20.04.2007 18:38

Vorferð Hestamannafélagsins Neista á sumardaginn fyrsta

Hestamannafélagið Neisti fór í sína árlegu vorferð á sumardaginn fyrsta.  Riðinn var stór hringur um svæðið.  Stoppað var við Laxá á Ásum, þar sem drukkið var kakó og borðaðir nýbakaðir ástarpungar í boði húsmóðurinnar á Húnsstöðum Elínu Rósu Bjarnadóttur. Síðan var ferðinni haldið heim í Arnargerði þar sem grillað var lambakjöt og allir sælir og mettir.  Þátttaka var mjög góð en það voru um 40 knapar á öllum aldri sem tóku þátt. Nokkrar myndir úr ferðinni eru á myndasíðu.





Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930254
Samtals gestir: 88577
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere