04.11.2009 21:09Líf að færast í hesthúsahverfiðÞau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson á Efri Mýrum hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar, þjálfun og kennslu, þar í vetur. Ragnar var að flytja hross í hesthúsið þegar fréttaritari var á ferð í hverfinu sl. sunnudag og var búinn að hitta Hörð, umsjónarmann Reiðhallarinnar og ganga frá pappírunum. Hann teymdi hvert hrossið á fætur öðru í hesthúsið og var búinn að fara 3 ferðir þann daginn að ferja hross niður eftir. Hér er hann með Dís frá Kýrholti en hún er merkt Skjá einum Þau hjón fengu góðar mótttökur þegar þau mættu í vinnuna á mánudagsmorgunn en þá beið þessi flotta skúffukaka handa þeim ![]() Þau eru ánægð með aðstöðuna og hlakka til vetrarins. Mörg spennandi hross eru komin og koma inn í tamningu og þjálfun. Inn eru komnir 3 graðhestar, þeir Maur frá Fornhaga sem er á 6. vetur og Smyrill frá Oddssstöðum, á 5. vetur undan Sæ frá Bakkakoti. Einnig spennandi foli á 4 vetur, Áfangi frá Sauðanesi sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Slæðu frá Sauðanesi. Úr þeirra rætun eru komnar inn þær Fruma og Frökk frá Akureyri og Smáradóttirin Stikla frá Efri-Mýrum. Lotning frá Þúfum er væntanleg inn mjög fljólega. Svo virkilega spennandi vetur framundan hjá þeim en ásamt því að temja og þjálfa mun Sandra kenna í æskulýðsstarfinu í vetur eins og í fyrra. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is