18.06.2008 22:59Primadonnuferð Neista![]() Þemað var köflótt og mættu konur og hestar í köflóttu að sjálfsögðu ![]() Farið var frá Sauðanesi og riðið suður með vatni og áð í skógi vöxnu Nesinu. Frábær staður fyrir menn og hesta en helst of mikil fluga og komu því flugnanetin sem við fengum í upphafi ferðar að góðum notum. Ýmsar góðar veitingar voru bornar í okkur og gerðum við þeim góð skil. Úr Nesinu hélt hópurinn niður með Laxá en við Langhyl vildi svo einkennilega til að við fundum þar plastpoka í ánni með ýmiss konar svaladrykkjum ![]() Haldið var að Mánafossi og áð aftur og síðan haldið niður í Reiðhöll og í grillveislu hjá strákunum. Frábærlega góð ferð og eiga þær þakkir skildar þær Edda, Ingibjörg og Sonja fyrir skipulagningu og góða ferð. Einnig þökkum við strákunum þeim Gumma Fúsa og Þórði fyrir að grilla og bera í okkur veitingar . Ekki má gleyma að þakka styrktaraðilunum Hollt og gott, Kjarnafæði, MS, Vífilfelli og N1 sem gáfu kjöt, salat, gos o.þ.h. Kærar þakkir fyrir. Myndir hafa verið settar í myndaalbúm en þær voru teknar af Eddu og Selmu. Skrifað af SHS Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is