





Úrslit mótsins í heild sinni má lesa á heimasíðu Stíganda.


27.07.2011 09:31

Stórmót Þjálfa


Stórmót Þjálfa á Einarsstöðum verður haldið þann 6. og 7. ágúst. Keppt verður í eftirfarandi greinum: A og B fl, tölti. Ungmenna-, unglinga- og barnaflokki, öldungaflokki og skeiði.  Skráningargjald í tölt er 2500 kr og skeið 1000 kr.

Grill og kvöldvaka verður á sínum stað á laugardagskvöldinu.   

Miðaverð er 3000 kr en 1500 kr ef fólk kýs að koma einungis á sunnudeginum. Allt innifalið. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni á heimasíðu félagsins en hún mun liggja fyrir fljótlega.

Tekið er á móti skráningum á netfangið [email protected] en einnig í síma 848-0066. Vinsamlegast notið netfangið en skráningar ykkar verða staðfestar. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram: grein, nafn hests og knapa, litur, aldur, faðir og móðir hests og eigandi. Skráningu líkur miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 22:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin


18.07.2011 09:34

Fákaflug 2011


Fákaflug 2011 verður haldið á Vindheimamelum dagana 29.-31. júlí nk.  Keppt verður í A-flokk, B-flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokk, Barnaflokk, 100m skeiði, tölti og ef næg þátttaka fæst verður einnig keppt í 300m brokk og 250m stökk kappreiðum.  Keppt verður í sérstakri forkeppni.

Skráning er hjá Guðmundi á netfanginu [email protected] og lýkur skráningu á miðnætti þann 25. júlí. Gefa þarf upp keppnisgrein, nafn og kennitölu knapa og IS númer hrossins við skráningu.

Skráningargjald er kr.3.000,- og skal það greiðast inn á reikning 161-26-269, kt.620269-6979 með nafni knapa í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti á [email protected]

Mótið hefst föstudagskvöldið 29. júlí kl.18:00 á forkeppni í tölti, nánari dagskrá verður auglýst síðar.

13.07.2011 21:53

Unglingalandsmót UMFÍ - skráning


Tilkynning frá USAH

Senn líður að Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og vill USAH minna á að fara huga að skráningu. Síðasti frestur til að skrá keppendur er miðvikudagurinn 20. júlí næstkomandi. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 844-7043.

Það sem fram þarf að koma er nafn, kennitala og þær greinar sem barnið ætlar að keppa í. Mjög mikilvægt er að allir drífi sig að skrá sig því ekki verður tekið við skráningu eftir 20. júlí.

USAH greiðir keppnisgjöldin að fullu og því er ekkert annað í stöðunni en að drífa sig á Egilsstaði. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/

04.07.2011 19:43

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011


Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011 fer fram á Mánagrund, félagssvæði hestamannafélagsins Mána dagana 21.-24.júlí. Skráning hefst 4.júlí og fer fram í gegnum tölvupóst og skal senda skráningu á [email protected]


Skráningargjald er kr. 4.500 á hverja skráningu og greiðist við skráningu. Síðasti skráningardagur er 12.júlí.
Hægt verður að hringja inn skráningar þriðjudagskvöldið 12.júlí milli 19-22. Símanúmer verða birt síðar.
Koma þarf fram:
Nafn og kennitala knapa, auk símanúmers. 
IS númer hests, keppnisgrein og uppá hvora hönd viðkomandi hyggst keppa.
Kreditkortanúmer og gildistími.
Einnig er hægt er að leggja inn á reikning Mána 0121-26-3873  kt.690672-0229.
Staðfestingu á greiðslu verður að senda á sama netfang og skráningar, mikilvægt er að setja í skýringu kennitölu knapa.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur       
Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur    
Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur         
Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur                    
Skeið 100m (flugskeið) unglinga og ungmenna       
Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur                      
Fimikeppni A2 ungmennaflokkur                                  
Töltkeppni T4 unglinga og ungmenna
Mótsstjóri er Sigurður Kolbeinsson s. 869-3530         
Umsjónarmaður hesthúsplássa er Bjarni Stefánsson s.866-0054.
Tjaldsvæði eru við gistiheilmilið Alex http://www.alex.is/forsida.asp  þar er einnig hægt að leigja litla kofa. 
Auk þess er tjaldsvæði á Garðskaga  http://www.sv-gardur.is/Ferdathonusta/Tjaldstaedi/

Verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd Mána

03.07.2011 22:47

Íslandsmótið


Íslandsmótið verður haldið 13-16 júlí nk. á Brávöllum á Selfossi.

Breyting var gerð á lögum um Íslandsmót á síðasta þingi LH á þá leið að hestamannafélagið sem heldur mótið tekur við skráningu keppenda en ekki aðildarfélag eins og fram kom í síðustu frétt um mótið.

Skráning mun fara fram í síma eða í Hliðskjáf félagsheimili Sleipnis dagana 5 - 7 júlí nk. milli kl. 18 og  21 alla dagana.  Við biðjum keppendur að fylgjast vel með á  www.sleipnir.is þar  sem allar frekari upplýsingar verða birtar.  Drög að dagskrá er á www.sleipnir.is Skráningargjöld kr. 5.000- greiðast við skráningu.


03.07.2011 17:27

Landsmótið


Þá er frábæru Landsmóti lokið þar sem Neistafélagar tóku þátt í hinum ýmsu viðburðum og/eða störfum og stóðu sig frábærlega.

Gáski og Óli voru glæsilegir fulltrúar Neista að vanda og enduðu í 11 sæti í B-flokki með einkunina 8,59.
Til hamingju með það.



