Í dag var jarðsettur Grímur Gíslason heiðursborgari Blönduóss. Grímur var alla tíð mikill hestamaður og félagsmaður í Neista. Núverandi og 4 fyrrverandi formenn í Neista stóðu heiðursvörð við Blönduósskirkju, bæði fyrir og eftir athöfn. Síðan var riðið á undan líkfylgdinni að kirkjugarðinum á Blönduósi. Myndir eru í myndaalbúmi af heiðursverðinum.
