18.05.2008 22:53Norðurlandamót í hestaíþróttumNorðurlandamót í hestaíþróttum í Seljord í Noregi 4. ? 10. ágúst.
Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. ? 10. ágúst í Seljord í Noregi á sama stað og heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var haldið árið 1997. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í aldurflokkunum: 13 ? 15 ára (15 ára á árinu) Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn. Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang. Við hvetjum sem flesta til að sækja um en reynsla af þátttöku í svo stóru móti er frábært veganesti fyrir alla sem eru að spreyta sig á keppnisbrautinni. Þetta er ekki síður nauðsynleg reynsla fyrir þá sem stefna á að keppa á heimsmeistaramótinu sumarið 2009. Umsóknum þarf að skila inn til Landssambands hestamannafélaga til og með 20. maí, hvort heldur sem bréflega, með tölvupósti lhsolla@isi.is eða á faxi 514 4031. Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá á skrifstofu LH í síma 514 4030. Skrifað af SM Flettingar í dag: 2377 Gestir í dag: 55 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931972 Samtals gestir: 88615 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 15:58:36 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is