29.03.2009 09:57

Stórsýningin

Stórsýningin var í gær laugardag og tókst að öllu leyti vel þótt veðrið hafi verið hundleiðinlegt.

Frumkvöðlinum Árna Þorgilssyni var sérstaklaga þakkað við þessi tímamót fyrir að hafa byggt Reiðhöllina í  Arnargerði og hreinlega lagt gull í lófa okkar húnvetnskra hestamanna eins og Grímur heitinn Gíslason orðaði það. Árni kom hingað fyrir 10 árum síðan og hóf byggingu hússins 1999 og var opnunarsýningin í mars 2000. Hún hefur fært okkur margar ánægjustundirnar og starf okkar  hestamanna hér væri ekki svona blómlegt nema af því við höfum þessa frábæru Reiðhöll. Frábært framtak hjá Árna Þorgilssyni og þökkum við kærlega fyrir það.


Flestir hestamann á svæðinu komu fram í atriðum og  um 50 börn og unglingar voru í 9 atriðum af 21. Virkilega gaman að sjá hvað þau er flink og hafa sett upp skemmtilegt atriði á stuttum tíma. Æskulýðsnefnd veitti Hörpu Birgisdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur  og framför á árinu 2008 sem knapa ársins í unglingaflokki.

Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari kom og sýndi okkur gæðingafimi og sagði okkur hvernig hann notar reiðhöll til tamninga. Hann var einmitt hér á 1. sýningunni svo það var einstaklega gaman að hann skyldi sjá sér fært að koma og vera með okkur á 10. sýningunni.  

Sýning verður ekki að veruleika nema með góðu starfsfólki, þátttakendum og áhorfendum. Viljum við þakka öllum sem komu að þessari sýningu, á einn eða annan hátt, kærlega fyrir.
 
Sýningin var tekin upp af Kristjáni Blöndal og mun diskur verða til sölu fljótlega, verður það auglýst síðar. Ef einhver lumar á skemmtilegum myndum væri gaman að fá þær, senda þær á
[email protected] og verða þær settar hér inn á myndaalbúm.

Auðunn Sigurðsson og Sigríður Aadnegard tóku þessar myndir sem komnar eru inn á myndaalbúm og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1424
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 464943
Samtals gestir: 55844
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 08:32:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere