Nú er vetrarstarf Neista að fara á fullt skrið.
Sibba er byrjuð með 4 unglinga í knapamerki 3. Tímar þar eru heldur fleiri en í 1 og 2 og því ekki seinna vænna en að byrja.
Fyrsti kaffimorguninn var í gærmorgun í Reiðhöllinni. Nokkrir sáu sért fært að mæta þótt veðrið væri ekki alveg það besta, allavega ekki útreiðaveður og því gott að sitja inni og spjalla yfir kaffi og með því. Afar notalegt
Ráðgert er að vera með kaffi á hverjum laugardagsmorgni í vetur frá 9.30 til 11.30. Þeir sem hafa áhuga á að sjá um kaffimorgunn hafi samband á [email protected]
Góður hópur í góðu spjalli
