21.02.2008 20:11

Frá formanni Neista !

Nú er komið að aðalfundi í hestamannafélaginu Neista og verður hann haldinn miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl 20:00. 
Ávallt vantar skapandi og drífandi fólk í starfið hjá okkur en síðustu ár hafa verið viðburðarrík, unglingastarfið hefur farið mjög vaxandi og höfum við verið að byggja upp góða aðstöðu fyrir okkur félagsmennina. Það því vantar menn og konur sem vilja sitja í nefndum á vegum hestamannafélagsins en nefndirnar sem starfandi eru núna eru unglinga-, valla-, innanhúsmóta-, utanhúsmóta-, ferða-, vorferðar-, Svínavatnsmóts- og reiðveganefnd.
Einnig verður kosið um formann og 2 menn í stjórn á fundinum, svo ef einhver er áhugasamur um stjórnarsetu eða nefndarsetu endilega látið mig þá vita á netfangið mitt [email protected]

Það er ljóst að ég get ekki starfað lengur sem formaður félagsins en ég er fluttur til Reykjavíkur í nokkur ár til að stunda háskólanám.

Þessi tvö ár hafa gefið mér mjög mikið, hafa verið skemmtileg og einnig kennt mér mjög margt. Félagsstarfið gengur mjög vel og félagið hefur fullt af góðu og jákvæðu fólki innanborðs. Það hefur stækkað ört síðustu ár og er þar helst að þakka góðu unglingastarfi og alltaf virðast fleiri og fleiri börn og unglingar fara út í þessa hollu íþrótt. Ég vil svo að lokum þakka fyrir mig þessi 2 góðu ár sem ég hef setið sem formaður. Hvet ég félagsmenn til að standa saman og þétt við bakið á hvorum öðrum í framtíðinni og stunda skemmtilegt félagsstarf í hestamannafélaginu Neista.

Þorgils Magnússon formaður

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930254
Samtals gestir: 88577
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere