Færslur: 2014 Mars

02.03.2014 12:57

Grunnskólamótið - Þrautabraut/Smali/Skeið

Grunnskólamótið - Þrautabraut/Smali/Skeið

 

Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verða:

09.mars á Blönduós - þrautabraut, smali og skeið

15. apríl á Hvammstanga - fegurðarreið, tölt og skeið

27. apríl á Sauðárkróki - fegurðarreið, tvígangur, þrígangur, fjórgangur og skeið

 

Þrautabraut, smali og skeið verða í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 09. mars kl. 13.00

 

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut

4. - 7. bekkur smali

8. - 10. bekkur smali

8. - 10. bekkur skeið

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir  miðnætti miðvikudaginn 05. mars  á  netfangið:    [email protected]

 Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.

Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst  (ekki tekið við greiðslukortum).

 

 

 

Grunnskólamót reglur

 

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.    Keppnisgreinar eru:

Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Þrígangur                       4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

 

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál, þar skal stöðva hestinn og halda svo áfram.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við. Ef tunna dettur er bætt við 4 sekúndum og ef tunnu er sleppt bætast við 4x4 sekúndur. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn. Ef hleypt er yfir pallinn bætast við 4x4 sekúndur.

 

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið , frjáls ferð á tölti, samtals 2 hringir.

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

 

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

¨       Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

 

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk.  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

 

Stig

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti             gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti             gefur  8 stig
3. sæti             gefur  7 stig
4. sæti             gefur  6 stig
5. sæti             gefur  5 stig.

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti             gefur  5 stig
2. sæti             gefur  4 stig
3. sæti             gefur  3 stig
4. sæti             gefur  2 stig
5. sæti             gefur  1 stig.

 

02.03.2014 09:38

Næsta mót Mótaraðar Neista

Næsta mót Mótaraðar Neista, hefði átt að vera fjórgangur þann 10 mars nk. en þar sem að sunnudaginn 9 mars verður keppt í Smala á vegum Grunnskólamótaraðarinnar þá hefur mótanefnd Neista ákveðið að skipta,  og hafa Smalakeppnina kvöldið 10 mars nk.  Þá er hægt að nota tækifærið og hafa brautina áfram uppi. Auglýst nánar í vikunni.

Mótanefnd.

02.03.2014 00:02

Úrslit á Svínavatni, Tryggvi sigraði A-flokkinn 3 árið í röð

 


Tryggvi og Þyrla frá Eyri
 

Þá er lokið enn einu frábæru ísmóti á Svínavatni. Veður og færi eins og best verður á kosið og dagskráin gekk vel og snuðrulaust fyrir sig.

Hestakosturinn magnaður og þá sérstaklega í B-flokki þar sem hann hefur sennilega aldei verið sterkari.

 

Glæsilegasti hestur mótsins var valin Síbil frá Torfastöðum sem hlaut m.a. 10 fyrir yfirferð í tölti en Hans Þór Hilmarsson og Síbil sigruðu með yfirburðum bæði B-flokkinn með 9,21 í einkunn og töltið með 8,50 í einkunn.

 

Tryggvi Björnsson sigraði A flokkinn þriðja árið í röð og núna á glæsihryssunni Þyrlu frá Eyri en þau hlutu 8,74 í einkunn.

 

Kærar þakkir til áhorfenda, starfsmanna og ekki síst til knapa sem margir komu um langan veg létu aldrei bíða eftir sér á mótinu.

Væntanlega sjáumst við svo 28. febrúar á næsta ári.



B flokkur úrslit


Sæti Knapi Hestur Samtals

Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 9,21
Jakob Sigurðsson Nökkvi Skörðugili 8,86
Ísólfur Líndal Vaðall frá Akranesi 8,80
Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 8,79
Hlynur Guðmundsson Bliki annar frá Strönd 8,69
Arnar Bjarki Sigurðarson Kaspar frá Kommu 8,66
Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 8,60
Magnús Bragi Magnússon Birta frá Laugardal 8,59
Helgi Eyjólfsson Stimpill frá Vatni 8,54

A flokkur úrslit

Kaupfélag V - Húnvetninga

býður upp á A - flokk


 
Sæti Knapi Hestur Samtals

Tryggvi Björnsson Þyrla frá Eyri 8,74
Ísólfur Líndal Gandálfur frá Selfossi 8,57
Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Ársól frá Bakkakoti 8,51
Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,49
Logi Þór Laxdal Vörður frá Árbæ8,40
Jakob Sigurðarson Ægir frá Efri-Hrepp 8,39
Elvar Einarsson Mánadís frá Akureyri 8,30
Gunnar Arnarson Hreggviður frá Auðholtshjáleigu 8,29

Tölt úrslit

 

Húsherji ehf-Svínavatni
býður upp á töltið:

 
Sæti Knapi Hestur Samtals

Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 8,50
Magnús Bragi Magnússon Óskasteinn frá Íbishóli 7,70
Þór Jónsteinsson Gína Þrastarhóli 7,50
Jakob Sigurðsson Kilja frá Grindavík 7,40
Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 7,13
Tryggvi Björnsson Blær Kálfholti 6,87
Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 6,83
Skapti Steinbjörnsson Blálilja frá Hafsteinsstöðum6,63


Styrktaraðilar  :

Geitaskarð-hrossaræktarbú - Kaupfélag Vestur-Húnvetninga - Húsherji ehf-Svínavatni
Gunnar Arnarson ehf - Arionbanki - Export hestar
Gröf Víðidal - Ístex - SAH Afurðir
VÍS Sauðárkróki - Kaupfélag Skagfirðinga - G. Hjálmarsson hf
Lífland - Steypustöðin Hvammstanga - Tveir smiðir,Húnaþingi vestra
Ferðaþjónustan í Hofi - Fitjar, hrossaræktarbú - Hólabak, hrossaræktarbú
Blönduósbær - N1 Píparinn - Vörumiðlun, Blönduósi
Ferðaþjónustan Dæli - Kidka ehf - Steinnes, hrossaræktarbú
 

Flettingar í dag: 658
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 463063
Samtals gestir: 55749
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:42:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere