04.03.2009 08:13






 Landgræðslan leitar tilboða í búnað Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti

Rétt við höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti var Stóðhestastöð ríkisins rekin um árabil. Nú hefur starfsemin verið lögð niður og hefur ríkið afhent Landgræðslunni húsnæði stöðvarinnar til umsýslu.
Fyrirhugað er að tæma húsnæðið og mun Landgræðslan nýta það undir hluta starfsemi sinnar. Bæði innan- og utanhúss er ýmis búnaður sem fjarlægja þarf, svo sem stíur, gúmmímottur og gerði.

Landgræðslan óskar eftir kauptilboðum í allan búnaðinn eða hluta hans og þurfa bjóðendur að fjarlægja búnaðinn og flytja burt af staðnum.

Hér er auglýsing ásamt tilboðsblaði og frekari upplýsingum um þann búnað sem í boði er. 

Tilboðsfrestur er til 10. mars nk. Kl.14.

Flettingar í dag: 1065
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2946
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 933606
Samtals gestir: 88655
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:44:50

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere