11.10.2008 22:35Fjölmenni í VíðidalstunguréttFjölmenni í Víðidalstungurétt Mikið fjölmenni var í stóðrétt Víðdælinga í Víðidalstungurétt um síðustu helgi, en tveggja daga dagskrá er í kringum réttarstörfin ár hvert. Á föstudeginum var stóðinu smalað af nyrsta svæði Víðidalstunguheiðar og niður í Víðidalinn og tóku ríflega 200 manns þátt í fylgja því síðasta spölinn. Þrátt fyrir töluverðan kulda var góð stemmning í hópnum og allir komust heilir heim. þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is. Á laugardeginum var stóðið rekið til réttar kl. 10:00 í einstaklega fallegu veðri, glampandi sól og blankalogni. Auk hefðbundinna réttarstarfa fór fram sölusýning á hrossum, uppboð og happadrætti þar sem aðalvinningurinn var folald. Folaldið góða kom í hlut hins unga Atla Steinars Ingasonar frá Borgarnesi (ættuðum frá Hrappsstöðum í Víðidal). Um kvöldið var svo slegið upp stóðréttardansleik í félagsheimilinu Víðihlíð þar sem hljómsveitin Sixties spilaði fyrir dansi langt fram á morgun. Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is