11.10.2008 22:21Vilja minnka umfang LandsmótannaVilja minnka umfang Landsmótanna Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt. Búið að fullreyna gamla formið Sú hugmynd var viðruð á umræðufundi LH um LM2008 að sleppa bæri milliriðlum í gæðingakeppni, sleppa B úrslitum og fækka hrossum. Sigurður Ævarsson, mótsstjóri, sagði að gæðingakeppnin á LM2008 hefði tekið 40 klukkustundir. Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.
Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is