09.03.2009 11:01

Að afloknu Ís-landsmóti

Nú að afloknu Ís-landamóti á Svínavatni er það helsta sem eftir stendur að mótið tókst í alla staði afskaplega vel. Veðrið var frábært, ísinn góður og dagskráin stóðst mjög vel, byrjað var á mínútunni kl. 9.30 og mótinu lauk um kl. 5.30 sem var heldur fyrr en áætlað hafði verið.

 Dagskráin var keyrð stíft áfram og ekkert mátti útaf bregða til að við lentum í tímahraki, en það er styðst frá því að segja að aldrei þurfti að bíða eftir knöpum og eiga þeir skilið sérstakt hrós fyrir það. Einnig stóðu starfsmenn, sem allir voru sjálfboðaliðar, sig frábærlega við að gera mótið svo vel heppnað og eru þeim hér með færðar bestu þakkir.

 Úrslit eru birt hér á síðunni fyrir neðan, en fyrir mistök voru þau ekki alveg rétt í fyrstu en hafa verið leiðrétt.

 Á mótinu voru 212 sýningar, 175 hestar tóku þátt og 110 knapar.

Upptökur frá mótinu verða aðgengilegar á hestafréttir.is fljótlega, en ekki tókst að senda beint út frá mótsstað.

Við munum halda okkur við að hafa mótið laugardaginn í 10. viku ársins og verður það því 6. mars á næsta ári.
Flettingar í dag: 839
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 2955
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 936335
Samtals gestir: 88751
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:57:46

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere