04.02.2009 09:11Knapar og hestar í kalt bað
Knapar og hestar í Meistaradeild VÍS fengu heltur betur kalt bað við setningu deildarinnar, sem fram fór á Tjörninni í Reykjavík. Tíu til fimmtán hestar lentu í vök þegar ísinn brotnaði undan þeim.
Sýning keppenda í Meistaradeildinni var lokaatriði á blaðamannafundi sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fljótlega þegar hestar og áhorfendur voru komnir út á ísinn varð ljóst að hann var ekki vel traustur. Hann dúaði og brast við hátt. Í hita leiksins uggðu knaparnir ekki að sér og fylktu liði í breiðfylkingu með þeim afleiðingu að ísinn gaf sig. Að vonum varð uppi fótur og fit. Vatnið náði hestunum upp fyrir miðjar síður. Þeir sukku í leirdrulluna í botninum og áttu því erfitt með að spyrna sér upp á ísskörina, sem brotnaði undan þeim jafnóðum. Nokkrir vaskir sveinar með Fjölni Þorgeirsson í fararbroddi létu sig vaða niður í kalt vatnið, settu löng bönd aftur fyrir hestana þannig tókst að tosa þá upp á ísinn. Engin alvarleg slys urðu á hestum og mönnum en nokkrir hestanna voru kaldir eftir volkið. ![]() ![]()
Skrifað af sm Flettingar í dag: 1792 Gestir í dag: 28 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931387 Samtals gestir: 88588 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:01:46 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is