Almennt reiðnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni verður haldið á Blönduósi mánudaginn 1.maí og þriðjudaginn 2.maí. Knapar á öllum stigum hestamennskunnar eru hvattir til þess að skrá sig. Kennslufyrirkomulagið er þannig að hver þátttakandi fær fjóra einkatíma, tvo á mánudegi og tvo á þriðjudegi. Frábært tækifæri til þess að öðlast meiri þekkingu og fá aðstoð reiðkennara til þess að fá reið- og eða keppnishestinn sinn enn betri.
Skráning er á netfangið [email protected], síðasti skráningardagur er föstudaginn 28. apríl.
Athugið að einungis verða tíu þátttakendur, þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær.
Verð: 20.000 krónur.