Það var flottur hópur Neistafélaga sem reið frá Arnargerði niður á torg þar sem setning Húnavöku sem og önnur fjölskyldudagskrá fór fram í dag. Fyrir hópnum fóru fánaberarnir Harpa, Karen og Stefán en á eftir þeim komu um 25 manns, börn og fullorðnir. Með í för voru einnig þeir Arnar Þór bæjarstjóri og Valgarður forseti bæjarstjórnar en bæjarstjórinn setti svo hátíðna þegar niður á torg var komið. Ferðin gekk vel og stilltu knapar og hestar sér upp á torginu, hátiðin var sett og síðan var Árbrautin riðin til norðurs og Húnabrautin til baka og aftur upp í Reiðhöll. Frábærlega skemmtilegt og flott og fengu hestar og menn, þó aðalega hestar, þónokkra athygli gesta þar sem þeir stóðu á meðan hátíðn var sett.
Myndir eru komnar í albúm en ef einhver lumar á skemmtilegum myndum sem setja má hér inn þá endilega senda þær á [email protected]