28.04.2009 20:12Æskan og hesturinnÆskan og hesturinn Laugardaginn 2. maí verður sýningin Æskan og hesturinn á Akureyri. Það verða tvær sýningar þann dag, kl. 13 og kl. 16. Hestarnir verða fluttir á hestaflutningabíl eða með kerrum til Akureyrar þar sem bíða okkar hesthúspláss. Nokkrir hestar fara með kerrum og er búið að hafa samband við þá eigendur, aðrir hestar fara með hestaflutningabílnum. Flutningurinn kostar kr. 2.000 á hest. Hestaflutningabíllinn verður kominn í Arnargerði kl. 7:30 á laugardagsmorgni til að taka við hestum. Mætið stundvíslega. Hestar sem fara með flutningabílnum eiga ekki að vera skaflajárnaðir . Hestakerrurnar fara ýmist á föstudegi eða laugardegi (einhver pláss eru laus á kerru). Hluti af mannskapnum mun gista í Félagsheimili Funa á Melgerðismelum og er öllum velkomið að slást í hópinn. Þeir sem hafa áhuga á gistingu hafi samband við Sonju (616 7449), Hauk (891 7863) eða Jóhönnu (868 1331). Mæting fyrir sýnendur verður kl. 10 við reiðhöllina á Akureyri og reynum við að komast inn sem fyrst til að æfa. Nánari upplýsingar verða á síðustu æfingu, foreldrar endilega að mæta. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is