06.02.2008 21:19

Áhugavert þriggja helga námskeið - Uppbygging kynbóta- og sýningarhrossa fyrir áhugafólk!



Námskeið í uppbyggingu kynbóta- og sýningahrossa fyrir áhugafólk. Skráningafrestur að renna út!
(fyrir kl. 24:00, 6. febrúar)

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands vill vekja sérstaka athygli á þessu gagnlega og skemmtilega námskeiði en nokkur pláss eru laus.
Þetta er áhugavert námskeið fyrir hestafólk sem vill sjálft geta undirbúið sín hross undir sýningar, t.d. kynbótasýningar en einnig að sjálfsögðu fyrir þá sem ætla sér að sýna og hafa árangur í sýningum á kynbóta- og keppnishrossum. Námskeiðið hentar því almennt hestafólki sem vill bæta sína reiðmennsku og sitt hross á ítarlegan hátt!

Í upphafi er farið í efni sem miðar að því að undirbúa hestinn og knapann fyrir átökin. Grunnatriði eins og að áseta og ábendingar séu réttar og virkar, að hesturinn sé jafn og samspora, að hann sé í jafnvægi andlega og líkamlega og að sátt sé um taumsamband. Á annari og þriðju helgi verður farið er yfir hvernig hinar ýmsu hlýðniæfingar sem ætlað er að mýkja og styrkja hestinn eru að lokum nýttar til þess að móta hinn heilsteypta sýningarhest. Einnig verður allar helgarnar fræðsla um afmarkað efni sem lýtur að kynbótahrossum, byggingu þeirra og hæfileikum, dómskalanum og reglum kynbótasýninga, járningum og að lokum sýningartækni.

Nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu Landbúnaðarháskólans, www.lbhi.is og þar undir Endurmenntun ? Hestamennska.

Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari, Þorvaldur Kristjánsson, kynbótadómari, Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og Daníel Jónsson, tamninga- og sýningamaður.
Staðsetning: Mið-Fossar í Borgarfirði
Tími: 8. ? 10. febrúar, 14. ? 16. mars og 18. ? 20. apríl kl.17:00, 09:00-17:00 (3x20 kennslustundir)
Verð: Verð: 79.500 kr. Innifalið í verði er öll kennsla, kennslugögn, einnig hesthúspláss, fóður og veitingar á meðan námskeiði stendur.
Skráningar: [email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimilisfang og sími) eða hafið samband í síma 433 5033/ 433 5000/ 843 5302

Hægt er að skrá sig á einstaka helgi sem áheyranda án hests en fá leiðsögn, kennslugögn og veitingar eins og aðrir þátttakendur á námskeiðinu ? hver helgi kostar þá 12.000.- kr

P.s. Þeir sem eru á biðlista á öðrum námskeiðum ættu að kíkja á lýsingu þessa námskeiðs. Minnum einnig á möguleikana er felast í Starfsmenntasjóði bænda til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum (www.bondi.is).

Flettingar í dag: 911
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 1424
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 464740
Samtals gestir: 55829
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 06:14:01

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere