27.01.2009 21:01Frá stjórn Hestaeigendafélags BlönduóssTil hestamanna og þeirra sem leigja land af Blönduósbæ. Frá stjórn Hestaeigendafélags Blönduóss Hluti stjórnar Hestaeigendafélagsins fundaði nýverið með forsvarsmönnum Blönduóssbæjar. Á fundinum kom fram að landleiga verður sú sama og í fyrra þ.e. eftir að tveir gjalddagar voru klipptir af, þó með þeirri 5% hækkun sem verður á fasteignagjöldum öðrum. Einnig var kynnt að hafin er vinna við að meta það land sem í útleigu er með það fyrir augum að búa til þrjá gjaldflokka þar sem gæði lands hafa áhrif á leigugjald, eins og rætt var á fundi síðastliðinn vetur með hestamönnum. Bæjarstarfsmenn lögðu fram ákveðin gögn og síðan hefur Bjarni Maronsson landnýtingarráðunautur unnið að málinu en hann lýkur ekki sínum störfum fyrr en jörð er auð eða gróður kominn af stað. Fram kom að bæjarstarfsmenn telja að betra eftirlit hafi verið með hrossum í stóru hólfunum í sumar og haust og því ætti leiga að innheimtast betur en oft áður og ætti því jafnræðis milli manna að vera betur gætt. Innheimta er nú að hefjast. Rætt var um ýmis önnur hagsmunamál sem varða hestamenn og sveitarfélagið s.s. hundahald, lausagöngu búfjár, umgengi og þrif og verður hver og einn að líta í eigin barm í þeim málum svo ekki þurfi að sverfa til stáls milli bæjaryfirvalda og einstaklinga. Fyrir hönd stjórnar Hestaeigendafélags Blönduóss Hörður Ríkharðsson Tekið af www.huni.is Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is