11.02.2009 21:42

Knapamerkjakerfið er hvetjandi
"Knapamerkjakerfið er hvetjandi," segir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir reiðkennari á Blönduósi. Nú eru fimmtíu börn og unglingar á reiðnámskeiðum á félagssvæði Neista. Sami fjöldi er á reiðnámskeiðum á svæði Þyts á Hvammstanga.

"Það er engin spurning að þetta fyrirkomulag hefur hvetjandi áhrif, bæði á börn og fullorðna," segir Sigurbjörg. "Fólk upplifir að það sé á einhverri leið. Áður kom það alltof oft fyrir að fólk hjakkaði í sama farinu. Það var kannski munur á milli reiðkennara en það var engin mörkuð stefna í kennslunni. Nú tekur fólk próf og útskrifast stig af stigi."

Sigurbjörg er með reiðkennararéttindi frá Hólaskóla, hefur lokið þriggja ára námi þar. Hún er einnig með tamningastöð á Blönduósi og er með verknámsnema frá Hólaskóla sér til aðstoðar. Sigurbjörg er frá Gilsárteigi á Héraði. "Ég hef búið hér á Blönduósi í nokkur misseri, en ég er víst ennþá í Freyfaxa," segir Sigurbjörg að lokum og brosir kankvíslega.
Flettingar í dag: 1835
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 931430
Samtals gestir: 88588
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:24:57

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere