13.01.2009 09:12

Huginn í Skagafjörðinn

 

Skagfirðingar hafa tekið Huginn frá Haga á leigu næsta sumar. Huginn stimplaði sig inn sem kynbótahestur í fyrra. Þá komu fram nokkur úrvals hross undan honum.
Athygli vöktu nokkur sérlega fríð og framfalleg hross undan Huginn, sem sjálfur er ekki fríður, með 7,0 fyrir höfuð. Framúrskarandi dætur hans sem fram komu í fyrra voru meðal annarra Gletta frá Þjóðólfshaga, efst í fjögra vetra flokki hryssna á LM08, og Mýkt frá Seljabrekku, þriðja í flokki sex vetra hryssna. Hún er hæst dæmda afkvæmi Hugins. Þá má einnig minna á stóðhestinn Hreim frá Fornusöndum, sem er með 8,65 fyrir hæfileika.

Helstu kostir afkvæma Hugins eru samkvæmt kynbótamati BÍ mikið skeið ásamt góðum vilja og lund. Tölt og brokk er einnig vel fyrir ofan meðallag. Huginn fékk fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á LM2008. 228 afkvæmi eru skráð í WorldFeng. Þar af eru 21 með 7,80 og hærra í aðaleinkunn.
Flettingar í dag: 972
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930567
Samtals gestir: 88578
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere