16.02.2009 16:14lhhestar - Fréttir | 16. febrúar 2009
Það snýst um traust - Keppni í frumtamningu
Keppni í frumtamningu verður haldin á TEKIÐ TIL KOSTANNA 23.-25. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin hér á landi. Það er Hólaskóli sem stendur fyrir keppninni. Höfundur hennar er Eyjólfur Ísólfsson. Eyjólfur segir að það hafi lengi verið draumur sinn að halda keppni af þessu tagi. Enda sé frumtamningin sá grunnur sem allt byggist á. "Þetta er frumraun," segir Eyjólfur. "Keppnin hefur þegar fengið nafn, sem lýsir inntaki hennar: "Það snýst um traust". Það eru verknámsnemar skólans sem munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Framhaldið ræðst svo af því hversu vel þetta heppnast og hvernig fólki líst á. Ég er viss um að þetta verður spennandi og skemmtileg keppni, sem reynir á þolinmæði, nákvæmni og útsjónarsemi tamningamannsins. Hún byggist að hluta á þeim verkefnum sem nemendurnir eru að læra hér við skólann og í verknáminu. Hugsanlega verða lagðar fyrir þá nýjar þrautir, og síðan mega keppendur sýna frjáls atriði til að undirstrika það sem keppnin snýst um - traustið milli manns og hests! Nánari útlistun á keppninni verður birt innan tíðar á www.holar.is Flettingar í dag: 1792 Gestir í dag: 28 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931387 Samtals gestir: 88588 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:01:46 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is