08.06.2009 09:17Úrtaka fyrir Fjórðungsmót og félagsmót NeistaLaugardaginn 13.júní kl. 10.00 verður félagsmót Neista og Snarfara haldið á Blönduósvelli og verður það einnig úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Neisti á rétt á að senda 4 hesta og Snarfari 1 til keppni og á Fjórðungsmóti í hverjum flokki. Keppt verður í tölti opinn flokkur, A og B flokki gæðinga, flokki barna, unglinga og ungmenna. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] í síðasta lagi kl. 24.00 miðvikudagskvöld 10. júní. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir hverja skráningu en 1.000 fyrir börn. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir. Hestar þurfa að vera grunnskráðir i World Feng. Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.
Nánari dagskrá auglýst síðar. Mótanefndin Skrifað af selma Flettingar í dag: 998 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 2946 Gestir í gær: 81 Samtals flettingar: 933539 Samtals gestir: 88652 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:23:43 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is