06.07.2009 23:11Unglingarnir okkar á FjórðungsmótiUnglingarnir okkar, þau Aron Orri, Agnar Logi, Elín Hulda, Harpa og Karen Ósk höfðu í nógu að snúast á Fjórðungsmóti og stóðu sig frábærlega á allan hátt. Það var ekki nóg að þau væru að keppa heldur tóku þau þátt í fánareið fyrir hönd félagsins og var þar afar glæsilegur hópur á ferð. Elín Hulda var reyndar að keppa í úrslitum daginn eftir á Móheiði og tók því ekki þátt í fánareiðinni en stóð sig frábærlega vel í úrslitum og varð 4. eins og áður hefur komið fram. ![]() Karen, Aron, Harpa og Agnar Framkvæmdanefnd Fjórðungsmótsins vildi einnig að aðildarfélögin sendu 2-3 einstaklinga til að veita verðlaun á mótinu og stjórn Neista kom að máli við þessar hressu stelpur og þær voru sko meira en til í það. Frábærlega jákvæðar og skemmtilegar og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir frábærlega vel unnin störf, bæði fyrir fánareið og verðlaunaveitingar. Flottur hópur sem við erum stolt af. ![]() Elín, Harpa og Karen Eiríkur Ingi sendi okkur (líka þessar) myndir sem voru settar í myndaalbúm og færum við honum bestu þakkir fyrir. Gaman að eiga myndir af okkar fólki á Fjórðungsmóti. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is