24.09.2009 22:19

Hrossasmölun og stóðréttir í Víðidal

Krónprisessa stóðréttanna - Víðidalstungurétt



Stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2.október næstkomandi. Er búist við fjölmenni. Stóðinu verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október nk. Stóðið er rekið til réttar kl.10:00 og réttastörf hefjast.

Kl. 13:00 verður uppboð á völdum hrossum.  M.a. verður boðið upp brúnskjótt hestfolald Unnar frá Blönduósi sem er undan Álfi frá Selfossi og 1.verðlauna hryssunni Uglu frá Kommu. Þarna er tækifærið að ná sér í framtíðarstóðhest. Þeir  hafa ekki verið ófáir stóðhestarnir sem hafa komið frá Kommu á sl. árum

Kl. 14:30 verður dregið í happdrætti. Allir þeir sem kaupa sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fá happdrættismiða í kaupbæti.  Fjöldi glæsilegra vinninga þar sem folald er aðalvinningurinn. Ekki dónalegt það.


Flettingar í dag: 1003
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 463408
Samtals gestir: 55757
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 21:00:45

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere