Hestamannafélagið Neisti fór í sína árlegu vorferð á sumardaginn fyrsta. Riðinn var stór hringur um svæðið. Stoppað var við Laxá á Ásum, þar sem drukkið var kakó og borðaðir nýbakaðir ástarpungar í boði húsmóðurinnar á Húnsstöðum Elínu Rósu Bjarnadóttur. Síðan var ferðinni haldið heim í Arnargerði þar sem grillað var lambakjöt og allir sælir og mettir. Þátttaka var mjög góð en það voru um 40 knapar á öllum aldri sem tóku þátt. Nokkrar myndir úr ferðinni eru á myndasíðu.
