12.05.2009 21:16

Tvíburafolöld - öllum að óvörum

Tvíburafolöld - öllum að óvörum

www.thingeyrar.is

Helga Thoroddsen, reiðkennari og hrossabóndi á Hestabúgarðinum Þingeyrum sendi Hestafréttum virkilega skemmtiega frétt af tvíburafolöldum sem fæddust hjá henni á Þingeyrum í gær.

Þegar farið var að gá að folaldshryssum hér á bæ um hádegið í gær þá kom í ljós að Dimmalimm frá Breiðavaði var að byrja að kasta. Það kom svo sem engum á óvart þar sem tíminn var kominn en þegar eitt folald var komið stóð hryssan ekki upp heldur fæddi annað öllum að óvörum. Það var heppni að við skildum taka eftir þessu þar sem óvíst er að bæði hefðu lifað án smá aðstoðar til að byrja með. Þetta eru hryssa og hestur undan Blæ frá Hesti og braggast bæði vel. Hryssan er agnarlítil en spræk og bæði eru þau komin á spena. Hryssan var 14 kíló við fæðingu og hesturinn 24 þannig að saman eru þau rúmlega meðalþyngd venjulegs folalds.

Það er gaman að segja frá því að það gekk mjög illa að koma folaldi í Dimmalimm fyrst þegar til stóð að halda henni enda var hún þá orðin 14. vetra. Í fyrra kom svo fyrsta folaldið, hestur undan Stála frá Kjarri sem til varð við sæðingu og núna er sú gamla heldur betur búin að bæta okkur upp biðina með því að koma í þetta sinnið með 2 stykki, frísk og snotur folöld.

tekið af vef www.thingeyrar.is

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930254
Samtals gestir: 88577
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere