18.03.2010 10:38

KS-deildin úrslit fimmgangur



Þriðja mótið var haldið í gærkvöldi í KS-deildinni og var keppt í fimmgangi að þessu sinni. Knaparnir voru mættir með 18 nýja hesta eins og við var að búast og var keppnin hörð og spennandi og ekki hægt að ganga að neinu vísu eins og venjan er í fimmgangi og þá sérstaklega á minni braut.

Eftir forkeppnina var í raun ekki nokkur leið að spá fyrir hver myndi sigra og til gamans má geta að öll níu hrossin sem komust í úrslit eru 1. verðlauna kynbótahross.

Í B-úrslitunum hafnaði Ólafur og Ódysseifur í 9. sæti eftir að skeiðið hafði misheppnast. Jöfn í 7. og 8. sæti lentu Heiðrún með Venusi og Ísólfur með Kraft og verður að viðurkennast að Kraftur olli smá vonbrigðum en þeir komu efstir inn í úrslitin. Magnús Bragi með Vafa og Elvar með Smáralind börðust um sigurinn hafði Magnús forystuna þar til í skeiðinu en þá skaust Elvar tveimur kommum upp fyrir hann og komst þannig inn í A-úrslitin.

Í A-úrslitunum höfnuðu Mette og Háttur í fimmta sæti en skeiðið heppnaðist ekki sem skyldi. Elvar komst upp í fjórða sæti og Erlingur með gæðinginn Blæ sóttu þriðja sætið. Tveir knapar börðust helst um fyrsta sætið en það voru Þórarinn með Þóru og Bjarni með Djásn og var keppnin jöfn en það er skemmst frá því að segja að Bjarni náði strax forystunni og sleppti henni aldrei og fór með sigur af hólmi.

Eftir þrjár keppnir er Bjarni í forystunni, Ísólfur annar, Ólafur þriðji og Mette fjórða en mjótt er á mununum og þegar tvær greinar eru eftir smali og skeið getur allt gerst. 

Flettingar í dag: 1180
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 463585
Samtals gestir: 55764
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 22:05:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere