Færslur: 2009 Mars

04.03.2009 21:11

Ráslistar komnir fyrir Ís-landsmótið 2009

Á heimasíðu Ís-landsmótsins eru komnir ráslistar fyrir mótið. 

Ljóst er að fjöldi skráninga er langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Þess vegna hefur verið ákveðið að hefja mótið stundvíslega kl. 9.30. og hafa fjóra í holli í stað þriggja. Krafist fullkominnar stundvísi og engar undantekningar leyfðar. Þetta fyrirkomulag var valið í stað þess að vísa þeim frá sem síðastir voru að skrá, sem við þó vorum búnir að áskilja okkur rétt til að gera. Vonum við að keppendur og gestir sýni þessum ráðstöfunum skilning.

Byrjað verður á B-flokk síðan A-flokkur og endað á tölti.

RÁSLISTA MÁ SJÁ HÉR

04.03.2009 08:13






 Landgræðslan leitar tilboða í búnað Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti

Rétt við höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti var Stóðhestastöð ríkisins rekin um árabil. Nú hefur starfsemin verið lögð niður og hefur ríkið afhent Landgræðslunni húsnæði stöðvarinnar til umsýslu.
Fyrirhugað er að tæma húsnæðið og mun Landgræðslan nýta það undir hluta starfsemi sinnar. Bæði innan- og utanhúss er ýmis búnaður sem fjarlægja þarf, svo sem stíur, gúmmímottur og gerði.

Landgræðslan óskar eftir kauptilboðum í allan búnaðinn eða hluta hans og þurfa bjóðendur að fjarlægja búnaðinn og flytja burt af staðnum.

Hér er auglýsing ásamt tilboðsblaði og frekari upplýsingum um þann búnað sem í boði er. 

Tilboðsfrestur er til 10. mars nk. Kl.14.

03.03.2009 07:59

 
Sigur frá Hólabaki og Hans Kjerúlf

Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B-flokkinn í fyrra á Svínavatni. Á næstu dögum munum við senda frá okkur nöfn á hestum og mönnum sem munu mæta og listinn er langur og það stefnir í hörku keppni á Svínavatni um næstu helgi.



Skráningar berist á netfangið [email protected]) í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, uppruni og litur hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á grein. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 um leið og skráð er. Í boði er  gisting fyrir menn og hross víða í héraðinu. Einnig verður sérstök tilboð um helgina á Pottinum og pönnunni á Blönduósi og þar verður kráarstemming bæði föstudags og laugardagskvöld.

 Minnum á að fylgjast með heimasíðum Hestamannafélaganna Neista og Þyts og  http://svinavatn-2009.blog.is þar sem fram koma allar nánari upplýsingar og rásröð keppenda þegar líður að móti.

02.03.2009 15:24

Kaffimorgun  -  Kaffimorgun  -  Kaffimorgun


Kaffimorgnun Laugardaginn 07.mars fellur

niður vegna ís-landsmótsins á Svínavatni
Hvetjum alla til að mæta þangað og sjá
 fallegustu hross (og knapa) landsins
saman komin á einum besta ís
 landsins á Svínavatni.

01.03.2009 21:34

Annað mót liðakeppninnar

Úrslit móts nr. 2 í liðakeppninni

Annað mót liðakeppninnar var sl. föstudagskvöld og var afar góð þátttaka. 
Bestu þakkir til allra sem að þessu móti komu, starfsfólki, keppendum og áhorfendum sem voru skemmtilegir og studdu vel sín lið.

Úrslit urðu eftirfarandi: forkeppni/úrslit

Börn
1. Kristófer Smári Gunnarsson og Djákni frá Höfðabakka  

2. Rósanna Valdimarsdóttir  og Vakning frá Krithóli

3. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvissa frá Reykjum

4. Hákon Ari Gímsson Rifa frá Efri-Mýrum  

5. Haukur Marian Suska Hauksson og Snælda frá Áslandi 

Unglingar:
1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, eink. 5,0 / 6.3
2. Albert Jóhannsson og Carmen frá Hrísum,  eink. 4,8 / 5,7

3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík, eink. 4,8 / 5,0
4. Jónína Lilja Pálmadóttir Svipur frá Syðri Völlum, eink. 5,3 / 4,8
5. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Moldhaga, eink. 5,5 / 4,7


2. flokkur
A-úrslit:
1. James Boas Faulkner og  Rán frá Lækjamóti, eink. 5,1 / 6,1

2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, eink. 5,1 / 5,6

3. Gréta B. Karlsdóttir og Gella frá  Grafarkoti, eink. 4,8 / 4,7

4. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, eink. 4,9 / 4,4

5. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk, eink. 5,4 / 3,9




B-úrslit

5. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, eink. 4,6 / 4,9

6. Valur Valsson og Birta frá Krossi, eink. 3,9 / 4,8

7. Helgi H. Jónsson og Táta frá Glæsibæ, eink. 4,5 / 4,1

8. Leifur George Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá, eink. 3,9 / 4,1

9. Elías Guðmundsson og Þruma frá Stóru-Ásgeirsá, eink. 4,3 / 3,9

1. flokkur 
A-úrslit
1. Tryggvi Björnsson og Hörður frá Reykjavík, eink. 6,4 / 6,3

2. Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Húni frá S-Ásgeirsá, eink.  6,3 / 6,3

3. Elvar Logi Friðriksson og Samba frá Miðhópi, eink. 6,1 / 5,4

4. Ólafur Magnússon og Fregn frá Gígjarhóli, eink. 6,0 / 5,3

5. Jakob Víðir Kristjánsson  og Röðull frá Reykjum, eink. 6,1 / 5,0




B-úrslit 
5. Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Húni frá S-Ásgeirsá, eink. 5,4 / 6,3

6. Jóhann Magnússon og Lávarður frá Þóreyjarnúpi, eink. 5,9 / 5,9

7. Einar Reynisson og Gautur frá Sigmundarstöðum, eink. 5,8 / 5,8

8. Magnús Ásgeir Elíasson og Dís frá Stóru-Ásgeirsá, eink. 5,4 / 5,1

9. Herdís Einarsdóttir og Skinna frá Grafarkoti, eink. 5,6 / 4,5


 

Eftir mótið stendur liðakeppnin þannig:
1. Lið 3 með 66,5 stig.
2. Lið 2 með 47,5 stig
3. Lið 4 með 22,5 stig
4. Lið 1 með 19,5 stig

Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1424
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 464697
Samtals gestir: 55826
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 05:50:51

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere