14.09.2011 09:16

Fjör á Landsmótsnefndarfundi á Blönduósi í gærkvöldi


Landsmótsnefndin sem skipuð var af  LH og BÍ fyrir ári og átti að endurskoða alla umgjörð Landsmóts ehf., skilaði lokaskýrslu á vordögum. Hefur hún farið um landið og haldið fundi með heimamönnum og farið yfir skýrsluna. Óhætt er að segja að ákveðin mál hafi ekki farið vel í Norðlendinga sem mættu á fund á Blönduósi í gær.

 

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaðurnefndarinnar, Stefán Haraldsson, Sigrún Ólafsdóttir og Kristinn Guðnason.


landsmotsnefnd (2)

Það voru þau Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður nefndarinnar, Stefán Haraldsson, Sigrún Ólafsdóttir og Kristinn Guðnason sem mættu á Blönduós til að skýra frá störfum þeirra í nefndinni og rökstyðja þær afgreiðslur og tillögur sem settar eru fram í skýrslunni. Helsta gagnrýni sem nefndin fékk frá fundarmönnum var tillaga þeirra um að Landsmót ætti að halda tvö skipti sunnanlands á móti einu norðanlands. Það var mikill hiti í mönnum vegna þessa sem mótmæltu þeirri hugmynd harðlega. Vildu flestir hafa fyrirkomulagið óbreytt þ.e. að mótin verði haldin til skiptis á þessum landshlutun. Kom þó fram sú uppástunga úr sal að tvö mót yrðu haldin á Norðurlandi á móti einu á Suðurlandi.

Næsta landsmót verður haldið í Reykjavík á næsta ári og voru fundarmenn efins um að rétt væri að halda mót í borg þar sem kemur skýrt fram í ritgerð Hjörnýjar Snorradóttur, Stefnumótun-Landsmót hestamanna, sem talið er tímamótaverk að því er varðar umfjöllun um landsmótin, að Landsmótin njóti vinsælda eins og þau eru og hafa verið í megin dráttum. Engar stórvægilegar breytingar beri að gera á þeim, heldur lagfæra það sem betur má fara. Helst var talið skynsamlegt af fundarmönnum að mótin yrðu haldin til skiptis á Vindhemamelum og Gaddstaðaflötum enda hafi mikil og kostnaðarsöm uppbygging farið fram á þeim stöðum og þekking til mótahalds til staðar.

Skýrslu Landsmótsnefndar má sjá HÉR


Feykir


Flettingar í dag: 1003
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 463408
Samtals gestir: 55757
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 21:00:45

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere