Blómlegt menningarlíf framundan
Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Neista sótti um verkefnastyrk til Menningarráðs Norðurlands vestra og fékk úthlutað 100.000 kr. Afhending verkefnastyrkja fór fram í Kántrýbæ á Skagaströnd 21. október sl. og mætti formaður félagsins, Sigurlaug Markúsdóttir, þangað til að taka á móti styrknum.

Alls bárust 65 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 47 milljónum króna. Á fundi sínum, 7. október sl., ákvað menningarráðið að úthluta verkefnastyrkjum til 52 aðila alls að upphæð 18.300.000 kr.
Hestamannafélagið Neisti þakkar kærlega fyrir þessa styrkveitingu, hún mun koma að góðum notum í vetur.