17.05.2007 23:49Æskan og hesturinnBörn frá Hestamannafélaginu Neista gerðu góða ferð í Skagafjörðinn Þann 17. maí fóru 28 börn ásamt foreldrum, ömmum og öfum úr Hestamannafélaginu Neista til Sauðárkróks með atriði á sýninguna Æskan og Hesturinn, sem haldin var nú í annað sinn. Alls tóku 7 hestamannafélög þátt í sýningunni en þau voru: Stígandi, Léttfeti, Svaði, Hringur, Glæsir, Þytur og Neisti. Sýnt var tvisvar yfir daginn kl. 13:00 og 17:00 og var hin sýningin hin skemmtilegasta frá byrjun til enda. Skagfirðingar eiga mikið lof skilið fyrir þetta frábæra framtak og alla vinnuna sem í þetta var lagt, en þetta var allt unnið í sjálfboðavinnu. Þarna voru meðal annars sýndar þrautir á hestum, hestalitirnir, gangtegundir íslenska hestsins, gamli og nýi tíminn í klæðnaði og margt fleira. Við setningu sýningarinnar var fyrrv. Fegurðardrottning Íslands, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, á hestinum Gletting frá Steinnesi. Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is