Óli og Gáski í góðri sveiflu


Á fimmtudagskvöldið í frábæru veðri var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í því en 11 flottir félagar mættu til leiks og voru stoltir Neistafélagar sem sátu í brekkunni og horfðu á.  Við setningarathöfnina voru einnig 18 fánar aðildarfélaga FEIF dregnir að hún og var Friðrún Fanný Guðmundsdóttir ein ungmenna sem voru fengin til að draga upp fána.
Takk fyrir frábæra þátttöku.


Sigurgeir fánaberi, Agnar, Haukur, Harpa, Leon, Elín, Lilja, Ásdís, Lara, Magnús og Höskuldur



Margir félagar unnu hin ýmsu störf á Landsmóti. Formaðurinn sjálfur, Hjörtur Karl Einarsson, var þar á aðra viku að skipuleggja og vinna og Valur Valsson var einn af dómurum í allri gæðingakeppninni.


Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt fyrir gott starf og frábæra skemmtun.

Nokkrar myndir af hópreið í albúmi.
Hér  má sjá myndbrot af Neistafélögum í hópreiðinni (á ca 3.35 mín)
og einnig má sjá hér annað myndbrot af setningarathöfninni sem var glæsileg í alla staði.

29.06.2011 09:53

Gáski og Óli í B-úrslit


Frábær árangur hjá Gáska og Óla í gær þar sem þeir unnu sæti í B-úrslitum á Landsmóti, urðu í 11. sæti í milliriðlum.
Þeir munu keppa á föstudag og fylgjust við að sjálfsögðu með því emoticon



Á félagsmóti Neista 2009


27.06.2011 19:59

Óli og Gáski í milliriðil


Smá Landsmótsfréttir.....

Keppt var í forkeppni í B-flokki í dag og komust Gáski og Ólafur Magnússon í milliriðil
.

Forkeppni í barna- og unglingaflokki var á sunnudag en í dag, mánudag var ungmennaflokkur og B-flokkur.

Hluti Landsmótsfara mætti í Skagfjörðinn í fallegu veðri á laugardag til að nýta æfingatímann sem Neista var úthlutað og gera klárt fyrir sunnudaginn.




Skemmtilegur knapafundur var kl. 10 á sunnudagsmorgni þar sem Sigurbjörn Bárðarson sagði krökkunum að þá þegar væru þau búin að ná ákveðnum sigri með því að vera komin á Landsmót, nú væri þau komin þangað og þá væri bara að hafa gaman af því að vera í brautinni, gera sitt besta með bros á vör og það gerðu krakkarnir frá Neista svo sannarlega og voru flottir fulltrúar félagsins.


Haukur Marian og Viðar og Sigurgeir og Hátíð


           
                Sigurður Bjarni og Þokki                                   Lilja Maria og Hamur


Keppendur stóðu sig frábærlega og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
(ekki náðist mynd af Agnari, Óla og Ragga þar sem þeir kepptu í dag, mánudag og myndasmiður farinn heim)
.


Nokkrar myndir í albúmi.


27.06.2011 19:54

Úrslit landsmóts UMFÍ 50 +


Fyrsta landsmót UMFÍ 50 + í hestaíþróttum var sl. föstudag. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt í mótinu. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert eftir sem sést vel á einkunnum efstu hrossa.

Fjórgangur

úrslit
1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,27
2 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 5,83
3 Halldór P. Sigurðsson / Fálki frá Bessastöðum 5,70
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,60
5 Magnús Ólafsson / Dynur frá Sveinsstöðum 5,57


Fimmgangur

úrslit

1 Sverrir Sigurðsson / Rammur frá Höfðabakka 6,64
2 Þórir Ísólfsson / Návist frá Lækjamóti 6,26
3 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,14
4 Elías Guðmundsson / Frenja frá Vatni 4,60
5 Þorgeir Jóhannesson / Sunna frá Áslandi 3,95

Tölt

úrslit

1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,61
2 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,56
3 Halldór P. Sigurðsson / Gósi frá Miðhópi 6,44
4 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 6,06
5 Magnús Ólafsson / Gleði frá Sveinsstöðum 5,78


Þytur

21.06.2011 19:00

Vaktir hestamannafélaga á Landsmóti 2011


Helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:

  • Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
  • Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
  • Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
  • Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
  • Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
  • Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
  • Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:       
    • Stóðhesthús
    • Móttaka hrossa
    • Skrifstofa
    • Upplýsingamiðstöð
    • Hliðvarsla
    • Fótaskoðun
    • Kaffivaktin
    • Ýmis vinna á svæði

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið [email protected]. Fram þarf að koma frá hvaða hestamannafélagi viðkomandi kemur.


21.06.2011 00:07

Æfing fyrir landsmót


Stemming er hjá krökkunum fyrir Landsmóti sem byrjar á sunnudaginn með forkeppni í unglingaflokki og síðan baranaflokki. Í kvöld örkuðu þau ásamt foreldri og Óla Magg,  sem er endalaust tilbúinn að snúast í kringum þau, á Vindheimamela að æfa fyrir keppnina. Virkilega skemmtileg ferð og gott fyrir þau að prófa annan völl en þann sem þau eru vön á Blönduósi.
Á Landsmót fyrir Neista fara:



Lilja Maria og Hamur, Agnar og Njörður, Sigurður Bjarni og Þokki, Sigurgeir Njáll og Hátíð og Haukur Marian og Viðar. Óli er með þeim á myndinni.

Í B-flokk fara Óli og Gáski og Raggi og Stikla en í A-flokk fara Óli og Ódeseifur og Raggi og Maur en þessir kappar þurfa nú lítið að æfa sig.

Afskaplega fallegt veður var á Melunum en kalt. Vonandi fer að hlýna.







Nokkrar myndir í albúmi.

Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434451
Samtals gestir: 51288
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:40:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere