03.12.2007 20:45

Vetrarstarf Neista hefst með opnum félagsfundi 4. desember

 

Vetrarstarf Neista hefst með opnum félagsfundi 4. desember

Segja má að veturinn hjá hestamannafélaginu hafi byrjað með pompi og prakt s.l. laugardag þ. 1. desember þegar árshátíð búgreinafélaga og Neista var haldin í félagsheimilinu á Blönduósi. Knapa árssins, Ólafi Magnússyni frá Sveinsstöðum var veitt viðurkenningu fyrir frábæran árangur í keppni á árinu og Höskuldur B. Erlingsson tók á móti viðurkenningu fyrir gerð heimasiðu félagsins, www.neisti.net, og umsjón með henni.

Margt er á döfinni hjá Neista, námskeið, sýningar, unglingastarf og fleira og verður haldinn stór almennur félagsfundur þriðjudaginn 4. desember kl. 20.30 í reiðhöllinni á Blönduósi.

Þar verður kynnt dagskrá vetrar, nefndarmenn verða á staðnum til að svara spurningum og mun vonandi spinnast lífleg umræða um málefni hestamennskunnar yfir kaffibolla og meðlæti.

Flettingar í dag: 771
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 463176
Samtals gestir: 55751
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 19:30:12

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere