27.02.2008 10:00Ís-Landsmótið 2008 á Svínavatni
Eins og kunnugt er verður haldið "Ís-landsmót" á Svínavatni í A-Hún. laugardaginn 8. mars. Allar nauðsynlegar tilkynningar og upplýsingar þar um verður að finna á þessari síðu: Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með síðunni ef t.d. þarf að gera breytingar á dagskrá á síðustu stund. Þar sem mótið í fyrra heppnaðist í alla staði mjög vel og þátttaka fór fram úr öllum væntingum hefur verið ákveðið að fækka keppnisflokkum niður í þrjá, þannig að nú verði einungis keppt í A og B flokki og opnum flokki í tölti, til þess að dagskráin verði aðeins styttri en snarpari og metnaðarfyllri. Verðlaun, auk bikara fyrir átta efstu sætin í A og B flokkum og opnum flokki í tölti verða veittar 100.000. kr. fyrir fyrsta sæti, 25.000. kr. fyrir annað sæti og 10.000. kr. fyrir þriðja sæti. Fyrirkomulag verður að öðru leiti með svipuðu sniði og í fyrra og verða nánari upplýsingar birtar hér á næstunni. Úrslit og ýmsar aðrar upplýsingar frá því í fyrra má enn þá nálgast á svinavatn-2007.blog.is KeppnisreglurAllar greinar Þrír í hóp í undanrásum Átta í úrslit Úrslit verða riðin strax á eftir forkeppni
Tölt Ein ferð hægt tölt, tvær ferðir hraðabreytingar, ein ferð greitt tölt
B flokkur Ein ferð hægt tölt, ein ferð greitt tölt, ein ferð brokk, ein ferð frjáls
A flokkur Ein ferð brokk, ein ferð tölt frjáls hraði, ein ferð frjáls, ein ferð skeið
Úrslit
Tölt Tvær ferðir á hverju atriði
B flokkur Hægt tölt tvær ferðir, brokk tvær ferðir, greitt tölt tvær ferðir
A flokkur Tvær ferðir tölt frjáls hraði, tvær ferðir brokk, tvær ferðir skeið Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is