03.06.2008 23:23Æskulýðsnefnd NeistaKnapamerki 1 og 2 og reiðskólinn Hjá hestamannafélaginu Neista hófu í vetur um 50 börn reiðkennslu á hinum ýmsu stigum, í knapamerki 1 voru 14 nemendur og í knapamerki 2 voru 6 nemendur. Þau komu öll í reiðhöllina fimmtudaginn 29.maí, byrjað var á pizzaveislu og drykkjum að því búnu tóku nemendur við prófskirteinum og fengu svo að gjöf ábreiðu fyrir hestinn sinn með ísaumuðu nafni eiganda, stallmúl og taum allt í stíl. Til hamingju krakkar þið stóðuð ykkur vel. Nemendur sem hyggjast stunda nám samkvæmt Knapamerkjunum þurfa að vera 12 ára (miðað við fæðingarár) eða eldri. Heimilt er að bjóða nemendum að taka stöðupróf á 1. og 2. stigi og fara t.d. beint upp á 2. stig eftir að hafa staðist bóklegt og verklegt stöðupróf á 1. stigi. Ekki er hægt að taka stöðupróf á 3., 4., og 5. stigi. Verklegi þátturinn gildir 70% en sá bóklegi 30% Yngri hópur reiðskólans kom svo saman þiðjudaginn 03.júní og byrjuðu þau á að hita sig upp með boltaleikjum svona til að vera klár í pizzaveisluna á eftir og gerðu þau pizzunum góð skil ,að því loknu tóku þau við viðurkenningarskjölum og stallmúl að gjöf og voru þau svo heppin að Þórunn Marta átti afmæli og splæsti frostpinnum á allann hópinn Takk fyrir það Þórunn Marta ![]() Höfðum við tvo reiðkennara í vetur þær Nadine og Sirrý sem eru búnar að standa sig mjög vel en fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu því að því að þarna inni einhversstaðar leyndist lítill laumufarþegi ![]() Takk Takk krakkar fyrir Stórsýninguna, Æskuna og hestinn, Bæjarstjórasýninguna þið eruð búin að standa ykkur frábærlega vel í vetur verið svo líka dugleg að æfa ykkur í sumar eins og þið vitið þá skapar æfingin meistarann, foreldrar takk fyrir ykkar framlag því án ykkar hefði þetta ekki gerst. Gleðilegt sumar Æskulýðsnefnd Neista Jóhanna, Jakobína, Sonja og Silla Skrifað af SM Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is