Framkvæmdir við nýja skeiðvöllinn ganga vel, en á næstu helgi fer þar fram kynbótasýning. Búið er að setja vikur á brautina en í verkið var notuð malbikunarvél. Næstu daga verður tyrft og girðing sett upp meðfram brautinni svo eitthvað sé nefnt.
Myndir eru komnar inn á myndasíðu af vinnu við völlinn.
Á myndinni má þekkja þá Tryggva Björnsson og Guðmund Sigfússon og telur ritari að Tryggvi sé að lýsa því hvernig hann muni skeiðleggja næsta keppnishross sitt á nýju brautinni.

Nýji völlurinn