22.05.2008 22:59Upplýsingar fyrir hestamannafélög og knapaUpplýsingar fyrir hestamannafélög og knapa
Upplýsingar til keppenda - fyrirkomulag - smella hér Yfirlitsmynd af aðstöðu knapa og hrossa - smella hér Teikning af beitarhólfum til að panta - smella hér Panta beitarhólf og athafnasvæði ? smella hér - Beitarhólf og tjaldsvæði keppenda verður afmarkað með rafmagnsgirðingu. Ræktunarbússýningar Val hrossa og keppenda á Landsmót
Ekki er barni, unglingi eða ungmenni heimilt að mæta með fleiri en eitt hross til úrtöku á landsmóti í sínum aldursflokki. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð. Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur. Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti? Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti. Dæmi: - Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk auk barna-, unglinga- og ungmennaflokk. Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga: 2 hross í hverjum flokki. Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, osfrv. Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2008 en þá er síðasti skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfi sem kallast FELIX. Skráning keppenda og hrossa frá hestamannafélögum Landssamband Hestamannafélaga er með lista yfir aðgangsorð allra hestamannafélaganna í MótaFeng og eiga félögin að hafa fengið þau send. Vinsamlegast athugið: Varahesta er ekki hægt að skrá í gegnum þessa slóð, senda þarf upplýsingar um varahesta - hér. Fulltrúar LM og LH sjá um skráningu í tölt og skeiðgreinar. Skráningarfrestur í þær greinar rennur út á miðnætti 16. júní.
Skrifað af SM Flettingar í dag: 1138 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2946 Gestir í gær: 81 Samtals flettingar: 933679 Samtals gestir: 88658 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:39:21 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is