29.03.2009 09:57StórsýninginStórsýningin var í gær laugardag og tókst að öllu leyti vel þótt veðrið hafi verið hundleiðinlegt. Frumkvöðlinum Árna Þorgilssyni var sérstaklaga þakkað við þessi tímamót fyrir að hafa byggt Reiðhöllina í Arnargerði og hreinlega lagt gull í lófa okkar húnvetnskra hestamanna eins og Grímur heitinn Gíslason orðaði það. Árni kom hingað fyrir 10 árum síðan og hóf byggingu hússins 1999 og var opnunarsýningin í mars 2000. Hún hefur fært okkur margar ánægjustundirnar og starf okkar hestamanna hér væri ekki svona blómlegt nema af því við höfum þessa frábæru Reiðhöll. Frábært framtak hjá Árna Þorgilssyni og þökkum við kærlega fyrir það.
Auðunn Sigurðsson og Sigríður Aadnegard tóku þessar myndir sem komnar eru inn á myndaalbúm og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is