23.10.2009 09:01

Nýr vefur Félags hrossabænda

Nýr vefur Félags hrossabænda hefur nú verið tekinn í gagnið á slóðinni www.fhb.is . Þar er að finna upplýsingar um félagið og starfsemi þess, auk ýmis konar fróðleiks er varðar íslenska hestinn, bæði á íslensku og ensku. Allar fundargerðir félagsins eru birtar á vefnum, auk þess sem þar er að finna fróðleik um fagráð, útflutning, lög- og reglugerðir og fleira. Enn á eftir að bæta meiru við myndasöfn, tengla og fræðslu og eru hestamenn hvattir til að senda félaginu ábendingar um efni sem gæti átt heima á síðunni. Efst á síðunni er að finna upplýsingar um deildir FHB og með því að smella þar á má fara beint inn á stjórnartöl viðkomandi deilda og tengla á síður þeirra ef þær eru til staðar.  Vefinn smíðaði Vefsmiðjan Orion, en um hönnun hans sá Hulda G. Geirsdóttir, sem jafnframt er vefstjóri.

www.hestafrettir.is

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1424
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 464059
Samtals gestir: 55787
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 01:42:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere